Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga hóf starfsemi árið 1979 og álverið á Grundartanga árið 1998. Síðan þá hefur Vesturland notið blómlegrar atvinnuuppbyggingar vegna þessara fyrirtækja. Margvísleg fyrirtæki sem tengjast starfsemi þessara stóriðjufyrirtækja með ýmsum hætti hafa síðan skotið rótum á Grundartanga. Eitt þeirra fyrsta var GT Tækni ehf., nú Meitill GT Tækni ehf., sem tók að sér nýsmíði og fyrirbyggjandi viðhald með fjölbreytta iðn- og tækniþekkingu á fjölbreyttum tækjabúnaði á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga. Starfsemin snérist einnig að stórum hluta að reglubundnu viðhaldi og eftirliti hjá járnblendiverksmiðunni ásamt því að sinna bakvaktarþjónustu og efnissölu á svæðinu. Í dag hefur bæst í viðskiptamannnaflóruna og eru nú helstu viðskiptavinir Meitils GT Tækni ehf. Elkem Ísland, Norðurál, Vegagerðin, Klafi og Eimskip sem öll eru með starfsemi sína, að hluta eða öllu leyti, á Grundartanga eða í nágrenni.
Fyrirtæki á öflugu athafnsvæði á Grundartanga
Eftir að Íslenska járnblendifélagið á Grundartanga var selt til norska fyrirtækisins Elkem ASA var starfsemin stokkuð upp með það fyrir augum að auka hagræðingu og skerpa línurnar í allri kjarnastarfsemi. Í þessu skyni voru nokkur sjálfstæð fyrirtæki stofnuð í kringum afmarkaðar rekstrareiningar hjá Elkem á Íslandi.
Þannig breyttist Tæknideild Íslenska járnblendifélagsins árið 2002 yfir í nýtt einkahlutafélag, GT Tækni ehf., þar sem upphaflega störfuðu um 25 manns. Í réttu hlutfalli við aukinn vöxt og viðgang á Grundartanga sem öflugs athafnasvæðis hefur fyrirtækið vaxið og dafnað að umfangi. Elkem Ísland sem upphaflegur eingaraðili að GT Tækni ehf. vildi árið 2009 að fyrirtækið myndi alfarið einblína á þjónustu við sig. Því var árið 2009 fyrirtækið Meitill ehf. stofnað til þess að sinna þjónustu við aðra viðskiptavini en Elkem Ísland. Þó hér væri um tvö hlutafélög að ræða þá voru þau rekin undir sama hatti, á sama stað, undir sömu stjórn og buðu upp á sömu þjónustu.
Eftir að Elkem Ísland selur sig alfarið út út GT Tækni ehf. er ákveðið að sameina starfsemi þessara fyrirtækja og nafnabreyting var gerð. Allir starfsmenn GT Tækni ehf. voru ráðnir yfir til Meitils ehf. og í dag eru sameinuð fyrirtæki GT Tækni og Meitils rekin undir nafninu Meitill GT Tækni ehf.
Starfsfólk og aðsetur
Starfsmannafjöldi Meitils GT Tækni er í dag þegar þetta er skrifað um 55 manns, sem að mestu eru vélvirkjar, rafvirkjar og bifvélavirkjar. Meginhlutinn af þessum mannskap býr að áratuga reynslu og kunnáttu á sínu sviði og hafa starfað hjá fyrirtækinu frá upphafi. Hafa ber í huga að aðstæður í málmbræðslum eru ólíkar hefðbundum iðnaði og byggist sérþekking starfsfólksins ekki síst á því að vinna í umhverfi þar sem ríkir mikill geislahiti og ryk ásamt fljótandi málmslettum við krefjandi aðstæður. Starfsaðstaða Meitils GT Tækni og höfuðstöðvar eru í rúmlega 3.200 fm húsnæði sem staðsett er mitt á milli Elkem Ísland og álversins Norðuráls.
Vottun og viðurkenning
Frá upphafi starfseminnar hefur verið lögð á það áhersla að koma á viðurkenndu gæðakerfi hjá fyrirtækinu og árið 2012 náði Meitill GT Tækni ehf. þeim áfanga og fékk ISO 9001: 2015 vottun frá vottunarfélaginu BSI. Markmiðið var og er að þróa öfluga gæðastýringu, þar sem í senn er unnið að öruggara starfsumhverfi fyrir stafsmenn svo og aukinni framleiðni hjá fyrirtækinu. Einnig hefur fyrirtækið í áraraðir hlotið viðurkenningu frá Creditinfo sem eitt af fáum fyrirtækjum á Íslandi sem hlotið hafa þá viðurkenningu að vera framúrskarandi.
Starfsemin
Starfsemi Meitils GT Tækni ehf. er skipt upp í vélasverkstæði, rafmagnsverkstæði og farartækjaverkstæði ásamt mikilvægum stoðdeildum efnissölu og þjónustu.
Vélaverkstæði: Almennt verksmiðjuviðhald hjá stóriðjunni á Grundartanga. Mikil þekking á sérhæfðu viðhaldi í stóriðju. Rekstur véla-, renni- og járnsmíðaverkstæða ásamt framleiðslu á skauthólkum fyrir rafskaut og endurbygging állokskerja. Unnið er í 3.200 fm húsnæði með 11,5 m lofthæð og tólf stórum aðkeyrlsuhurðum. Þar eru fyrir hendi fjórir brúkranar sem eru með 5-15 tonna lyftigetu. Einnig hluti starfsmannanna með löggilda suðuvottun.
Rafmagnssvið: Almennt verksmiðjuviðhald hjá stóriðjunni Grundartanga. Mikil þekking á sérhæfðu verksmiðjuviðhaldi í stóriðju. Starfsmenn búa bæði að A og B löggildingu og eru því færir um að fást ýmist við há- eða lágspennu sem t.d. hefur nýst vel í Hvalfjarðargöngunum. Verkstæðið er upp á 115 fm og er þar til staðar einn stór brúkrani auk stórrar aðkeyrsluhurðar.
Farartækjaverkstæði: Viðgerðir á öllum farartækjum af hvaða tagi sem er, bifreiðar eða vinnuvélar sem ná allt upp í 50 tonna lyftara. Starfsmenn farartækjaverkstæðis búa einnig að mikilli sérþekkingu og kunnáttu á sérsmíðuðum farartækjum fyrir ál-, og kísilver sem eru hönnuð fyrir sérhæð verkefni og til að standast álagið og aðstæðurnar sem ríkja í nálægð við málmbræðsluofna.
Efnissala: Innkaup á vörum og endursölu, sem og sölu á eigin framleiðslu ásamt lagerumsjón. Einnig hefur lagerinn umsjón með framleiðslu á háþrýstislöngum ásamt tengdum búnaði auk annarar þjónustu. Vefsíða: meitill.is
Eftir opnun járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga árið 1979 hefur svæðið notið blómlegrar atvinnuuppbyggingar þar sem ýmis tengd fyrirtæki hafa skotið rótum. Eitt þeirra er GT Tækni sem tekur að sér nýsmíði og fyrirbyggjandi viðhald með ýmsum tækjabúnaði á iðnaðarsvæðinu við Grundartanga og nágrenni. Að öðru leyti snýst starfsemin einnig um reglubundið eftirlit og bakvaktir ásamt efnissölu. Helstu viðskiptavinir eru Elkem Ísland, Klafi, Norðurál, Spölur og Faxaflóahafnir.
Vaxandi fyrirtæki á öflugu athafnasvæði
Eftir að Íslenska járnblendifélagið á Grundartanga var selt til norska fyrirtækisins Elkem ASA var starfsemin stokkuð upp með það fyrir augum að auka hagræðingu og skerpa línurnar í allri kjarnastarfsemi. Í þessu skyni voru nokkur sjálfstæð fyrirtæki stofnuð í kringum afmarkaðar rekstrareiningar.
Þannig breyttist Tæknideild Íslenska járnblendifélagsins í nýtt einkahlutafélag, GT Tækni, þar sem upphaflega störfuðu um 25 manns. Í réttu hlutfalli við aukinn vöxt og viðgang Grundartanga sem öflugs athafnasvæðis hefur fyrirtækið vaxið og dafnað að umfangi. Starfsemin fer nú fram í rúmlega 3.000 fm húsnæði. Í dag er starfsmannafjöldi GT Tækni um 80 manns sem að mestu eru bifvéla-, raf-, rafeinda- og vélvirkjar. Meginhlutinn af þessum mannskap býr að áratuga reynslu og kunnáttu á sínu sviði. Hafa ber í huga að aðstæður í málmbræðslum eru ólíkar hefðbundnum iðnaði og byggist sérþekking starfsfólksins ekki síst á að vinna í umhverfi þar sem ríkir t.d. mikill geislahiti og ryk ásamt fljótandi málmslettum.
Þegar þetta er ritað er GT Tækni að vinna að innleiðingu á gæðakerfi samkvæmt ISO 9001: 2008 vottun. Markmiðið er að þróa fram öfluga gæðastýringu þar sem í senn er unnið að aukinni framleiðni og öruggara starfsumhverfi.
Starfsemin
Starfsemi GT Tækni er skipt upp í vel tækjavædd vélasvið og rafmagnssvið ásamt mikilvægum stoðdeildum farartækjaverkstæðis og efnissölu.
Hluthafar GT-Tækni:
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd