Á síðustu árum hefur Fasteignasalan Miklaborg styrkt stöðu sína sem eitt af leiðandi fyrirtækjum á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirtækið hefur lagt áherslu á faglega þjónustu og nýsköpun í markaðssetningu, meðal annars með samþættingu veflausna og fasteignakerfa sem auðvelda birtingu eigna á mörgum vettvöngum. Miklaborg hefur verið í fararbroddi við kynningu á nýjum íbúðaverkefnum, þar á meðal á svæðum eins og Vesturvin og Ártúnshöfði, og hefur lagt mikla áherslu á vandaða framsetningu og tæknilega lausnir sem bæta upplifun viðskiptavina.
Á tímabilinu hefur fyrirtækið einnig hlotið viðurkenningar fyrir góða starfsemi, meðal annars sem framúrskarandi fyrirtæki samkvæmt mati Creditinfo. Þessi viðurkenning endurspeglar stöðugleika og traust sem Miklaborg hefur byggt upp í greininni. Þrátt fyrir áskoranir á fasteignamarkaði á síðustu árum hefur fyrirtækið náð að aðlaga sig að breyttum aðstæðum og haldið áfram að veita þjónustu sem byggir á fagmennsku og traustum grunni.
Framtíðarsýn Miklaborgar felst í áframhaldandi þróun á þjónustu og tækninýjungum, með áherslu á að mæta þörfum viðskiptavina og tryggja að fasteignaviðskipti séu bæði skilvirk og örugg. Fyrirtækið hefur þannig fest sig í sessi sem traustur samstarfsaðili á íslenskum fasteignamarkaði.
Fasteignasalan Miklaborg var stofnuð árið 2007 af héraðsdómslögmönnunum og löggiltu fasteignasölunum Óskari Rúnari Harðarsyni og Jasoni Guðmundssyni en síðan þá hefur hún verið í eigu þeirra tveggja.
Aðsetur og mannauður
Miklaborg hafði upphaflega aðsetur í Síðumúla 13 en árið 2014, vegna aukins umfangs og starfsmannafjölda, færði hún sig um set og settist að í Lágmúla 4, í gömlu húsakynnum Úrvals Útsýnar. Frá stofnun fasteignasölunnar hefur hún dafnað og vaxið ört og fjöldi starfsmanna hartnær tífaldast síðan þá, frá fjórum í tæplega fjörutíu.
Þjónustulund og heiðarleiki
Miklaborg hefur ætíð lagt áherslu á ríka þjónustulund, örugg og heiðarleg viðskipti og framsækni í störfum sínum en Óskar og Jason telja að þessi atriði spili veigamikið hlutverk í því að skapa traust viðskiptavina, sem sé sér í lagi mikilvægt þar sem margir þeirra séu að eiga í stærstu viðskiptum ævi sinnar og treysti því að vel sé staðið að hlutunum. Til að tryggja hagsmuni viðskiptavina sinna hafa þeir lagt kapp á að allt þeirra kynningarefni sé aðgengilegt og innihaldi skilmerkilegar upplýsingar og hagnýtan fróðleik um fasteignaviðskipti og þær fasteignir sem eru til sölu hjá fyrirtækinu.
Framúrskarandi fyrirtæki
Einkunnarorð Mikluborgar eru gæði, fagmennska og árangur í starfi en vönduð vinnubrögð og gagnkvæmur ávinningur vega þungt í stefnu fyrirtækisins, sem hefur kristallast á ýmsum sviðum, til að mynda því að Creditinfo útnefndi fasteignasöluna sem framúrskarandi fyrirtæki, auk þess sem velta hennar er árlega sú hæsta á fasteignamarkaðnum.
Óskar og Jason þvertaka fyrir það að heiðurinn að velgengni fyrirtækisins sé einungis þeirra en þeir vilja þakka frábæru starfsfólki fyrirtækisins, nú- og fyrrverandi, þann árangur sem fyrirtækið hefur náð. Þeir segjast lukkulegir og happadrjúgir með hve lengi og vel fólk helst hjá þeim í starfi, sér í lagi í fagi þar sem starfsmannavelta er jafnan mikil.
Aðspurðir að því hvað þeir reyna að temja sér sjálfir í sínum daglegu viðskiptum minnast þeir á þegar frænka annars þeirra hafði á orði að viðskiptasambönd væru ekki byggð á einum degi og því væri nauðsynlegt að minna sig reglulega á það að hafa alla viðskiptavini í hávegum, sama hvort þeir væru að kaupa háhýsi eða herbergiskytru, því það væri aldrei að vita hvað framtíðin bæri í skauti sér. Það hafa reynst orð að sönnu fyrir þá Jason og Óskar í starfi þeirra hjá Mikluborg.
Samfélagsmál
Auk þess sem Miklaborg hefur farið mikinn í viðskiptalífinu lætur hún sitt ekki eftir liggja hvað varðar samfélagsmál en fasteignasalan hefur stutt við ýmis íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu, og hefur hún verið ötull styrktaraðili Landsbjargar og annarra hjálparsamtaka.
Fasteignasalan Miklaborg
Atvinnugreinar
Upplýsingar
Lesa bókina