Launafl ehf.

2022

Launafl ehf. var stofnað 6.6.2006 af sex austfirskum fyrirtækjum á Austurlandi út af tilkomu álvers ALCOA Fjarðaáls á Reyðarfirði en stofnendur þessara fyrirtækja voru:
G. Skúlason, Rafey, Myllan, Rafmagnsverkstæði Árna, Stjörnublástur og Vélgæði. Nokkrar breytingar hafa orðið á hluthafahópnum og eru stærstu eigendur félagsins í dag: Rafey, G. Skúlason og Myllan Stál og Vélar. Gerður var viðhaldssamningur við Alcoa í mars 2007 sem gilti til 7 ára með framlengingarákvæði. Núna er gerður samningur til 2 ára með framlenginu um 1 ár. Launafl ehf. þjónar nú á öllum svæðum Alcoa sem eru: kranaverkstæði, farartækjaverkstæði, skautsmiðja, steypuskáli og rafveita. Félagið býður þjónustu á flestum sviðum sem lúta að iðnaði, en ekkert annað félag á Austurlandi býður svo víðtæka þjónustu eins og Launafl gerir í dag. Má segja að einstaklega vel hafi tekist til með uppbyggingu félagsins og er það fyrst og fremst að þakka góðum starfsmönnum sem starfa fyrir félagið.

Á vegum fyrirtækisins er eru starfrækt eftirtalin svið:
-Vélaviðgerðir
-Málmsmíði
-Rafvirkjun
-Farartækjaviðgerðir – ALCOA Fjarðaál
-Pípulagnir
-Byggingastarfsemi
-Verslun/lager
-Tæknideild

Frá stofnendum til sjálfstætt starfandi fyrirtækis
Í huga stofnenda þá ætluðu þeir að leggja félaginu til starfsmenn og búnað til að sinna viðhaldsamningnum. Fyrst var ráðinn verkefnastjóri til félagsins í febrúar 2007 og því næst framkvæmdastjóri í júlí sama ár. Fljótlega kom í ljós að þetta fyrirkomulag gat ekki gengið þar sem stofnendur gátu ekki látið félagið hafa þann mannskap sem viðhaldssamningur sagði til um og því fór félagið að ráða til sín iðnaðarmenn strax á haustmánuðum 2007 til að uppfylla þau skilyrði samningsins. Þrátt fyrir að Launafl tæki upp sjálfstæða starfsemi og byggði félagið upp frá grunni, þá hafa stofnendur og Launafl alltaf átt gott og víðtækt samstarf og styðja félögin hvert annað með ýmsum hætti.

Stjórn Launafls:
Sveinn Jónsson formaður
Björn Gíslason ritari
Stefanía Malen Stefánsdóttir meðstjórnandi
Framkvæmdastjóri: Magnús H. Helgason
Skrifstofustjóri: Kenneth B. Svenningsen
Verkefnastjóri: Kristjón Sigurbergsson
Starfsmannastjóri: Adda B. Ólafsdóttir
Öryggisstjóri: Ríkarður M. Kristinsson

Iðnaðarfyrirtæki með víðtæka og fjölbreytta starfsemi
Launafl býr yfir mikilli þekkingu á flestum sviðum iðnaðar. Mannauður félagsins hefur haldgóða og fjölbreytta menntun. Ennfremur er víðtæk reynsla í flestum þeim iðngreinum sem félagið sinnir, hvort sem um er að ræða tæknimenn eða iðnaðarmenn. Launafl er líka í góðum tengslum við stofnendur félagsins , sem gerir fyrirtækinu kleift að bjóða í enn meiri og fjölbreyttari þjónustu en ella hefði verið án þeirra. Fyrirtækið er líka betur í stakk búið að bjóða í stór verkefni út af stærð félagsins þegar stofnendur koma líka að málum. Fyrirtækið sinnir nú í dag margvíslegum verkefnum fyrir utan viðhaldssamning við ALCOA Fjarðaál, sem er við Fjarðabyggð, fjölmörg fyrirtæki og einstaklinga hér á svæðinu.

Gildi félagsins eru:
öryggi-áreiðanleiki-virðing
Þessi gildi stuðla að öruggu, áreiðanlegra og betra starfsumhverfi, þar sem einstaklingurinn nýtur virðingar í starfi og leik. Félagið hefur alltaf lagt mikila áherslu á öryggis- gæða- og starfsmannamál. Því gildi félagsins er að öryggi sé ávallt í hávegum haft, til að tryggja öryggi starfsmanna og umhverfisins.
Áreiðanleiki felst í því að fyrirtækið bjóði þau gæði á vöru og þjónustu sem viðskiptavinurinn biður um og standist hans væntingar.
Virðing er skilyrði þess að starfsmönnum líði vel í vinnunni og virði einstaklinginn að verðleikum.

Starfsmannafjöldi
Eftir stofnun félagsins og þegar félagið fór sjálft að ráða til sín sína eigin starfsmenn á vegum Launafls fjölgaði starfsmönnum mjög hratt. Þegar álverið var gangsett þurfti mikið af framleiðslumönnum til að koma framleiðslunni á stað og um mitt ár 2008 voru starfsmennirnir orðnir rúmlega 140 og þar af um 80 sérhæfðir framleiðslustarfsmenn. Á undanförnum árum hefur starfsmannafjöldi félagsins verið á bilinu 90-100 manns, sem er að langmestum hluta iðnaðarmenn. Félagið er líka með undirverktaka i vinnu sem er bæði frá stofnendum félagins og öðrum starfsmannaleigum til að sinna þeim verkefnum sem Launafl sinnir í dag. Launafl hefur tekið á samning og útskrifað yfir 40 iðnnema frá stofnun félagsins, en þrátt fyrir það dugar slíkt ekki til þess að viðhalda þeirri mannskapsþörf sem félagið þarf á að halda.
Launafl getur boðið í dag upp á að leysa flest þau verkefni sem lúta að íslenskum iðnaði og er ávallt að leita leiða að viðskiptavinurinn fái sem besta þjónustu. Með þetta að markmiði þarf fyrirtækið að vera sveigjanlegt til að bregast fljótt við kröfum fyrirtækja og einstaklinga hér á svæðinu. Starfsmenn Launafls koma víða að frá Austurlandi, þó flestir hafi búsetu á Reyðarfirði, þá koma líka starfsmenn af svæðinu frá Breiðdalsvík í suðri til Egilsstaða í norðri. Ennfremur eru nokkrir erlendir starfsmenn hjá félaginu sem nú eru búsettir á Reyðarfirði í eigin húsnæði félagsins sem rúmar 19 einstaklinga.

Helstu eignir og þróun á starfsemi félagsins
Í febrúarmánuði 2008 festi Launafl kaup á húsnæði G. Skúlasonar að Óseyri 9 á Reyðarfirði. Í húsinu, sem er liðlega 1000 fm, var fullkomið vélaverkstæði og verslun. Allir starfsmenn
G. Skúlasonar á Reyðarfirði fluttu sig þar með um set og gerðust starfsmenn Launafls.
Að Óseyri 9 er núna rekin verslun/lager, byggingardeild, rafmagnsverkstæði, blikksmiðja og pípulagnir. Árið 2008 festi Launafl síðan kaup á öllum hlutabréfum í Rafmagnsverkstæði Árna á Reyðarfirði og var það sameinað starfsemi Launafls fyrsta september það ár. Öll hlutabréf í Vélgæðum á Fáskrúðsfirði voru síðan keypt í júlí 2008 og félagið sameinað Launafli frá
fyrsta janúar 2009. Í árslok 2007 réðst Launafl í byggingu 1300 fm atvinnuhúsnæðis á
Hrauni 3 á álverssvæðinu. Fullkomið farartækjaverkstæði var tekið í notkun í því húsi í september 2008 og í október 2009 tók þar til starfa vel búið vélaverkstæði auk þess sem skrifstofum og starfsmannaaðstöðu var þar haganlega komið fyrir. Árið 2011 festi síðan Launafl kaup á jarðhæðum Austurvegs 20 og Austurvegs 20a á Reyðarfirði og þar hófst rekstur bifreiða-verkstæðis í febrúar 2012, en sú starfsemi var leigð út í júní 2021. Vélar og tæki Fjarðablikks ehf. á Reyðarfirði voru keypt í byrjun árs 2012. Á árinu 2004 voru öll hlutabréf í Rafgeisla Tómas R. Zöega að Hafnarbraut 10 í Neskaupstað keypt og félagið sameinað Launafli 1. júlí 2020. Allir starfsmenn Rafgeisla fylgdu með í kaupunum. 1. september 2021 festi félagið kaup á Austurvegi 29, Reyðarfirði sem er 19 herbergja starfsmannahús. Þetta var gert til að uppfylla þarfir markaðsins, þar sem skortur er á íslenskum iðnaðarmönnum hér á svæðinu. Þarna búa í dag bæði erlendir og íslenskir iðnaðarmenn. Viðskiptavinum félagsins hefur fjölgað mikið frá stofnun þess og nú í dag er Alcoa Fjarðaál með um 60 % af tekjum Launafls, en á fyrstu árum félagsins var Alcoa með um 90-100 % af tekjunum. Aðrir stórir viðskiptavinir fyrir utan Alcoa í dag eru í þessarri röð: Sveitarfélagið Fjarðabyggð, Eimskip, Rubix, Loðnuvinnslan, Síldarvinnslan og Samskip. Í upphafi var starfsemi Launafls einungis vélaviðgerðir – málmsmíði og rafmagnsviðgerðir. En síðan þá hafa bæst við byggingarstarfsemi, blikksmíði, pípulagnir og verslun/lager. Launafl er svo með umboð fyrir Siemens rafmagnsvörur.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd