Árið 2002 stofnuðu feðgarnir Guðmundur Baldursson og Baldur Guðmundsson skiltagerðina Logoflex ásamt Jakobi Líndal Jóhannessyni og Bóasi Bóassyni.Tók Guðmundur að sér framkvæmdastjórn félagsins. Með stofnun félagsins sameinuðu fjórmenningarnir áratuga reynslu sína úr greininni og úr varð framsækin skiltagerð með næmt auga fyrir þeirri öru framþróun sem blasti við skiltagerðaiðnaðinum við upphaf nýrrar aldar. Rétt rúmu ári síðar bættist svo Steingrímur Þorgeirsson í eigendahópinn. Frá upphafi hefur rík áhersla verið lögð á það nýjasta í tækjabúnaði, efnum og aðferðum, áhersla sem hefur haldið félaginu í fararbroddi á markaðnum fram til dagsins í dag.
Í dag er Logoflex ómissandi hluti að sýnileika nútíma markaðshagkerfis og eru merki um það um allt land, bókstaflega. Logoflex hefur í gegnum tíðina starfað með öllum helstu fyrirtækjum og stofnunum landsins og hefur reynst ómissandi samstarfsaðili fyrirtækja, auglýsingastofa, listafólks, arkitekta, hönnuða og frumkvöðla við að koma hugmyndum þeirra í efnislegt form. Vaxandi kvikmyndaiðnaður hér á landi hefur notið síaukinnar liðsinnis Logoflex við ýmiskonar leikmuna- og sviðsmyndasmíð. Lausnamiðuð nálgun og kjarkur til að takast á við það óreynda er eitt að kennimerkjum starfseminnar og er sú viðleitni lykillinn að stöðugri framþróun fyrirtækisins í framleiðslu sem og aukinni hæfni starfsfólks í lifandi og frjóu starfsumhverfi.
Þjónusta og vöruframboð
Logoflex er í grunninn skiltagerð og sem slík tekur að sér hönnun, smíði og uppsetningu á hverskyns skiltum og merkingum fyrir viðskiptavini sína. Auk skiltagerðarinnar, sem samanstendur af verkstæði, prent/fólíu og uppsetningardeild. Góður húsa- og tækjakostur félagsins gerir því kleift að annast alla nauðsynlega framleiðsluþætti innahúss, undir eigin merkjum, allt frá risastórum ljósaskiltum niður í litla límmiða. Verkstæðið annast alla smíði og er mannað einvala hópi starfsmanna. Tækjakostur félagsins gerir því kleift að bjóða viðskiptavinum sínum uppá heildstæða lausnir í hverskyns smíði, allt frá hráefni að fullunninni vöru. Prentverk og filmumerkingar hafa, frá upphafi, verið einn af stærstu einstöku framleiðsluþáttum félagsins. Prentverkefni félagsins eru gríðarlega fjölbreytt og spanna allt frá hágæða prentun fyrir listafólk, heilmerkingum á bíla upp í risaprent á segldúka sem hjúpa heilu byggingarnar. Prentdeildin er mönnuð einvala hóp tæknifólks og grafíkera sem annast jafnt framleiðslu og undirbúning verkefna sem og uppsetningu og afhendingu til viðskiptavina. Útideildin annast svo alla uppsetningu og frágang á skiltum og annarri smíði félagsins ásamt viðgerðum og hverju því sem upp getur komið í íslenskri veðráttu.
Plastsdeildin sinnir sérsmíði úr plexígleri ásamt ótal framleiðsluvörum undir nafni Logoflex. Má þar meðal annars nefna póstkassalausnir fyrir heimili og húsfélög, afhlöðuljósakrossa á leiði, ásamt úrvali blaðarekka og vörustanda ýmissa. Þakgluggar hafa verið framleiddir til fjölda ára hjá Logoflex. Þetta eru kúptir þakgluggar úr áli og plexígleri. Þannig má svo sem segja að Logoflex sé ekki „bara“ skiltagerð.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd