Málningarvörur ehf.

2022

Það er ekki augljós tenging á milli Málningarvara og Bílddals grænna bauna. En víða liggja þræðirnir. Athafna- og alþingismaðurinn Gísli Jónsson stofnaði fyrirtæki sem bar hans nafn árið 1946. Það er einmitt sama firmað og Karl Jónsson keypti ásamt fjölskyldu sinni 1988 og eignaðist að fullu ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu H. Aðalsteinsdóttur u.þ.b. 10 árum síðar. Eitt af nafntoguðum verkefnum Gísla Jónssonar á sinni tíð var að setja á laggirnar niðursuðuverksmiðju í heimabyggð sinni sem meðal annars vann hinar landsþekktu Bíldudals grænar baunir, sem eldri Íslendingar þekkja eflaust enn í dag.

Starfsemin
Þegar fyrirtækið komst í eigu Karls og fjölskyldu varð það þekkt innflutningsfyrirtæki og má segja að Sikkens umboðið hafi þá verið orðið hryggjarstykkið í fyrirtækinu. Sikkens hefur verið og er enn, eitt þekktasta merki heims á sviði bílamálunnar. Árið 2006 seldi Karl innflutningshluta fyrirtækisins sem ekki laut að bílaréttingum og bílasprautun. Frá því ári hefur hann rekið fyrirtæki sitt undir merkjum Málningarvara og þjónustað réttingar- og sprautverkstæði. Auk þess hefur sú deild sem sinnir bónstöðvum vaxið hryggur um fisk ár frá ári. Nú eru bón- og bílahreinsimerkin Concept og Meguiar‘s orðin landsþekkt og smásala þeim tengd í Lágmúla 9 hefur orðið æ umfangsmeiri með hverju ári sem líður. Þá er ótalin öll smá- og fylgivara sem fylgir með eins og til dæmis gríðarlega öflugt og víðfemt úrval í slípivörum frá svissneska risanum SIA. Aðrir helst birgjar Málningarvara eru: Rupes sem framleiðir massa og massavélar, Car-o-liner réttingabekkir og réttingatækni, Omia sprautuklefar, Carsystem, Raptor sérefni, Sumake verkfæri og fjöldi annara þekktra framleiðenda.

Mannauður
En á baki fyrirtækis sem Málningarvörum er það samt mannauðurinn sem skiptir mestu máli. Fyrirtækið hefur á að skipa vel menntuðum og öflugum kjarna starfsmanna sem gerir það að því sem það er og stendur fyrir á því herrans ári 2020. Án efa eitt öflugasta fyrirtæki á sínu sviði hér á landi. Án starfsfólksins væru Málningarvörur ekki í hópi fyrirmyndarfyrirtækja Íslands, ár eftir ár.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd