Lindabakarí var opnað 17. október 1999 af Guðna Hólm Stefánssyni og Hjálmfríði Jóhannsdóttur undir nafninu Kökuhornið í Bæjarlind 1-3 í Kópavogi. Þau áttu bakaríið saman í eitt og hálft ár en eftir það hefur Guðni átt bakaríið einn. Guðni er bakarameistari og er aðalbakarinn í Lindabakaríi. Frá byrjun hefur bróðir Guðna, Einar Hólm Stefánsson verið bakari í Lindabakaríi. Nafninu var breytt úr Kökuhorninu í Lindabakarí árið 2017. Árið 2019 voru opnuð tvö ný bakarí sem áður vou í eigu Kornsins í Ögurhvarfi 3 og Tjarnarvöllum 15. Ásamt Guðna og Einari eru í dag þrír aðrir bakarar sem starfa í Lindabakaríi.
Starfsemin
Fyrstu tvö árin var aðaláherslan sett á bakaríið en eftir það varð vinnslan meiri þar sem byrjað var að selja bakkelsi til skóla, veitingastaða og búða. Einnig býður Lindabakarí uppá að keyptar séu kökur fyrir sérstök tilefni og veisluþjónustu sem hægt er að fá senda á staðinn. Vinnulag hefur haldist svipað frá upphafi en reynt er að halda í við nýjungar. Þar sem fleiri eru er orðnir meðvitaðir um heilsuna þá hefur Lindabakarí reynt að halda í við það eins og að vera með súrdeigsbrauð og fleiri hollari valkosti. En Það sem sker Lindabakarí úr er flatbrauðið og salötin.
Það er tiltölulega nýbúið að opna tvö bakarí og þar af leiðandi sjáum við fram á að við munum reyna að halda okkar striki, halda vel utan um bakaríin þrjú og reyna að taka inn nýjungar þegar við á. En eigum ekki von á stórum breytingum í bráð.
Aðsetur og starfsfólk
Aðalstarfsemin er í Bæjarlind 1-3, það er að segja að allt er bakað þar og svo er keyrt bakkelsi á hina staðina á hverjum degi. Í Bæjarlind eru 22 starfsmenn ýmist í fullu eða hluta starfi, í Ögurhvarfi eru 13 starfsmenn í hluta starfi og á Tjarnavöllum eru 10 starfsmenn ýmist í fullu eða hluta starfi.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd