Meta ehf. var stofnað á Fáskrúðsfirði í júni 2006, eigandi Sævar Níelsson. Tilgangur var útgerð. Núverandi eigandi Ólafur Níels Eiríksson kaupir fyrirtækið 2008. Þar til 2013 er fyrirtækið eingöngu rekið sem útgerðarfyrirtæki, en þá hefst einnig rekstur pípulagna og skyldrar starfsemi. Árið 2018 er bætt við öðrum starfsmanni. Árið 2020 bætist við rekstur á holræsisbíl og þjónustu í kringum hann. Starfsmenn eru 8 í dag.
Stjórnendur
Stjórnarformaður og framkvæmdastjóri er Ólafur Níels Eiríksson löggiltur pípulagna- og vélvirkjameistari, meðstjórnandi er Eiríkur Ólafsson vélfræðingur.
Starfsemin
Starfssvæði fyrirtækisins má segja að sé frá Djúpavogi til Vopnafjarðar. Félagið hefur stóran lager af flestum viðkenndum tegundum af pípu- og frárennslislögnum ásamt hreinlætistækjum að Grímseyri 6 á Fáskrúðsfirði. Höfuðtilgangur félagsins er pípulagnir og þá bæði nýlagnir og viðgerðir. Árið 2020 keypti félagið holræsisdælubíl og allan búnað sem er nauðsynlegur í kringum þann rekstur og hefur sú þjónusta aukist ört. Einnig er gerður út strandveiðibáturinn Gammur SU 20.
Tækjabúnaður
Félagið er með nýjan og góðan vélbúnað til flestra verka sem tilheyra pípulögnum, s.s. plastsuðuvélar upp í 500 mm. Fræsivél með ryksugubúnaði fyrir gólhitakerfi. Öll hefðbundin tæki og tól til pípulagna. Stóran og breiðan lager pípulagnefnis og frárennslislagna. Holræsisdælubíl með ýmsum búnaði til að leysa mismunandi verkefni, tæmingar, stíflulosanir o.fl. Myndavélar til notkunar í stórum sem og litlum lögnum. Félagið er vel búið bílum og búnaði til að taka að sér verkefni sem víðast.
Framtíðarsýn
Að gera betur í dag en í gær, stækka með markaðnum, taka nema í læri, hjálpa til við að lyfta píparaiðninni til vegs og virðingar, með vönduðum og góðum vinnubrögðum og tileinka sér nýjungar. Kaupa annan fullkominn dælubíl.
Aðsetur
Félagið festi kaup á húsnæði undir starfsemi sína að Grímseyi 6, Fáskrúðsfirði í lok desember 2020 og flutti alla starfsemina þangað í febrúar 2021.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd