MHG verslun ehf.

2022

Fyrirtækið MHG Verslun var stofnað síðla árs 2000, af Hilmari Árnasyni, viðskiptafræðingi
og Matthíasi Sveinssyni, rafmagnsiðnfræðingi. Þeir eru jafnframt núverandi eigendur ásamt Guðmundi Guðmundssyni, bifvélavirkja sem bættist í hóp eigenda árið 2001. Fyrirtækið MHG Verslun var stofnað á grundvelli eftirspurnar sem skapast hafði hér á landi eftir ýmis konar þjónustu við umhirðu golfvalla. Fyrirtækið náði því að festa sig í sessi frá upphafi og hefur átt mikilli velgengni að fagna á þeim vettvangi. MHG Verslun er nú stærsti innflutningsaðili landsins á golfvallarvélum. Jafnframt stendur fyrirtækið fyrir innflutningi á ýmis konar vinnuvélum, varahlutum og iðnaðarverkfærum. www.mhg.is

Starfsemin
Helstu viðskiptaaðilar fyrirtækisins eru verktakar, sveitarfélög, sjávarútvegur og golf- og fótboltavellir og hefur MHG Verslun lagt sig fram við að mæta kröfum viðskiptavina sinna um heildarlausnir. Aðföng fyrirtækisins koma aðallega frá þekktum framleiðendum í Bretlandi, Bandaríkjunum, Austurríki, Þýskalandi, Hollandi og Skandinavíu. MHG Verslun sem hefur frá upphafi verið í fararbroddi í innflutningi á golfvallarvélum ásamt ýmsum verkfærum og tækjum til nota á golfvöllum, hefur meðal annars umboð fyrir E-Z-GO golfbíla sem eru mest seldu golfbílar í heimi, golfvalla- og knattspyrnuvallavélar frá RANSOMES JACOBSEN og fræ og áburð frá GOLD CROP sem eru ein bestu fáanlegu fræ og áburður sem völ er á fyrir golf og knattspyrnuvelli. Einnig selur verslunin Redexim Charterhouse sáningarvélar og annan tækjakost til jarðvinnslu, ásamt vélum til hreinsunar á gervigrasi frá sama framleiðanda. Einnig selur verslunin sanddreifara og vélar til hreinsunar á gervigrasi frá GKB. Ennfremur má nefna innflutning á steypusögum, sláttuvélum, kjarnaborvélum, kjarnaborum, demants steinsagarblöðum og öðrum iðnaðarverkfærum frá þekktum framleiðslufyrirtækjum á borð við Husqvarna, Tyrolit, Gardena og Briggs&Stratton mótora og varahluti. Ennfremur hefur fyrirtækið bætt við vörulínum fyrir sjávarútveg svo sem Rafstöðvum, Bátavélum, Ljósbúnaði, Krönum og öðrum búnaði, Northern Lights Marine, Hella Marine, Roca Marine, Amco Veba Marine og Cummins.

Þjónustan
MHG Verslun hefur lagt sitt af mörkum til að veita fullnægjandi þjónustu og hafa ávallt á boðstólnum nýjustu tæki sem völ er á fyrir verktaka, golf-og fótboltavelli, sveitarfélaga ásamt fyrirtækjum í sjávarútvegi.
Þjónusta fyrirtækisins hefur því mælst vel fyrir og hefur notið mikillar viðurkenningar, t.d. frá Credit Info sem fyrirmyndarfyrirtæki frá 2017-2020. Starfsmenn fyrirtækisins, sem eru sex talsins, hafa kappkostað við að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu til að standa undir fagmannlegum væntingum og kröfum þeirra. Fyrirtækið hefur átt mikilli velgengni að fagna undanfarin ár og hefur dafnað ár frá ári. MHG verslun hefur sett sér það markmið að vera í fremstu röð á sínu sviði hér á landi með því að bjóða viðskiptavinum sínum hágæða vöru og þjónustu. Fyrirtækið hefur frá upphafi haft umhverfisvernd að leiðarljósi og yfirlýstan vilja til að styrkja góð málefni. MHG Verslun hefur aðsetur í 1000 fm húsnæði að Víkurhvarfi 8, 203 Kópavogi.

Starfsfólk
Matthías Sveinsson, stjórnarformaður, Hilmar Stefánsson, framkvæmdastjóri,
Guðný Sigurðardóttir, fjármálastjóri, Guðmundur Guðmundsson, þjónustustjóri,
Sverrir Karl Matthíasson, sölustjóri og Stefán Máni Ólafsson, vélvirki.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd