Marel er eitt stærsta útflutningsfyrirtæki á Íslandi og er í fararbroddi á heimsvísu í þróun, framleiðslu og þjónustu á heildarlausnum og hugbúnaði til vinnslu á kjúklingi, kjöti og fiski. Fyrirtækið er alþjóðlegt og hjá því vinna um 6800 manns í um 30 löndum. Viðskiptavinir þess eru matvælaframleiðendur í yfir 140 löndum sem eiga það sameiginlegt að vilja tækni- og sjálfvirknivæða framleiðsluhætti sína og hámarka afköst, nýtingu, og gæði. Vöruúrvalið hjá Marel er allt frá stökum tækjum upp í heil vinnslukerfi, hugbúnað, þjónustu og varahluti. Markmið starfseminnar er að útvega heildarlausnir til matvælavinnslu, allt frá frumvinnslu hráefnis til pökkunar í neytendaumbúðir ásamt hugbúnaði sem tengir vinnslulausnir saman og tryggir rekjanleikja og matvælaöryggi. Sýn Marel er að umbylta matvælaframleiðslu á heimsvísu í samstarfi við viðskiptavini sína með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi.
Nýsköpun
Með stöðuga nýsköpun að leiðarljósi hefur Marel vaxið úr sprotafyrirtæki í heimsleiðtoga á sínu sviði. Fyrirtækið ver 6% af tekjum í nýsköpun á hverju ári, ásamt því að auka vöruframboð og styrkja alþjóðlegt sölu- og þjónustunet sitt með stefnumótandi yfirtökum á öðrum fyrirtækjum. Marel nýtir stafræna tækni, sýndarveruleika, gervigreind og tauganet til þess að þróa lausnir og hugbúnað sem gera viðskiptavinum þess kleift að hámarka nýtingu á verðmætu hráefni, bæta afköst, takmarka sóun og tryggja rekjanleika og matvælaöryggi. Með því að safna og vinna úr gögnum úr vinnslulaunsum hjálpar Marel viðskiptavinum sínum að nýta mannafla sem best, bjóða upp á fyrirbyggjandi þjónustu sem kemur í veg fyrir bilanir í verksmiðum og tryggja að dýrmætt hráefni fari ekki til spillis. Marel vinnur samkvæmt heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Þekking og geta fyrirtækisins hefur rutt veginn til framfara og gerir viðskiptavinum kleift að fæða ört vaxandi mannkyn á sjálfbæran og hagkvæman hátt með hágæða matvælum, sem kýs líf í borgum fram yfir líf í dreifbýli. Með tækjum og hugbúnaði Marel öðlast matvælaframleiðendur þekkingu og getu til að fullnýta hráefni á hagkvæman, öruggan og rekjanlegan hátt og nýta auðlindir sem best. Viðskiptavinir Marel eru matvælaframleiðendur í yfir 140 löndum víðsvegar um heiminn. Alþjóðlegt þjónustu- og sölunet Marel telur yfir 2,200 sérfræðinga í yfir 30 löndum sem þjónusta viðskiptavini af metnaði í öllum heimsálfum.
Stjórnarhættir
Traustir og sanngjarnir stjórnunarhættir eru hafðir að leiðarljósi hjá Marel til að hámarka árangur og bæta samfélagið. Í stjórn og framkvæmdastjórn fyrirtækisins sitja konur jafnt sem karlar, með víðtæka þekkingu og reynslu í farteskinu. Marel tryggir jafnrétti í launum og tækifærum og býður starfsfólki upp á frekari menntun og þróun í starfi. Með góðum viðskiptaháttum, nýsköpun og samstarfi tryggir Marel að viðskiptavinir, hluthafar og samfélagið allt hagnist til lengri tíma. Fyrirtækið er almenningshlutafélag sem stofnað var árið 1983. Það á upphaf sitt að rekja til hóps frumkvöðla við rannsóknarstörf við Háskóla Íslands sem vann að því markmiði að hanna rafeindavog sem sem safnaði og nýtti gögn til þess að hámarka nýtingu verðmætra sjávarafurða fyrir fiskframleiðendur. Marel er eitt elsta fyrirtækið á íslenskum hlutabréfamarkaði, en það var skráð í Kauphöll Íslands árið 1992. Frá árinu 2019 hefur Marel einnig verið skráð á markað í Euronext kauphöllina í Amsterdam í Hollandi.
Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Garðabæ og forstjóri þess er Árni Oddur Þórðarson.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd