Fyrirtækið Lyra ehf. var stofnað 27. júlí 1991af feðgunum Höskuldi Höskuldssyni, lyfjafræðingi og Höskuldi Þórðarsyni, vélstjóra. Tilgangur Lyru við stofnun, var að bjóða sérhæfða og faglega þjónustu fyrir rannsóknastofur á heilbrigðissviði er varðar klínískar greiningar á blóðsýnum. Höskuldur Höskuldsson er framkvæmdastjóri Lyru og jafnframt eini eigandinn í dag. Í stjórn með Höskuldi er Aðalheiður Ríkarðsdóttir, kerfisfræðingur.
Lyra veitir sérhæfða þjónustu í uppsetningu og viðhaldi læknisfræðilegra efna-greiningartækja sem er að finna á helztu rannsóknastofum heilbrigðisstofnana á Íslandi. Starfsmenn fyrirtækisins starfa þétt saman og hver og einn býr yfir sérhæfðri menntun og þekkingu sem nýtist við að uppfylla kröfur viðskiptavina um bestu mögulegu þjónustu. Fagleg vinnubrögð eru aðalsmerki fyrirtækisins og til að tryggja örugga og ábyrga þjónustu, þá er Lyra ISO vottað fyrirtæki. Helstu viðskiptavinir Lyru eru allar helstu rannsóknastofur landsins.
Starfsemi
Starfsemi fyrirtækisins byrjaði smátt, enda starfsmaðurinn einungis einn. Markmiðið var að starfa á sviði klínískrar efnagreiningar og sú er raunin í dag. Lyra er heildsölufyrirtæki sem annast þjónustu og viðhald á efnagreiningartækjum ásamt því að selja þær rekstrarvörur sem þarf til klínískra efnagreininga. Starfsemi Lyru er þrískipt; sala, vörudreifing og viðhaldsþjónusta.
Lyra hóf starfsemi í litlu rými í Borgartúni 31 í Reykjavík. Aðstaðan bauð ekki upp á lagerhald og fyrirtækið flutti fljótlega í stærra og aðgengilegra húsnæði við Borgartún 23. Þaðan lá leiðin í Hlíðarsmára 4, Kópavogi þar sem Lyra starfaði í 14 ár. Frá árinu 2018 hefur starfsemi Lyru verið í Hádegismóum 4, í Reykjavík.
Starfsmenn og samstarfsaðilar
Starfsmenn fyrirtækisins eru átta og starfa þétt saman. Starfsandi er góður og valinn maður í hverju rúmi. Helstu erlendu samstarfsaðilar Lyru eru: Roche Diagnostics, Sysmex og Stago.
Gæða- og umhverfisstefna
Stefna Lyru ehf. er að bjóða viðskiptavinum sínum ávallt upp á faglega og sérhæfða þjónustu á sviði rannsókna. Fyrirtækið leitast við að koma á móts við hvern og einn viðskiptavin sem framast er unnt og afhenda ávallt umsamin gæði án galla eða frábrigða. Lyra ehf. stefnir að því að viðhalda alþjóðlegri viðurkenningu á þeirri góðri þjónustu sem fyrirtækið veitir á sviði efnagreininga og lífefnagreininga.
Stefna Lyru ehf. er að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum og á þau er lögð áhersla í daglegum rekstri. Áhersla er lögð á skapandi lausnir og að efla jákvætt viðhorf starfmanna til umhverfismála. Markmiðið er að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif af starfsem Lyru ehf. Fyrirtækið leggur sig fram um að hafa jákvæð áhrif á umhvefið og samfélagið. Lyra mun leggja áherslu að að lagalegar kröfur séu uppfylltar og unnið er að stöðugum umbótum á sviði umhverfismála. Lyra ehf. vinnur samkvæmt gæða og umhverfisstjórnunarkerfi sem uppfylla kröfur ISO staðla.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd