Fyrirtækið MótX ehf. var stofnað 26. maí 2005 af Svani Karli Grjetarssyni og Sigríði Geirsdóttur. Vignir S. Halldórsson kom að rekstrinum skömmu síðar. Árið 2013 bættist Viggó Einar Hilmarsson í eigendahópinn. Árið 2020 selur Vignir sinn hluta fyrirtækisins til Svans og Viggó sem verða 50% eigendur hvor. Fyrirtækið hefur alltaf verið skráð í Kópavogi og er nú skráð að Hlíðasmára 19, 201 Kópavogi. Í árdaga fyrirtækisins var það skráð að heimili eigenda eða þar til það fluttist í Askalind 6, í Kópavogi og síðar í Hlíðasmára 19. Fyrirtækið sérhæfði sig fyrstu árin í byggingu sérbýla ásamt því að þjónusta Landsvirkjun og Rarik svo einhver dæmi séu nefnd. Árið 2012 fékk fyrirtækið úthlutað lóð við Þorrasali í Kópavogi frá þeim degi hefur fyrirtækið sérhæft sig í byggingu og sölu íbúða. Höfum við á undanförnum árum byggt yfir 450 íbúðir fyrir ánægða kaupendur. Þar á meðal Þorrasali 9-11, Kópavogtún 10-12, Bæjarlind 7-9, Vefarastræti Mosfellsbæ, Árskóga 1-3, Austurkór 3 og Elliðabraut 12-22. Fyrirtækið fékk verðlaun fyrir byggingarnar í Þorrasölum 9-11, Kópavogtúni 10-12, Bæjarlind 7-9 frá umhverfisnefnd Kópavogs.
MótX byggir íbúðir á egin reikning
Fyrirtækið hefur sérhæft sig í byggingu vandaðra íbúða. Mætti nefna að MótX er eitt af fyrstu fyrirtækjunum til að hafa háþróað loftræstikerfi í sínum eignum (sjá á www.ellidabrautin.is).
Í ársbyrjun 2021 er verið að klára 128 íbúðir við Elliðabraut í Norðlingaholti og að byrja á 28 íbúðum í Urriðaholti í Garðabæ. Stefnir fyrirtækið á áframhaldandi uppbyggingu á spennandi stöðum.
Þann18. október 2020 var þessi færsla sett á Facebook hjá MótX:
Í gær afhentum við hjá MótX Félagsbústöðum 30 íbúðir að Elliðabraut 12. Þetta eru glæsilegar íbúðir sem að munu verða afhentar skjólstæðingum Félagsbústaða á næstu vikum og mánuðum. Milligöngu um söluna hafði Heimili, fasteignasala.
Þann 11. nóvember 2020 mátti lesa þess færslu á Facebook síðu MótX:
Í bólin fyrir jólin? Nú eru síðustu byggðu bólin að Elliðabraut 12-22 komin í sölu hjá völdum fasteignasölum. Nú þegar eru yfir 80% af eignunum seldar og því fer hver að verða síðastur. Frábær staðsetning fyrir þá sem kjósa nálægð við náttúru og gönguleiðir. Afhending á tímabilinu mars-júní ‘21 en örfáar eignir eru þó lausar strax.
Reisa fjölbýlishús fyrir um tvo milljarða í Kópavogi
Í viðtali við Helga Vífil Júlíusson á MBL kom fram að verktakafyrirtækið MótX vinnur að því að reisa tvö fjölbýlishús í Kópavogi. Um er að ræða fjárfestingu fyrir samtals um tvo milljarða króna. Annars vegar er um að ræða 35 íbúða fjölbýlishús í Þorrasölum og hins vegar 28 íbúða fjölbýlishús í Kópavogstúni. Verið er að ljúka við uppsteypu á húsnæðinu í Þorrasölum og fyrsta skóflustunga í Kópavogstúni verður tekin í sumar. Íbúðirnar verða 100 til 150 fermetrar að stærð. Byggingafélagið Silfurhús stendur að framkvæmdinni en aðalverktaki framkvæmdanna er MótX sem jafnframt er hluthafi í Silfurhúsum.
„Það hefur skapast rými fyrir unga menn að láta til sín taka í verktakabransanum,“ segir Svanur Karl Grjetarsson, annar eigandi MótX. „Það eru að verða kynslóðaskipti. Margir af gömlu jöxlunum hafa ekki látið til sín taka eftir kreppuna. Það þarf ekki að vera vegna þess að þeir urðu gjaldþrota, heldur hafa þeir ákveðið að láta gott heita,“ segir Vignir Steinþór Halldórsson, eigandi í MótX. Sagt er að þeir sem eldri séu í þessum geira og enn að, hafi oftar en ekki verið með ákveðin verkefni í vinnslu við hrunið sem þeir hafi kosið að ljúka við. Hinir yngri kaupi lóðir og byrji á nýjum verkefnum. Steinþór nefnir að árlega þurfi 1.200-1.500 nýjar íbúðir á ári. Á árunum fyrir hrun hafi verið byggðar alltof margar íbúðir eða um 3.500 íbúðir árlega, en eftir hrun nánast ekki neitt. Engu að síður sé margt ungt fólk að stíga sín fyrstu skref inn á íbúðamarkaðinn. Það sé því klárlega skortur á íbúðarhúsnæði. „Það er mikið talað um sex þúsund tómar íbúðir í fjölmiðlum en þær eru utan höfuðborgarsvæðisins,“ segir hann.
Í ljósi þessa húsnæðisskorts og meiri bjartsýni hjá Íslendingum segjast þeir treysta sér til að ráðast í þessar framkvæmdir. Það er talað um að byggingarkostnaður sé of hár miðað við fermetraverð. Aðspurðir hvernig þau mál horfa við þeim segjast þeir gæta þess að yfirbygging fyrirtækisins sé lítil. Þeir vinni báðir á byggingarstöðum, auk þess sem fyrirtækið sinni verkefnum fyrir aðra, og með þeim hætti megi nýta mannaflann, sem telur um 20 manns, sem best. MótX hefur meðal annars smíðað tvö einbýlishús nokkru eftir hrun fyrir fólk sem kosið hefur að flytja aftur til Íslands eftir að hafa búið erlendis. Þegar eru 25 áhugsamir um að kaupa íbúðir í Þorrasölum og það styttist í að Kópavogstún fari í sölu. „Þegar um er að ræða svona skemmtilega staðsetningu og vönduð hús, hafa margir áhuga á að festa sér eign,“ segir Svanur. Þann 27. apríl 2018 var fyrsta skóflustunga tekin að 128 íbúðum við Elliðabraut 12-22 í Reykjavík. Um er að ræða stærsta einstaka verkefni sem MótX hefur ráðist í og hefur verið vandað til verka við allan undirbúning og framkvæmdir frá upphafi. Fjölbýlishúsin eru sex talsins með alls 128 íbúðum. MótX og AXIS eru í samstarfi við að innrétta húsin og verða allar íbúðirnar með innréttingum og hurðum frá AXIS. Vinna við að innrétta fyrsta húsið af sex er hafin og uppsetningarmenn AXIS byrjaðir að setja upp innréttingar. MótX og AXIS hafa átt í farsælu samstarfi frá árinu 2013. Meðal bygginga MótX með innréttingum frá AXIS má nefna: Austurkór 3A (sambýli), Árskógar 1-3, Bæjarlind 7-9, Kópavogstún 10-12, Vefarastræti 28-30, Vogatunga (raðhús og parhús), Þorrasalir 9-11 og nú Elliðabraut 12-22 í Norðlingaholti.
Aðsetur Mót X er að Hlíðasmára 19 Kópavogi – www.motx.is. Velta fyrirtækisins hefur farið vaxandi ár frá ári og ætla mætti að hún sé um 3.000.000.000-4.000.000.000 kr. Framkvæmdastjóri MótX er Svanur Grjetarsson en stjórnarformaður er Viggó Einar Hilmarsson.
MótX er aðili að samtökum Iðnaðarins. MótX hefur ítrekað fengið verðlaun fyrir sín hús.
Á Covit- tímum höfum við aukið við aðstöðu fyrir okkar starfsmenn og skipt upp í hólf.
Bygging vandaðra eigna fyrir ánægða kaupendur hefur verið okkar besta auglýsing.
MótX eru aðalstyrktaraðili HK, einnig hefur MótX stutt við skák bæði hjá Taflfélaginu og Breiðabliki og mætti nefna MótX skákmótaröðina.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd