MSV ehf. (Myllan Stál og Vélar) var stofnað í desember 2009 en hóf almennan rekstur 2. janúar 2010. Í lok ársins 2009 kaupir MSV hlut Myllunar ehf. í Miðási 12 og allan þann tækjakost og birgðir sem tilheyrðu smiðjurekstri Myllunar, og ræður til sín þá starfsmenn sem störfuðu í smiðjunni.
Fyrirtækið
MSV er á Miðási 12, Egilsstöðum og er húsnæðið rúmir 1.000 fermetrar. Í húsnæðinu er verkstæði og skrifstofa fyrirtækisins. Fyrirtækið skiptist í þrjá kjarna sem eru blikksmiðja, vélsmiðja og tæknideild. Síðustu ár hafa áherslur fyrirtækisins á nýsmíði á stigum, handriðum og stálvirkjum í byggingar aukist og áhersla á að þróa og framleiða vörur minnkað sökum breyttara aðstæðna í samfélaginu. Starfsmenn fyrirtækisns eru 11 talsins.
MSV hefur tekist á við krefjandi verkefni á borð við smíði og reisingu á stigum, útsýnispöllum og handriðum við Stuðlagil sem var um 13 tonn af stáli í og uppsetningin var unnin við krefjandi aðstæður. MSV hefur einnig tekið að sér smíði og uppsetningu á handriðum í kringum ofanflóðavarnir á Eskifirði. Einnig útvegaði MSV mannskap í vélarupptekt Orkusölunnar á vél 1 í Lagarfossvirkjun sem fór fram haustið 2019 fram á vorið 2020.
Blikksmiðjan: Blikksmiðjan þjónustar aðalega smiði og einstaklinga með framleiðslu á flasningum utan á hús. Blikksmiðjan tekur einnig að sér uppsetningu á loftræstikerfum, þakhöttum og öðru er viðkemur loftræstikerfum. Blikksmíðan býr yfir plötuklippum 3 metra beygjuvél, vals og fleiri grunntækjum. Einnig býður fyrirtækið upp á efnissölu í blikki.
Vélsmiðjan: Vélsmiðjan tekur að sér jafnt stór sem smá verk sem falla undir almenna málmiðnaðarþjónustu í nýsmiði, breytingum og viðhaldi fyrir fyrirtæki og einstaklinga, hvort sem er í smiðjunni eða úti hjá viðskiptavininum. Vélsmiðjan getur unnið úr öllu plötuefni og beygt og klippt efni sem er allt upp í 12mm á þykkt. Að auki fer fram öll efnissala. Helstu tæki og búnaður vélsmiðjunnar eru klippur, kantbeygjupressa, rennibekkir, fræsivél, lokkur og suður til að sjóða flestalla málma, t.d. ál, stál steypujárn(pott) og ryðfrítt.
Tæknideildin: MSV býður upp á breitt svið í sérlausnum á nær öllu sem við kemur járni og málmsmíði, allt frá einföldum aðlögunum og breytingum til grunnþróunar og smíði. Hlutverk tæknideildar er að reikna út, hanna og útbúa vinnuteikningar fyrir MSV og viðskiptavini þeirra, sem krefjast sérlausna eða nýsmíði. Við þessa útreikninga og teikningar er notast við forritið Inventor. Þetta forrit gera fyrirtækinu kleift að útbúa fullbúnar vinnuteikningar, reikna út þolmörk, fullklára útlitsvinnu og í raun nærri fullklára vöru áður en smíði hefst.
Markmið
Markmið MSV er að veita öfluga og fjölbreytta þjónustu á sviði stálsmíði og blikksmíði. MSV stefnir að því að vinna áfram með fyrirtækjum og stofnunum á svæðinu til að byggja upp sterkara atvinnulíf á Egilsstöðum og nágrenni.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd