Lyfja er verslunarkeðja sem er jafnframt hluti af heilbrigðisþjónustu Íslendinga. Árið 2019 markaði upphaf breytinga hjá Lyfju í kjölfar stefnumörkunar og eigendaskipta. Síðan þá hefur verið unnið heildstætt að umbreytingu á Lyfju hvað varðar staðsetningar, staðfærslu, vöruval, þjónustu, kynningar og stafrænar lausnir. Umbreytingar á verslunum Lyfju hófust af fullum krafti árið 2020 þar sem áhersla er á upplifun viðskiptavina. Ný dreifileið, fyrsta persónusniðna snjall-apótekið, Lyfju appið, leit dagsins ljós árið 2020 og kynningar- og samfélagsstefnu fyrirtækisins var breytt.
Sagan
Lyfja var stofnuð árið 1996 þegar ákvæði nýrra lyfjalaga sem tryggðu frelsi í stofnun og rekstri lyfjabúða tóku gildi. Lagabreytingin hafði mikil áhrif á markaðinn en áður höfðu yfirvöld úthlutað lyfsöluleyfum og apótekin skiptu með sér markaðssvæðum. Þann 11. apríl 1996 opnaði Lyfja fyrsta apótekið í Lágmúla þar sem lögð var áhersla á virka samkeppni, lágt lyfjaverð, aukið vöruúrval og góða þjónustu. Í dag rekur Lyfja 46 apótek og útibú allan hringinn í kringum landið og hjá Lyfju starfa um 350 starfsmenn. Frá síðustu aldamótum hefur lyfjaverð til neytenda út úr apótekum á Íslandi lækkað um helming að raunvirði samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Verð á lyfjum á Íslandi er svipað og á hinum Norðurlöndunum en Ísland sker sig frá hvað varðar þjónustu, hér á landi eru fleiri apótek pr. íbúa og fleiri starfandi lyfjafræðingar en á hinum Norðurlöndunum.
Lágt lyfjaverð
Verðlagning lyfseðilsskyldra lyfja á Íslandi er ákveðin af Lyfjagreiðslunefnd, sem gefur mánaðarlega út lyfjaverðskrá þar sem kveðið er á um heildsöluverð og hámarksálagningu í smásölu. Það er stefna Lyfju að lækka lyfjakostnað neytenda, það gerir Lyfja meðal annars með áherslu á fræðslu um samheitalyf og kynningu þeirra.
Betri staðsetningar
Lyfja leggur mikla áherslu á hentuga staðsetningu apóteka fyrir viðskiptavini. Lyfja rekur í dag 46 apótek og útibú allan hringinn í kringum landið, það hefur verið stefna Lyfju að fjölga apótekum á stöðum sem hentar viðskiptavinum. Lyfja hefur á síðustu tveimur árum opnað tvö ný apótek, keypt þrjú apótek, sameinað tvö apótek og lokað tveimur apótekum.
Breytt vöruval
Vöruval Lyfju endurspeglar áherslu á nútímalegt heilbrigði og vellíðan. Lyfja býður vítamín og bætiefni, hreinlætisvörur, snyrtivörur, hjúkrunarvörur og ýmis konar stoðvörur – áhersla er lögð á vörumerki sem eru líklegri til þess að auka heilbrigði og vellíðan. Heilsuhúsið hefur fengið sérstakan sess í apótekum Lyfju en viðskiptavinir geta nú fundið náttúrulegar og umhverfisvænar vörur í sérstökum „Heilsuhúsum“ í apótekum Lyfju.
Þjónusta og ráðgjöf
Lyfja er eina apótekið á Íslandi sem býður viðskiptavinum upp á hjúkrunarþjónustu án þess að panta þurfi tíma. Hjúkrunarfræðingar Lyfju framkvæma heilsufarsmælingar, bólusetningar, aðstoða við umbúðaskipti, sprautugjafir og veita ráðgjöf við vöruval.
Lyfju appið – Persónusniðið sjallapótek
Lyfja hefur tekið forystu í stafrænum lausnum með því að bjóða upp á Lyfju appið þar sem viðskiptavinir geta keypt lyfseðilsskyld lyf og fengið send heim án aukakostnaðar með öryggi og hraða sem ekki þekkist hér á landi. Lyfju appinu hefur verið tekið mjög vel og er það ofarlega á vinsældarlistum app markaðstorgana. Viðtökur viðskiptavina hafa verið framúrskarandi og er appið notað af tugum þúsunda Íslendinga. Lyfju appið býður jafnframt upp á notendavænar upplýsingar um öll skráð lyf á Íslandi, notkunarleiðbeiningar og aukaverkanir. Einnig er hægt er að spjalla við sérfræðinga Lyfju og fá ráð í gegnum Lyfju appið.
Sterkt vörumerki og góð þjónusta
Lyfja er traust og sterkt vörumerki sem allir landsmenn þekkja samkvæmt vörumerkjakönnun Gallup, og reglulegar kannanir sýna að almenningur telur Lyfju framar öðrum apótekum þegar horft er til þjónustu, vöruúrvals, ráðgjafar og þekkingar starfsfólks.
Sjálfbærni og umhverfi
Sjálfbærni og samfélag skiptir Lyfju miklu máli. Lyfja hefur einsett sér að „stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan“ í takt við þriðja heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna og leggja sitt af mörkum hvað varðar umhverfismál.
Áskoranir á Íslandi
Þær áskoranir sem Ísland stendur frammi fyrir hvað varðar heilbrigði og vellíðan eru breytt aldursamsetning, framboð og aðgengi að úrræðum og þjónustu eftir landsvæðum, langvinnir lífstílssjúkdómar, framboð nýrra lyfja og ofnotkun sýklalyfja, útgjöld til heilbrigðismála og mönnun heilbrigðisþjónustu. Það sést því glöggt hvers vegna Lyfja hefur valið að leggja áherslu á heilbrigði sem lífstíl, vellíðan og forvarnir sem aðgreiningu. Lyfja á og rekur Lyfjabókina sem er aðgengileg fyrir almenning á netinu. Þar er hægt að nálgast upplýsingar um öll skráð lyf sem seld eru í apótekum á Íslandi. Lyfjabókin er mikið notuð en um 500 þúsund notendur flettu upp í henni í fyrra. Að auki eru upplýsingar úr bókinni beintengdar við lyfjaávísanir notenda í Lyfju appinu. Til að auka aðgengi að sérfræðingum geta viðskiptavinir Lyfju spjallað við þá í Lyfju appinu og á Lyfja.is. Að auki leggur Lyfja áherslu á viðburði þar sem sérfræðingar halda erindi á samfélagsmiðlum og svara spurningum í lokuðu netspjalli.
Styrktarsjóður Lyfju
Árið 2020 fengu 11 félagasamtök úthlutun úr sjóðum og árið 2021 styrkti Lyfja 5 málefni sem öll eiga það sameiginlegt að vera heilsueflandi eða hafa forvarnargildi.
Jafnrétti
Hjá Lyfju starfa um 350 starfsmenn og er óútskýrður launamunur kynjanna 0%. 86% starfsmanna Lyfju eru konur og Lyfja hefur sett sér það markmið að 25% starfsmanna verði annað kyn en konur fyrir lok ársins 2023.
Kolefnisjöfnun
Lyfja heldur með kolefnisbókhald og á árinu 2020 gerði fyrirtækið samning við Kolvið sem felur það í sér að Kolviður gróðursetur árlega tré til móts við þau tonn af koldíoxíði sem starfsemi Lyfju losar.
Lyfaskilakassar
Lyfja tók í notkun fyrsta lyfjaskilakassann á árinu 2020 sem staðsettur er á besta stað í apótekum Lyfju en örugg lyfjaskil eru eitt mikilvægasta framlag Lyfju til umhverfisverndar þar sem það mælast reglulega efni sem eru talin vera ógn við lífríki og vatnaumhverfi í sýnum Umhverfisstofnunar. Á hverju ári sendir Lyfja 8-9 tonn af lyfjum og sprautnálum í örugga eyðingu.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd