Lyfsalinn apótek Glæsibæ

2022

Árið 1996 tóku í gildi ákvæði nýrra lyfjalaga sem tryggðu frelsi í stofnun og rekstri lyfjabúða. Fyrir þessa breytingu höfðu apótekin skipt með sér markaðssvæðum og yfirvöld höfðu úthlutað lyfsöluleyfum. Þessi lagabreyting hafði mikil áhrif á lyfjamarkaðinn, í eldra umhverfinu var nánast engin samkeppni og lyfjaverð það sama í öllum lyfjaverslunum. Núverandi umhverfi og markaður býður upp á meiri fjölbreytni í þjónustu apótekanna og lyfjaverð hefur lækkað. Álagning á lyf í smásölu hefur lækkað um 40% frá því lyfjaverslun í smásölu var gefin frjáls. Fyrsta apótekið sem opnaði eftir að nýju lyfjalögin tóku endanlega gildi 15. mars 1996 var Apótek Suðurnesja, sem opnaði 8. apríl 1996. Apótek Suðurnesja var selt til Lyfju í október 2002. Í mars 2003 stofnuðu eigendur Apóteks Suðurnesja þau Þorvaldur Árnason og Auður Harðardóttir Lyfjaval.

Apríl 2003 – Fyrsta apótek Lyfjavals opnar í Mjódd
Í apríl árið 2003 var fyrsta apótek Lyfjavals opnað í Mjódd, Lyfjaval í Hæðasmára opnaði árið 2005 og Lyfjaval í Álftamýri opnaði árið 2006. Meginmarkmið Lyfjavals er að lækka lyfjaverð og veita viðskiptavinum sínum góða ráðgjöf og persónulega þjónustu. Það er stefna Lyfjavals að starfsemi og þjónusta uppfylli ávallt væntingar viðskiptavina og að fyrirtækið skili ávallt umsömdum gæðum á þeim tíma sem um er samið. Lyfjaval leggur mikla áherslu á að þjónusta við viðskiptavini sé meiri en í hefðbundnum apótekum og gerir fyrirtækið þeim viðskiptavinum sínum sem eiga við hreyfiörðugleika að stríða kleift að sækja lyfin sjálf í apótekið og ræða persónulega við lyfjafræðing með tilkomu bílaapóteksins. Allir viðskiptavinir Lyfjavals hafa greiðan aðgang að lyfjafræðingi þar sem hann getur veitt viðskiptavinum markvissar upplýsingar um val á lyfjum og um notkun þeirra. Lyfjaval býður einnig upp á ókeypis lyfjaskömmtun fyrir einstaklinga sem þurfa að taka margar tegundir af lyfjum á dag.

Febrúar 2005 – Bílaapótekið opnar
Lyfjafyrirtæki eru bundin ákveðnum böndum vegna reglugerða og ákvæða frá íslenska ríkinu. Því eiga þau erfiðara með að boða nýjungar í starfi eða skapa sér sérstöðu á markaðinum líkt og Lyfjaval hefur gert með tilkomu Bílaapóteksins í Hæðasmára. Bílaapótekið sem opnaði í febrúar 2003 er nýung í Evrópu en bílaapótek eru algeng í Bandríkjunum. Hægt er að aka bílnum að lúgu og fá lyfin afgreidd beint í bílinn. Bílaapótek hentar vel í nútímaþjóðfélagi, ekki þarf að eyða tíma í að finna bílastæði og afgreiðslan er hröð. Með tilkomu bílaapóteksins vilja eigendur leggja meiri áherslu á þjónustu en gert er í hefðbundnum apótekum þar sem bílalúgann hentar vel þeim sem hafa lítinn tíma aflögu, fólki með ung börn og hreyfihömluðum. Nú geta allir sótt lyfin sín sjálfir í apótekið og rætt persónulega við lyfjafræðing um val á lyfjum og notkun þeirra.

Álfheimum 74
104
5175500
Þjónustuflokkar
Upplýsingar
Fyrirtækjaskrá Staðsetning á korti

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd