Skálpi / Mountaineers of Iceland

2022

Fjallmenn ehf. var stofnað af Herberti Haukssyni og Ólafi Egilssyni.  Markmið fyrirtækisins var ferðaþjónusta á sérútbúnum bílum til jöklaaksturs. Árið 1998 kaupir Herbert hlut Ólafs.  Skömmu seinna eða árið 1999 kaupa Stefán Gunnarsson, Guðmundur Gunnarsson og Eðvarð Þór Williamson sig inn í félagið. Það varð til þess að mikil útþensla og kraftur kom í félagið.  Uppgangur varð mikill þrátt fyrir erfið ferðþjónustuár.  Félagsmenn voru allir í ferðaþjónustu á breyttum ökutækjum.  Árið 2001 kom nýung þess efnis að stofnuð var vélsleðaleiga með 17 vélsleðum ásamt öllum útbúnaði.  Þessi viðbót gjörbreytti rekstar- hagnaði félagsins og varð til mikilla bóta í fjölbreytni ferða.

Sagan
Afþreyingarfélagið (Ferðalok ehf.) vildi sameinast Fjallamönnum árið 2006. Sameiningin gekk í gegn 1. mars 2006 með stofnun Skálpa ehf. Fjallamenn voru með 50% hlut og Afþreyingarfélagið ehf. með 50%. Í ágúst 2006 verður Afþreyingarfélagið ehf. gjaldþrota og var þá nafninu breytt í Ferðalok ehf. af þáverandi stjórnaformanni.
Skálpi ehf. var þá rekið í tvö ár með Fjallamenn ehf. og Lögmönnum Suðurlands sem skiptaráðendur Ferðaloka ehf.   Skiparáðandi selur síðan Ólöfu Einarsdóttur hlut Ferðaloka í Skálpa ehf.
2007 selja Guðmundur Gunnarsson, Stefán Gunnarsson og Eðvarð Þór Williamsson hlut sinn í Fjallamönnum ehf.  Herbert Haukson var kaupandi.  Seljendur hurfu síðan til annarra starfa í alls konar ferðaþjónustu.
Skálpi ehf. hefur fram á þennan daga verið rekið undir vörumerkinu Mountaineers of Iceland og er fjölskyldufyrirtæki hjónanna Herberts og Ólafar.
Félagið hefur nær alltaf verið rekið með jákvæðum efnahagsreikningi.  Velta var á árinu 2019 rétt tæpur milljarður.

Starfsemin
Markmið félagsins hefur verið að ferðast með íslenska og erlenda ferðamenn um Langjökul og jaðarsvæði hans.  Nokkrar starfsstöðvar eru reknar á vegum félagsins.   Skrifstofa félagsins er að Köllunarklettsvegi 2 Reykjavík. Einnig er verkstæðirekstur hjá félaginu að Skútuvogi 12e Reykjavík. Í Geitlandi seinsnar frá Húsafelli er Skálinn Jaki sem er starfstöð félagsins fyrir vélsleðaferðir og trukkferðir á jökulinn að vestanverðum Langjökli. Einnig er félagið með starfstöð í Skálpanesskála og í Geldingafelli við Kjalveg sem er við Langjökul að austanverðu.  Félagið rekur svo stóra þjónustumiðstöð fyrir vélar og tæki á Unnarholtskoti í Hrunamannahreppi.   Mikil uppbygging hefur farið fram á vegum félagsins undanfarin ár til þess að geta tekið sómasamlega á móti gestum á vegum félagsins.  Í venjulegu ári komu 55.000 manns á Langjökul og jaðarsvæði hans.

Um 45 manns unnu hjá félaginu að staðaldri fyrir COVID-19. Í febrúar 2020 fór að bera á ógnun í ferðaþjónustunni sem heitir COVID-19 heimsfaraldur. Fór svo að rekstur félagsins stöðvaðist algjörlega í miðjum mars 2020. Önnur ógn birtist félaginu 1. desember 2020 þegar lagt var fram frumvarp á Alþingi um hálendisþjóðgarð. Þjóðgarðshugmyndin mun skerða ferðafrelsi til mikilla muna fyrir almenning og fyrirtæki. Með frumvarpinu er verið að takmarka umráðarétt. Frumvarpið gengur út á yfirráð og landvinninga. Almenningur og sveitastjórnir leggjast gegn áforum þessum.
Félagið er með tryggt fjármagn fram á vor en þá er treyst á að með tilkomu bóluefnis gegn COVID-19 munu erlendir ferðamenn koma til landsins. Því er spáð að reksturinn muni smátt og smátt ná sér á strik eins og hjá öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum.

Köllunarklettsvegi 2
104 Reykjavík
5809900
Þjónustuflokkar
Upplýsingar
Fyrirtækjaskrá Staðsetning á korti

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2025 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd