Eftir áralöng störf í byggingageiranum sáu verkfræðingarnir Jónas Már Gunnarsson og Hjalti Gylfason tækifæri í miðri kreppu árið 2012 og stofnuðu verktaka- og þróunarfélagið Mannverk. Sérstaða félagsins var mörkuð í upphafi en Mannverk leggur áherslu á fallega hönnun á byggingum sínum með gæði og þarfir viðskiptavina að leiðarljósi. Hvort sem um er að ræða byggingastjórnun, þróunarverkefni eða almenna framkvæmdaráðgjöf leggur Mannverk metnað sinn í að veita viðskiptavinum persónulega þjónustu og samstarf á öllum stigum verkefna. Áhersla er lögð á trausta og faglega ráðgjöf við þróun verkefna, hönnun, stýriverktöku og framkvæmdir.
Framsækni, fagmennska og traust eru gildi og leiðarljós fyrirtækisins.
Stjórnendur og mannauður
Forstjóri Mannverks er Jónas Már Gunnarsson, framkvæmdastjóri þróunar er Hjalti Gylfason.Framkvæmdastjóri fjármála er Sváfnir Gíslason. Skrifstofur Mannverks eru að Dugguvogi 2 í Reykjavík en fyrstu 6 árin voru skrifstofur staðsettar í Kópavogi. Starfsfólki Mannverks og undirverktökum hefur fjölgað ár frá ári frá stofnun félagsins. Í dag eru á þriðja tug starfsmanna auk fjölda undirverktaka. Starfsfólkið samastendur af reynslumiklum verkfræðingum og tæknimenntuði starfsfólki með fjölþætta reynslu á sviði framkvæmda og verkfræði. Fyrirtækið starfar á öllum sviðum er snúa að byggingastarfsemi bæði í eigin verkefnum og tekur þátt í völdum útboðsverkefnum.
„Við hjá Mannverki trúum því að byggingar eigi að vera fallegar og sú hugsjón hefur fylgt okkur allt frá upphafi. Við stofnuðum fyrirtækið því okkur langaði að leggja meira upp úr hönnun en áður hafði verið gert og frá því höfum við ekki hnikað í öllum okkar verkefnum.
„Mannverk er ungt og framsækið fyrirtæki. Við erum fagleg og viljum byggja upp traust gagnvart viðskiptavinum okkar. Hjá Mannverki starfar reynslumikið fólk með mikinn áhuga á sínu starfi, okkur þykir mikilvægt að starfsfólki og öðrum samstarfsaðilum líði vel og það sé gagnkvæm virðing á milli fólki. Við erum ánægð og stolt af okkar samstarfsaðilum og viljum til framtíðar ná árangri í okkar fagi. Með ISO vottuðu gæðakerfi og mikilli öryggisvitund þá reynum við alltaf að gera betur, læra af reynslunni og ná forskoti á markaði. Við hlökkum til framtíðarinnar.“ segir Jónas Már Gunnarsson, verkfræðingur (M.Sc Eng) forstjóri og eigandi.
Stefna
Það er markmið Mannverks að vörur og þjónusta fyrirtækisins uppfylli ávallt kröfur og væntingar viðskiptavina og starfsmanna um fagleg vinnubrögð. Mannverk stefnir enn fremur að því að vera leiðandi á þeim fjölmörgu sviðum sem fyrirtækið starfar á og hafa smekklega hönnun og persónulega þjónustu í heiðri á öllum stigum verkefna. Þessi markmið endurspeglast í gildum fyrirtækisins: Framsækni, fagmennska og traust.
Stefna Mannverks er að: • Vera fyrsta val viðskiptavina þegar kemur að byggingu og þróun verkefna • Vera framsækið fyrirtæki og ábyrgur aðili í byggingarframkvæmdum • Öll verkefni séu unnin af fagmennsku og heiðarleika • Efla vitund um öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismál í öllum verkefnum Mannverks • Skapa vinnuumhverfi sem er í senn skemmtilegt, faglegt og hvetjandi • Viðhafa menningu byggða á virðingu, metnaði og liðsheild.
ISO vottun og Svanurinn
Gæðamálin hafa ávalt verið í forgangi og er Mannverk stoltur handhafi ISO 9001:2015 vottunar sem fyrirtækið hlaut fyrir gæðastjórnunarkerfi sitt árið 2017. Með kerfinu er verið að tryggja gegnsætt verklag í framkvæmdum og faglega þjónustu. Heiðurinn á frábært starfsfólk Mannverks enda grundvallast gæðakerfið á þeirri þekkingu og reynslu sem býr innan fyrirtækisins og hjá starfsfólki þess.
Umhverfisvottun
Hjá stjórnendum Mannverks hefur verið mikill áhugi á því að gera mannvirkjagerð umhverfisvænni. Það var því mikill heiður þegar Umhverfisstofnun veitti Mannverki vottun norræna umverfismerkisins Svansins fyrir byggingu visthússins að Brekkugötu 2 í Garðabæ. Um er að ræða fyrsta umhverfisvottaða húsið á Íslandi og sem leyfishafi á Svansvottuðu húsi er Mannverk stolt af því að hafa rutt brautina fyrir byggingu fleiri vistvænna húsa hér á landi.
Verkefni
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Mannverk komið að fjölda margvíslegra verkefna og er orðið eitt af umsvifameiri byggingafyrirtækjum landsins. Verkefnin spanna allt frá íbúðarbyggingum til flóknari iðnaðarverkefna. Byggingarfélagið hefur á undanförnum árum byggt yfir 400 íbúðir kaupendur á almennum markaði, húsnæði fyrir félag eldri borgara og íbúðarhótel.
Félagið hefur einnig byggt þúsundir fermetra af atvinnuhúsnæði og má það einkum nefna byggingu Verne Global gagnavers að Ásbrú í Reykjanesbæ undanfarin ár. Mannverk tók þátt í hönnunarferli ásamt því að hafa yfirumsjón með öllum framkvæmdum. Eins má nefna að Mannverk vann að stækkun við Carbon Recycling International (CRI) Mentanol verksmiðju við Svartsengi í Grindavík. Hótelbyggingar hafa verið þó nokkrar og má þar nefna Eyja Guldsmith, Miðgarður Centerhotels við Hlemm, Swanhouse íbúðarhótel og Exeterhótelið við höfnina.
Markmið félagsins er að byggja næstu árin hagkvæmar íbúðir, sem eru ætlaðar litlum og meðalstórum fjölskyldum. Félagið vinnur einnig að þróunarverkefnum lóða og svæða, endurbótum og breytingum á eldra húsnæði.
Mannverk stendur fyrir nýrri nálgun í byggingu íbúðarhúsnæðis þar sem hagsmunir væntanlegra kaupenda eru hafðir að leiðarljósi allt frá fyrstu stigum. Í stað þess að einblína á að hámarka byggingarmagn vill fyrirtækið byggja húsnæði sem tekur mið af þörfum, kaupgetu og óskum viðskiptavina. Þannig er hægt að tryggja heildarlausnir fyrir hina fjölbreyttu hópa fólks sem leita til Mannverks.
Ráðgjöf og þróun
Mannverk sérhæfir sig einnig í framkvæmdar- og hönnunarráðgjöf á flestum stigum framkvæmda, s.s. byggingastjórnun, stýriverktaka, hönnunarstjórnun og verkefnastjórnun.
Mannverk vinnur stöðugt að þróun nýrra og spennandi verkefna og nýtur þess að vera framsækið fyrirtæki. Þróunarverkefni fela í sér ýmsa greiningarvinnu, skoða sviðsmyndir til framtíðar, greina markaðsaðstæður og gera áætlanir.
Grundvöllur Mannverks hvílir á góðu starfsfólki, gæfuríku samstarfi með traustum samstarfs-aðilum og undirverktökum.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd