Lota ehf.

2022

Lota er framsækið þekkingar- og þjónustufyrirtæki á sviði verkfræði og ráðgjafar. Stofuna má rekja allt til ársins 1960 og sú reynsla sem skapast hefur í gegnum árin endurspeglast í þeim lausnum og þjónustu sem við veitum stórum hópi viðskiptavina okkar úr einkageiranum sem og hinu opinbera. Við erum blandaður hópur af góðu fólki sem finnst skemmtilegt að veita einfaldar, áreiðanlegar og skýrar lausnir fyrir viðskiptavini okkar.

Sagan
Lota hefur vaxið frá því að vera lítil sérhæfð rafmagnsverkfræðistofa yfir í framsækið þjónustufyrirtæki. Starfsemin tengist enn raforkumálum svo sem flutningi, dreifingu og framleiðslu, auk þess sem Lota þjónustar stóra viðskiptavini í ferðaþjónustu, iðnaði og viðkvæmum rekstri á borð við spítala og gagnaver. Lota býr yfir mikilli þekkingu og reynslu í flóknum iðnstýringum, loftræsti -og kælikerfum, bruna- og öryggishönnun. Þá hafa mörg verkefni Lotu verið í áætlanagerð, fýsileikagreiningum, verkefnaþróun og verkefnastýringu.

Mannauður
Starfsmenn Lotu eru með víðtæka menntun og reynslu á sviði verkfræði, verkefnastjórnunar, brunahönnunar, lýsingarhönnunar og öryggismála svo eitthvað sé nefnt. Starfsemin nýtur góðs af áralangri þekkingu og reynslu sem hefur safnast upp á tæpum 60 ára samfelldum rekstri fyrirtækisins. Gæðastjórnunarkerfi Lotu er vottað samkvæmt alþjóðlega gæðastjórnunarstaðlinum ISO 9001 og jafnlaunavottunin handan við hornið.

Verkefnin
Fyrirtækið er verkefnadrifið og starfa verkefnastjórar þvert á þekkingarsviðin. Verkefnastjórar Lotu hafa auk þess tekið að sér verkefnastjórnun fyrir viðskiptavini sem og úttektir og eftirlit utan fyrirtækisins. Starfsmenn Lotu hafa annast hönnun bæði smærri og stærri verkefna um allt land. Má þar nefna orkumannvirki, sjúkrahús, gagnaver, hjúkrunarheimili, íþróttahús, hótel, ýmsar opinberar byggingar sem og íbúða- og atvinnuhúsnæði. Þá hafa þeir einnig komið að ýmsum verkefnum erlendis og tekið þátt í nýsköpunarverkefnum, t.d. farþegaferju upp á Esju.

Reynsla, áreiðanleiki og lausnir
Eins og tæpt var á að framan þá starfar hjá Lotu þéttur hópur hámenntaðra starfsmanna með alþjóðlega þekkingu og reynslu sem hefur getið sér orðspor fyrir að vera úrræðagóður og sveigjanlegur. Þessi öflugi hópur starfsfólks Lotu hefur sýnt fram á getu til að leysa krefjandi verkefni.
Lota er meðal framsæknustu ráðgjafafyrirtækjum á Íslandi og tekur að sér fjölbreytt og krefjandi verkefni. Til nýlegra og yfirstandandi verkefna má telja: hönnun nýs raforkudreifi-kerfis fyrir Keflavíkurflugvöll, heildarhönnun rafmagns og stjórnkerfa auk brunahönnunar Nýja Landspítalans, alhliða hönnun gagnaversgarðs Advania á Reykjanesi, þar með talinn raforkudreifing með smartnetslausnum. Hönnun gagnaversbygginga og aðstoð við hönnun gagnaversgarðs Etix Everywere Borealis á Blönduósi, byggingarhönnun hátæknifrystihúss í Vestmannaeyjum. Öryggishönnun fjölmargra fyrirtækja og stofnana, þar með talið viðbragðs- og rýmingaráætlanir fyrir fjölmarga aðila, t.d. flugstöðina í Keflavík, Smáraturn og heilbrigðisstofnanir ásamt fjölbreyttri ráðgjöf og fræðslu á sviði bruna- öryggis- og vinnuverndar.

Framtíðin
Núverandi verkefni sýna breytt verksvið Lotu og það traust sem viðskiptavinir sýna Lotu til að klára krefjandi og fjölbreytt verkefni sem krefjast útsjónarsemi og áreiðanleika.

Guðríðarstíg 2-4
113 Reykjavík
5605401
Þjónustuflokkar
Upplýsingar
Fyrirtækjaskrá Staðsetning á korti

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd