Múrey ehf

2022

Árið 2016 var hafin vinna við stofnun Múrey ehf. Að stofnuninni komu þeir Haraldur Þór Óskarsson og Hjálmar Hauksson. En þeir höfðu þá starfað saman frá árinu 2007 og í ársbyrjun 2017 var Múrey ehf. stofnað. Í fyrstu leigði fyrirtækið húsnæði að Óseyri 1a undir starfsemina en árið 2018 festum við kaup á því húsnæði. Fyrirtækið var í byrjun með um 6 starfsmenn en tók svo fljótlega að stækka og voru um 15 manns í vinnu þegar mest var. Jóhann Sigurðsson kom svo inn í reksturinn haustið 2018. En hann hafði lært hjá fyrirtækinu og var þá búin að ljúka sínu námi. Í gegnum árin höfum við verið það lánsamir að geta tekið að okkur þó nokkuð marga nema. En árið 2020 voru þeir fimm og hafa þeir aldrei verið fleiri. Hafa þeir allir vaxið og dafnað fram úr okkar björtustu vonum. Enda er það markmið okkar að skila af okkur góðum fagmönnum að námi loknu.

Fyrirtækið
Í gegnum árin höfum við reynt að stuðla að fagmennsku, snyrtimennsku og góðum samskiptum við okkar viðskiptavini. En það hefur í gegnum árin aflað okkur stórum hóp af viðskiptavinum sem leitar til okkar aftur og aftur. Fyrir það erum við mjög þakklátir og lítum við björtum augum á framtíðina. Til marks um það höfum við verk bókuð allt til ársloka 2022 og er stór hluti ársins 2021er fullbókaður. Það skýrist að stórum hluta af verkefnum tengdum fyrirtækjum sem við höfum þjónustað í gegnum árin.

Starfsemin
Okkar sérstaða má segja að liggi í flísalögnum og höfum við tekið þátt í mörgum verkefnum þar sem sérþekkingar er krafist. Þar má meðal annars nefna verk sem tengjast sundlaugum. En þar er gríðarlegt álag á öllu og þarf því að vanda sérstaklega vel til verka. Einnig hafa flísar á síðustu árum stækkað til muna og hefur það leitt af sér aukna sérhæfingu hvað varðar kunnáttu og tækjabúnaðar við lagningu þeirra. En stærstu flísar sem við höfum lagt voru yfir fimm fermetrar að stærð. Þó svo að stærstur hluti þess sem við gerum sé í flísalögnum þá erum við líka mikið í múrverki og steypuvinnu. Þá sérstaklega yfir sumartíman meðan veður leyfir.

Framtíðin
Árið í ár hefur verið mjög krefjandi á margan hátt. En samt verið fullt af skemmtilegum áskorunum sem reynt hafa á mannskapinn á faglegum nótum. Við vorum líka mikið úti á landi þetta árið og vorum við með verk allt frá Akranesi og austur að Dettifossi. Covid spilað líka stórt hlutverk enda þurftum við að skipta starfseminni upp í hópa í langan tíma, en það er frekar óvenjulegt hjá okkur.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd