MVA ehf

  • 2022
    Samantekt úr Ísland 2020, atvinnuhættir og menning

    MVA ehf var stofnað árið 2012 á Egilsstöðum. Í fyrstu sem múrverktakar. Árið 2013 voru fest kaup á steypumótum og byggingarkrana. Um áramótin 2014-2015 var ákveðið að sameina HT hús og MVA ehf.
    HT hús hafði starfað frá árinu 2008 aðallega í nýsmíði á timbureiningarhúsum og almennri viðhaldsvinnu. Við þessa sameiningu urðu þeir MVA byggingaverktakar og hafa verið að stækka alla tíð síðan.

    Starfsemin
    MVA ehf sérhæfir sig í byggingum og breytingum á mannvirkjum. Svo sem íbúðarhúsum, sumarhúsum, bryggjusmíði og brúargerð. Stærsti hluti verka MVA ehf í dag er unnin í gegnum útboð frá ýmsum aðilum. MVA starfar víða um Austurland að uppbyggingu svæðisins. Á ársgrundvelli vinna í kringum 30 manns hjá fyrirtækinu.

    Húsakostur
    Aðstaða MVA ehf. er við Ekkjufellssel 8, Egilsstöðum. Þar er starfsmannaaðstaða, lager, smíða- verkstæði og einingaverksmiðja. Skrifstofur verða við Fagradalsbraut 9, Egilsstöðum.
    Í lok árs 2020 festi MVA ehf kaup á einingaverkmsiðju og flutti starfsemin þangað 1. mars. Þetta eykur fjölbreytileika á þeim verkum sem MVA ehf getur boðið í og einnig hvaða verkefnum þeir geta sinnt. Starfmannafjöldi mun aukast hjá fyrirtækinu við þetta.

    Stjórnendur
    MVA ehf. er einkahlutafélag með 4 hluthöfum. Framkvæmdarstjóri er Stefán Þór Vignisson. Aðrir eigendur eru Tómas Bragi Friðjónsson, Hrafnkell Elísson og Jón Arnórsson. Stjórnarformaður er Sesselja Ásta Eysteinsdóttir.
    www.mva.is

Stjórn

Stjórnendur

MVA ehf

Miðási 37
700 Egilsstöðum
4711222

Atvinnugreinar

Upplýsingar

1 / ?

Lesa bókina