Stólpi

  • 2025
    Rekstur eflist
    [acf_repeater_gallery repeater="company_timeline" gallery="section_images"]

    Á árinu 2025 heldur reksturinn innan samstæðu Stólpa áfram að eflast. Nokkur tengd fyrirtæki innan hópsins hljóta viðurkenningar fyrir árangursríkan rekstur, og endurspegla þær áframhaldandi vöxt og styrkingu í starfsemi sem áður heyrði undir Máttarstólpa ehf.

  • 2023
    Þáttaskil

    Í byrjun árs 2023 urðu þáttaskil í sögu Máttarstólpa ehf. þegar Styrkás hf. gerði kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í þeim félögum sem tilheyrðu samstæðu félagsins. Um var að ræða fyrirtæki á borð við Stólpi Gáma, Stólpi Smiðju, Klettaskjól, Stólpa, Tjónaþjónustuna og Alkul. Kaupin markaða upphaf nýrrar skipanar og sameiningar starfseminnar innan stærri samstæðu.

  • 2022
    Samantekt úr Ísland 2020, atvinnuhættir og menning
    [acf_repeater_gallery repeater="company_timeline" gallery="section_images"]

    Stólpi ehf. var stofnaður árið 1974 af Þorláki Ásgeirssyni. Fyrstu árin starfaði Stólpi á sviði byggingastarfsemi í Mosfellsbæ og víðar. Um 1980 færðist starfsemin yfir í þjónustu við fasteignir og tjónaviðgerðir á fasteignum fyrir tryggingafélög. Starfsemi á sviði gámaviðgerða og tengdra verkefna fyrir skipafélög hófst fljótlega eftir 1980. Gámatengd starfsemi hófst við Skúlagötu og fluttist í Sundahöfn árið 1988. Þar hefur starfsemin vaxið og einnig inn á ný starfssvæði. Meginstarfsemin í dag er í Klettagörðum og Sægörðum við Sundahöfn og við Óseyrarbraut við Hafnarfjarðarhöfn.
    Starfsemin hefur vaxið og þróast allt frá stofnun og er Stólpa-fyrirtækjasamsteypan í dag mynduð af nokkrum félögum:

    Sérhæfing og starfsemi
    Stólpa-fyrirtækin eru sérhæfð á sviði fasteignaviðgerða fyrir tryggingafélög, á sviði gámaviðgerða og á sviði sölu og leigu á hvers kyns gámum og gámaeiningum, s.s. vinnubúðum. Viðgerðir og viðhald á fasteignum fyrir tryggingafélög og fasteignaeigendur.
    Starfsemi Stólpa-Gáma hefur vaxið hröðum skrefum á undanförnum árum og er meginmarkmið fyrirtækisins að vera leiðandi á sínu sviði. Stólpi styður myndarlega við góð málefni af ýmsum toga og lætur styrki af hendi rakna til björgunarsveita, góðgerðarfélaga og íþróttafélaga.
    Stólpa-fyrirtæki hafa verið í hópi framúrskarandi fyrirtækja frá árinu 2015. Velta samsteypunnar er á annan milljarð króna.

    Megin starfsemi og sérhæfing Stólpa-Gáma (www.stolpigamar.is) er:
    Kaup á gámum innanlands
    Innflutningur á gámum og gámahúsum af öllum gerðum
    Leiga gáma og hvers konar gámahúsa á innanlandsmarkaði
    Sala gáma og hvers konar gámahúsa á innanlandsmarkaði
    Viðgerðir á gámahúsum
    Þjónusta við leigutaka og kaupendur gáma
    Varsla geymslugáma fyrir viðskiptavini
    Megin starfsemi og sérhæfing Stólpa (www.stolpiehf.is) er:
    Viðgerðir og viðhald á fasteignum fyrir tryggingafélög og fasteignaeigendur

    Megin starfsemi og sérhæfing Stólpa-Smiðju er:
    Gámaviðgerðir fyrir skipafélög
    Viðgerðir á yfirbyggingu flutningavagna
    Hvers konar viðgerðir og viðhald á gámum og tengdum búnaði

    Megin starfsemi og sérhæfing Tjónaþjónustunnar er:
    Sérhæfður búnaður til viðbragða við vatnstjónum
    Þjónusta við tryggingafélög

    Klettaskjól ehf.
    Fasteignafélag

    Mannauður
    Stólpa hefur haldist vel á starfsfólki í gegnum tíðina og starfsmannavelta er lítil. Í dag starfa um 35 manns hjá Stólpa-fyrirtækjunum og hefur fjöldi þeirra vaxið jafnt og þétt síðustu ár. Í eðlilegu umhverfi er lögð áhersla á að efla samheldni starfsmanna með ýmsum hætti og gleðistundum. Öllum fyrirmælum og reglum Almannavarna hefur verið fylgt eins og kostur er á, svo sem eins og handþvotti og fjarlægðarmörkum. Forstjóri Stólpa er Ásgeir Þorláksson en Hlynur Jónsson er aðstoðarframkvæmdastjóri.

Stjórn

Stjórnendur

Stólpi

Gullhellu 2,
221 Hafnarfirði
5680100

Atvinnugreinar

Upplýsingar

1 / ?

Lesa bókina