Merking var stofnuð árið 1979 og hefur verið leiðandi á sínu sviði allar götur síðan. Við erum stolt af okkar viðskiptamannahópi og ekki síður af starfsfólki okkar. Merking er alhliða skiltagerð, plexigler, ljósaskilti, umferðamerki, sýningar og margt fleira.
Einnig framleiðum við fjöldan allan af ýmsum vörum. Þar með talið vörustanda og álíka
lausnir fyrir verslanir, fyrirtæki og einstaklinga. Fallega merkt fyrirtæki vekur athygli. Hvort sem um er að ræða gluggamerkingar, bílamerkingar, ljósaskilti, auglýsingaskilti innan- eða utandyra þá finnur þú lausnina hjá Merkingu.
Starfsfólk
Í merkingu starfa að jafnaði um 40 – 50 manns allt árið, fagfólk með áratuga reynslu sem leggur
metnað sinn í vandaða vinnu og faglegar lausnir. Framkvæmdastjóri er Pétur Ingi Arnarson
og framleiðslustjóri er Hilmar Eiríksson.
Starfsemin
Þú pantar og við framleiðum og afhendum ýmist uppsett eða ekki, allt eftir þínum óskum.
Umferðarmerki, umhverfismerkingar hverskonar og öryggismerkingar er eitt af sérsviðum
okkar. Þær eru framleiddar ýmist eftir sérþörfum hvers og eins eða þeim stöðlum sem við eiga
hverju sinni. Á heimasíðunni er hægt að finna upplýsingar um nánast allar slíkar merkingar
og hægt að panta þar. Ljósmyndadeildin er vaxandi hluti af okkar starfsemi. Þar getur þú
valið um myndir límdar á ál, foam, MDF eða plexígler. Einnig getum við prentað beint á ál,
striga eða önnur efni ef við á.
Öflugur tækjakostur og blandaðar lausnir
Á málmsmíðaverkstæðinu okkar smíðum við hvers kyns ljósaskilti sem og önnur skilti.
Einnig starfrækjum við öflugt plastverkstæði þar sem við nýtum okkur cnc tölvuskurðar tækni
eins og laserskurð og tölvufræsara til að framleiða vörur úr plexigleri, krossvið, áli meðal annars.
Það er ekki sama hvernig efni er notað í framsetningu hvort sem um er að ræða timbur, ál, plast,
mdf eða önnur efni. Okkar ráðgjöf og reynsla miðast við að finna bestu lausn hverju sinni.
Að auki bjóðum við upp á umhverfisvænar lausnir sem alltaf eru að aukast.
Við nálgumst hvert verkefni út frá greinagóðri þarfagreiningu sem tekur mið af viðeigandi hönnun, endingartíma og nýtingu. Síðast en ekki síst ræður Merking yfir fimm öflugum prentvélum, en sú stærsta getur prentað á allt að 5 metra breiðan flöt í einu.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd