Árið 2025 var tímamótaár fyrir Marel. Í byrjun árs lauk ferli sem hófst með yfirtökutilboði JBT í apríl 2024, þegar Marel varð hluti af JBT Marel Corporation. Hlutabréf fyrirtækisins hófu formlega viðskipti á bæði NYSE og Nasdaq Iceland þann 2. janúar, sem markaði innlimun Marel í alþjóðlega samstæðu með breiðari markaðsaðgang og aukna samkeppnishæfni.
Í árslok kynnti fyrirtækið undir merkjum JBT Marel Fish nýjan sjávarvinnslubúnað, sjálfvirka lausn sem ber heitið EVi. Tækið var hannað til að auka sjálfvirkni, nákvæmni og gæðastjórnun við hreinsun á fiski og er talið lykilskref í stefnu fyrirtækisins um að nýta tækniþróun til að bæta afköst og rekstur í sjávarvinnslumarkaði.
Þessi þróun – samruni við JBT og innleiðing nýrrar sjálfvirknitækni – undirstrikar hraða umbreytingu Marel í átt að stafrænum og sjálfvirkum lausnum fyrir matvælaiðnað á heimsvísu.
Í apríl 2024 var undirritað formlegt samkomulag milli Marel og bandaríska tæknifyrirtækisins JBT um yfirtöku Marel. Samkomulagið var samþykkt af stjórnum beggja fyrirtækja og markaði upphaf umfangsmikillar sameiningar sem átti að styrkja stöðu Marel á alþjóðlegum matvælatækni- og búnaðarmarkaði. Ferlið krafðist samþykkis eftirlitsaðila og lauk ekki fyrr en seint á árinu, þegar viðskiptin voru formlega kláruð og Marel varð hluti af JBT-samstæðunni.
Þrátt fyrir að samrunaferlið væri í gangi hélt Marel áfram að sýna sterka þróun á hausti 2024. Fyrirtækið kynnti nýjar fjárhagslegar ráðstafanir sem styrktu rekstur og hélt áfram að þróa vörusvið sitt með áherslu á sjálfvirkni, stafrænar lausnir og nýsköpun. Marel lagði sérstaka áherslu á að viðhalda þjónustu við viðskiptavini og tryggja að samþætting við JBT myndi skapa aukið virði fyrir markaðinn.
Sameiningin við JBT var stórt skref í sögu Marel og opnaði nýja möguleika til að nýta sameiginlega þekkingu, tækni og dreifikerfi. Með þessu varð til öflug alþjóðleg samstæða sem hefur burði til að leiða tæknivæðingu matvælaiðnaðarins á heimsvísu.
Í maí 2023 kynnti Marel framtíðarsýn sem markaði tímamót í starfsemi fyrirtækisins. Áherslan færðist frá hefðbundinni framleiðslu yfir í aukna stafræna nálgun, sjálfvirkni og nýsköpun. Marel setti sér skýrt markmið um að efla stafræn kerfi og þjónustu, þar á meðal IoT-lausnir, gagnagreiningu og sjálfvirkar eftirlitskerfi, sem tryggja meiri skilvirkni og betri upplifun fyrir viðskiptavini.
Þessi stefna felur í sér að þjónusta og hugbúnaðarlausnir verða lykilþáttur í rekstrarvexti, með aukinni áherslu á endurteknar tekjur og samþættingu tækni við framleiðsluferla. Marel vill leiða stafræna umbreytingu í matvælaiðnaði með lausnum sem bæta rekstur, auka sjálfvirkni og styðja við sjálfbærni.
Framtíðarsýnin sem kynnt var í maí 2023 undirstrikar að Marel er ekki aðeins framleiðandi búnaðar, heldur tæknifyrirtæki sem byggir á nýsköpun, stafrænum lausnum og þjónustu sem skapar virði fyrir viðskiptavini um allan heim.
Höfuðstöðvar Marels í Garðabæ.
Marel hefur verið skráð í Kauphöll Íslands frá 1992 og var tvíhliðaskráð í Euronext kauphöllina í Amsterdam 2019.
Sýndarveruleiki er eitt af mörgun verkfærum í vöruþróunarferli MareL
FleXicut vatnskurðarvél er eitt dæmi um afrakstur áherslu Marel á nýsköpun og vöruþróun í samstarfi við viðskiptavini.
Hjá Marel starfa um 6.800 starfsmenn í yfir 30 löndum við fjölbreytt störf.
Hugbúnaður gegnir lykilhlutverki í hátækni matvælaframleiðslu í dag.
Sýn Marel er að umbreyta matvælavinnslu á heimsvísu í samstarfi við viðskiptavini með áherslu á hagkvæmni og sjálfbærni.
Gildi Marel eru metnaður, nýsköpun og samheldni
Marel skráð í 25 ár hjá Nasdaq, Times Square, New York.
Marel er eitt stærsta útflutningsfyrirtæki á Íslandi og er í fararbroddi á heimsvísu í þróun, framleiðslu og þjónustu á heildarlausnum og hugbúnaði til vinnslu á kjúklingi, kjöti og fiski. Fyrirtækið er alþjóðlegt og hjá því vinna um 6800 manns í um 30 löndum. Viðskiptavinir þess eru matvælaframleiðendur í yfir 140 löndum sem eiga það sameiginlegt að vilja tækni- og sjálfvirknivæða framleiðsluhætti sína og hámarka afköst, nýtingu, og gæði. Vöruúrvalið hjá Marel er allt frá stökum tækjum upp í heil vinnslukerfi, hugbúnað, þjónustu og varahluti. Markmið starfseminnar er að útvega heildarlausnir til matvælavinnslu, allt frá frumvinnslu hráefnis til pökkunar í neytendaumbúðir ásamt hugbúnaði sem tengir vinnslulausnir saman og tryggir rekjanleikja og matvælaöryggi. Sýn Marel er að umbylta matvælaframleiðslu á heimsvísu í samstarfi við viðskiptavini sína með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi.
Nýsköpun
Með stöðuga nýsköpun að leiðarljósi hefur Marel vaxið úr sprotafyrirtæki í heimsleiðtoga á sínu sviði. Fyrirtækið ver 6% af tekjum í nýsköpun á hverju ári, ásamt því að auka vöruframboð og styrkja alþjóðlegt sölu- og þjónustunet sitt með stefnumótandi yfirtökum á öðrum fyrirtækjum. Marel nýtir stafræna tækni, sýndarveruleika, gervigreind og tauganet til þess að þróa lausnir og hugbúnað sem gera viðskiptavinum þess kleift að hámarka nýtingu á verðmætu hráefni, bæta afköst, takmarka sóun og tryggja rekjanleika og matvælaöryggi. Með því að safna og vinna úr gögnum úr vinnslulaunsum hjálpar Marel viðskiptavinum sínum að nýta mannafla sem best, bjóða upp á fyrirbyggjandi þjónustu sem kemur í veg fyrir bilanir í verksmiðum og tryggja að dýrmætt hráefni fari ekki til spillis. Marel vinnur samkvæmt heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Þekking og geta fyrirtækisins hefur rutt veginn til framfara og gerir viðskiptavinum kleift að fæða ört vaxandi mannkyn á sjálfbæran og hagkvæman hátt með hágæða matvælum, sem kýs líf í borgum fram yfir líf í dreifbýli. Með tækjum og hugbúnaði Marel öðlast matvælaframleiðendur þekkingu og getu til að fullnýta hráefni á hagkvæman, öruggan og rekjanlegan hátt og nýta auðlindir sem best. Viðskiptavinir Marel eru matvælaframleiðendur í yfir 140 löndum víðsvegar um heiminn. Alþjóðlegt þjónustu- og sölunet Marel telur yfir 2,200 sérfræðinga í yfir 30 löndum sem þjónusta viðskiptavini af metnaði í öllum heimsálfum.
Stjórnarhættir
Traustir og sanngjarnir stjórnunarhættir eru hafðir að leiðarljósi hjá Marel til að hámarka árangur og bæta samfélagið. Í stjórn og framkvæmdastjórn fyrirtækisins sitja konur jafnt sem karlar, með víðtæka þekkingu og reynslu í farteskinu. Marel tryggir jafnrétti í launum og tækifærum og býður starfsfólki upp á frekari menntun og þróun í starfi. Með góðum viðskiptaháttum, nýsköpun og samstarfi tryggir Marel að viðskiptavinir, hluthafar og samfélagið allt hagnist til lengri tíma. Fyrirtækið er almenningshlutafélag sem stofnað var árið 1983. Það á upphaf sitt að rekja til hóps frumkvöðla við rannsóknarstörf við Háskóla Íslands sem vann að því markmiði að hanna rafeindavog sem sem safnaði og nýtti gögn til þess að hámarka nýtingu verðmætra sjávarafurða fyrir fiskframleiðendur. Marel er eitt elsta fyrirtækið á íslenskum hlutabréfamarkaði, en það var skráð í Kauphöll Íslands árið 1992. Frá árinu 2019 hefur Marel einnig verið skráð á markað í Euronext kauphöllina í Amsterdam í Hollandi.
Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Garðabæ og forstjóri þess er Árni Oddur Þórðarson.
JBT Marel / Marel
Atvinnugreinar
Upplýsingar
Lesa bókina