Starfsemi árið 2020
Árið 2020 starfaði Mikael ehf. að lokafrágangi fjögurra íbúða raðhúss sem félagið byggði á Höfn í Hornafirði árið 2019 auk uppsteypu á einu íbúðarhúsi og steypu grunns og botnplötu fleiri íbúðarhúsa. Meginverkefni félagsins var uppsteypa þriggja brúa á hringveginum yfir Steinavötn og Fellsá í Suðursveit og Kvíá í Öræfum.
Stofnendur og eigendur
Félagið var stofnað árið 1997 af þremur einstaklingum en frá árinu 2001 hefur Styrgerður Hanna Jóhannsdóttir verið eigandi heildarhlutafjár og stjórnarmaður þess. Eiginmaður hennar Gunnar Gunnlaugsson, byggingameistari hefur verið framkvæmdastjóri félagsins frá upphafi. Hann er jafnframt varastjórnarmaður félagsins.
Saga félagsins
Frá síðustu aldamótum hefur félagið annast margvíslegar framkvæmdir, þar á meðal smíði brúa yfir Hólmsá, Seyðisfjarðará, Ólafsfjarðará, Skaftá, Brúará, Hörgá, Fjarðará, Göngu-skarðsá, Uxahryggjaá, 3 brýr í Skriðdal, á Rangárvöllum og áðurnefndar brýr árið 2020. Auk brúarsmíða hefur félagið annast ótaldar byggingaframkvæmdir fyrir einstaklinga og fyrirtæki, fyrst og fremst við steinsteypuframkvæmdir. Nefna má stór verkefni, svo sem nýja sundlaug á Höfn, bryggjur á Höfn og Brjánslæk, gistihús að Árbæ, Hala og Smyrlabjörgum, íþróttahúsið Báruna á Höfn, fjósbyggingu Flateyjar á Mýrum og ferðaþjónustuhús í Vik í Mýrdal og við Fjallsárlón.
Af verkefnum síðustu ára má nefna raðhúsabyggingu að Hofi í Öræfum, tvær 5
íbúða íbúðablokkir og raðhúsabyggingu á Höfn. Hefur hér þó aðeins verið stiklað á stóru.
Vinnulag og starfsemi
Eins og fram hefur komið hefur Mikael ehf. einbeitt sér að steinsteypuframkvæmdum, hvort sem er við brúagerð, húsbyggingar og aðrar framkvæmdir. Þar sem verkefni félagsins hafa gjarnan verið vítt og breitt um landið hefur það komið sér upp færanlegum vinnubúðum til íbúðar fyrir starfsmenn og aðra aðstöðu á byggingarstöðum. Þá er félagið vel tækjum búið og hefur endurnýjað búnað sinn verulega á síðustu árum. Hjá félaginu vinna að jafnaði 12-14 starfsmenn með margvíslega starfsreynslu og réttindi. Framkvæmdastjóri hefur frá upphafi annast alla verkstjórn á framkvæmdasvæðum. Félagið telst stærsta verktakafyrirtæki á Hornafirði og nágrenni en heimili þess er að Norðurbraut 7 á Höfn.
Framtíðarhorfur
Verkefnastaöa Mikaels ehf. er góð fyrir árið 2021 og til framtíðar horft. Fyrir liggja verkefni við smíði tveggja einbýlishúsa auk þess sem félagið áformar byggingu tveggja íbúðablokka á Höfn. Auk þess liggja fyrir óskir um ýmis smærri verk. Í ljósi reynslu félagsins af brúarsmíði má ætla að verkefni á því sviði geti fallið til fyrirvaralítið á næstu árum.
Rekstur
Eiginfjárstaða félagsins er góð og rekstrarafkoma þess jákvæð undanfarin ár.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd