Linde Gas

  • 2025
    Stöðug starfsemi
    [acf_repeater_gallery repeater="company_timeline" gallery="section_images"]

    Árið 2025 hélt Linde Gas ehf. áfram starfsemi sinni á Íslandi sem lykilaðili á sviði iðnaðargasa, sérgasa og lækningagasa. Fyrirtækið studdi við fjölbreytta atvinnustarfsemi með framleiðslu og dreifingu lofttegunda á borð við súrefni, köfnunarefni, argon og koldíoxíð, bæði sem gas, fljótandi efni og þurrís. Starfsemin byggðist áfram á gasverksmiðjunni í Vogum á Vatnsleysuströnd, þar sem framleitt er súrefni og köfnunarefni úr andrúmsloftinu, auk áfyllingarstöðvar í Reykjavík sem sér um minni tanka, sérblöndur og þurrísframleiðslu. Dreifikerfi fyrirtækisins náði um allt land, með umboðum og þjónustustöðum sem tryggðu að viðskiptavinir í iðnaði, heilbrigðisþjónustu og matvælaframleiðslu fengju reglulega og örugga þjónustu. Á árinu 2025 var starfsemin stöðug og óbreytt að grunnuppbyggingu, og fyrirtækið hélt áfram að leggja áherslu á öryggi, áreiðanleika og tæknilega ráðgjöf fyrir íslenska viðskiptavini.

  • 2023

    Árið 2023 starfaði Linde Gas ehf. áfram á skráðu starfsstöð sinni í Hafnarfirði og hélt uppi reglubundnum rekstri samkvæmt opinberum upplýsingum. Á þessum tíma voru skráningargögn uppfærð hjá stjórnvöldum líkt og gert er ár hvert, og starfsemin hélt áfram í óbreyttu formi. Með skilum ársreiknings fyrir árið 2023, sem áttu sér stað árið eftir, var staðfest að rekstur fyrirtækisins hélt áfram á stöðugan og órofinn hátt.

  • 2022
    Samantekt úr Ísland 2020, atvinnuhættir og menning
    [acf_repeater_gallery repeater="company_timeline" gallery="section_images"]

    Í janúar 2020 breytti Ísaga nafni fyrirtækisins í Linde Gas. Fyrirtækið var stofnað 1919 og hefur heitið Ísaga í 100 ár. Nafnabreyting kom í kjölfar þess að Linde Group sem AGA var hluti af og þar með Ísaga, rann saman við gasfyrirtækið Praxair og úr varð fyrirtækið Linde plc. Linde plc. er eitt stærsta gasfyrirtæki í heimi með yfir 80.000 starfsmenn í meira en 100 löndum. Vöruheiti fyrirtækisins er Linde. AGA vöruheitið verður notað á einstakar vörur. www.linde-gas.is

    Starfsemin
    Gastegundir geta verið á ýmsu formi sem gas, fljótandi, fastar eða uppleystar. Lofttegundirnar súrefni, köfnunarefni og argon eru seldar sem gas á hylkjum undir þrýstingi. Þessar gastegundir eru líka seldar á fljótandi formi undirkældar í einangruðum tönkum. Koldíoxíð er selt fljótandi í tönkum og hylkjum en einnig á föstu formi. Koldíoxíð á föstu formi er kallað þurrís. Acetylen er eina gastegundin sem er seld á uppleystu formi á hylkjum.
    Linde er lyfja-, matvæla- og iðnaðarfyrirtæki sem framleiðir gastegundirnar súrefni, köfnunar-efni og koldíoxíð. Fyrirtækið flytur inn aðrar gastegundir og búnað fyrir viðskiptavini.
    Linde er með súrefnisverksmiðju í Vogum á Vatnsleysuströnd, sem tekin var í notkun vorið 2018. Verksmiðjan framleiðir súrefni og köfnunarefni á fljótandi formi úr andrúmsloftinu. Verksmiðjan er alsjálfvirk og fjarstýrð. Raforka er orkugjafinn og vatn er notað sem kælimiðill.
    Framleiðsla súrefnis úr andrúmslofti með skilju, hófst í verksmiðju fyrirtækisins á Rauðarárstíg þar sem jafnframt var acetylenverksmiðja. Acetylenverksmiðjan á Rauðarárstíg brann 1963 en þá hætti Ísaga að framleiða súrefni. Acetylenverksmiðjan var endurreist að Breiðhöfða tveimur árum síðar. Súrefni var framleitt í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi með rafgreiningu sem aukaafurð við framleiðslu á vetni. Árið 1984 setti Ísaga upp súrefnisverksmiðju að Breiðhöfða. Vélasamstæðan var að Linde gerð með tækni sem Carl von Linde fann upp.
    Koldíoxíðverksmiðjan að Hæðarenda í Grímsnesi vinnur koldíoxíð á fljótandi formi úr hveravatni. Vinnsla koldíoxíð að Hæðarenda hófst 1988 með stofnun Kolsýruvinnslunnar hf. Árið 1998 kaupir Ísaga fyrirtækið og byggir upp verksmiðjuna. Um leið leggur Ísaga niður verksmiðjuna Eim í Þorlákshöfn sem Ísaga hafði keypt 1994. Verksmiðjan í Þorlákshöfn framleiddi koldíoxíð úr olíu.
    Áfyllingarstöð ásamt rannsóknarstofu er í Reykjavík þar sem fyllt er á minni tanka af fljótandi gasi og gas á hylki. Þar er einnig framleiðsla á þurrís sem er koldíoxíð á föstu formi. Afgreiðslustaðir og umboð eru á Ísafirði, Akureyri, Sauðárkróki, Reyðarfirði, Selfossi, Garðabæ og Vestmannaeyjum.
    Linde hefur yfir að ráða fjölda flutningstækja, tanka og hylkja til dreifingar á gasi. Þeir viðskiptavinir sem hafa tanka eða gasdreifikerfi geta tengst eftirlitskerfi Linde. Eftirlitskerfið gefur upplýsingar til þjónustuvers sem skipuleggur hylkjaskipti og áfyllingu á tanka í samræmi við notkun viðskiptavinarins.
    Linde sér um allar uppsetningar sem og reglulegt viðhald á tæknibúnaði sem fyrirtækið leigir út til sinna viðskiptavina. Linde hefur mikla reynslu af uppsetningum og þjónustu allt frá einföldum gasdreifikerfum upp í sérhönnuð gasdreifikerfi sem notuð eru í málm-, matvæla- og stóriðnaði, á rannsóknarstofum sem og á heilbrigðistofnunum.

    Vottanir
    Öll starfsemi Linde er vottuð í samræmi við ISO 9001:2015. Framleiðsla koldíoxíðs er vottuð í samræmi við FSSC 22000 v5. Fyrirtækið hefur framleiðsluleyfi lyfja og markaðsleyfi fyrir skráð lyf á gasformi. Öryggis-, heilsu- og umhverfiskerfið er hluti af stjórnkerfi Linde og á að tryggja að allir starfsmenn hafi öruggt og heilbrigt vinnuumhverfi ásamt því að vernda umhverfið og eignir gegn mögulegum skaðlegum áhrifum frá starfseminni.

    Mannauður
    Hjá fyrirtækinu vinna um 30 starfsmenn. Forstjóri Linde Gas ehf. er Robin Olofsson.

    Nóbelsverðlaun
    Carl Paul Gottfried Linde (1842-1934) var þýskur vísindamaður, verkfræðingur og kaupsýslumaður. Hann uppgötvaði kælihringrásina og fann upp aðferð til að aðskilja köfnunarefni og súrefni í lofti og fá þær yfir á fljótandi form. Þessar uppgötvanir leiddu til fyrsta skilvirka ammoníaks kæliskápsins árið 1876. Heike Kamerlingh Onnes fékk Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 1913 sem byggðu m.a. á aðferðum Carl von Linde.
    Upphaf AGA fyrirtækisins eru tæknilausnir Gustafs Dalén (1869-1937) í Svíþjóð í byrjun tuttugustu aldar. Gustaf fann upp og hannaði lausnir fyrir vita sem nota acetylenloga fyrir lýsingu. Fyrir uppfinningar sínar veitti Nóbelsnefndin honum verðlaun í eðlisfræði fyrir uppgötvunina „sólarlokann“ sem sparar notkun á acetyleni í vitum. Nóbelsnefndin gaf út minnispening eftir hans dag þar sem á bakhliðinni stendur: „Þegar dagsljós dvínar, býður hann myrkrinu að tendra ljós í vitum.”

  • 2012
    Samantekt úr Ísland 2010, atvinnuhættir og menning
  • 2002
    Samantekt úr Ísland 2000, atvinnuhættir og menning
    [acf_repeater_gallery repeater="company_timeline" gallery="section_images"]
  • 1992
    Samantekt úr Ísland 1990, atvinnuhættir og menning

Stjórn

Stjórnendur

Linde Gas

Búðahellu 8
221 Hafnarfirði
5773000

Atvinnugreinar

Upplýsingar

1 / ?

Lesa bókina