Lind fasteignasala hefur starfað frá 2003 fyrst undir merkjum Remax en frá febrúar 2015 hefur fasteignasalan starfað eingöngu sem Lind fasteignasala.
Eigendur
Eigendahópurinn hefur tekið nokkrum breytingum gegnum tíðina en eigendur í dag eru Hannes Steindórsson, löggiltur fasteignasali, Kristján Þórir Hauksson, löggiltur fasteignasali, Stefán Jarl Martin, löggiltur fasteignasali og Heimir Fannar Hallgrímsson, lögmaður og löggiltur fasteignasali.
Starfsemin
Lind fasteignasala leggur mikla áherslu á vönduð vinnubrögð þegar kemur að sölu fasteigna og í allri eftirvinnslu. Á fasteignasölunni starfar fjölbreyttur hópur fólks og passað er upp á kynjahlutfall á vinnustaðnum. Árið 2015 var gerð lagabreyting á störfum fasteignasala og nú hafa einungis löggiltir fasteignasalar heimild til þess að taka til sölu, sýna eignir, taka niður tilboð og annast frágang fasteignaviðskipta. Vel hefur gengið að mæta þessari breytingu ásamt því að fá til starfa fólk sem leggur stund á nám til löggildingar fasteignasala. Lind fasteignasala hefur verið á lista Creditinfo 2019, 2020 og 2021 sem framúrskarandi fyrirtæki.
Vinnustaðurinn
Árið 2020 var viðburðaríkt hjá Lind fasteignasölu þar sem unnið hefur verið að stækkun vinnustaðarins bæði hvað varðar fjölda fasteignasala, starfsmanna og húsnæðis. Starfsemin var flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði að Bæjarlind 4, Lind fasteignasala var stofnuð árið 2003 í Bæjarlind og því má segja að fasteignasalan sé komin heim.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd