MVA ehf var stofnað árið 2012 á Egilsstöðum. Í fyrstu sem múrverktakar. Árið 2013 voru fest kaup á steypumótum og byggingarkrana. Um áramótin 2014-2015 var ákveðið að sameina HT hús og MVA ehf.
HT hús hafði starfað frá árinu 2008 aðallega í nýsmíði á timbureiningarhúsum og almennri viðhaldsvinnu. Við þessa sameiningu urðu þeir MVA byggingaverktakar og hafa verið að stækka alla tíð síðan.
Starfsemin
MVA ehf sérhæfir sig í byggingum og breytingum á mannvirkjum. Svo sem íbúðarhúsum, sumarhúsum, bryggjusmíði og brúargerð. Stærsti hluti verka MVA ehf í dag er unnin í gegnum útboð frá ýmsum aðilum. MVA starfar víða um Austurland að uppbyggingu svæðisins. Á ársgrundvelli vinna í kringum 30 manns hjá fyrirtækinu.
Húsakostur
Aðstaða MVA ehf. er við Ekkjufellssel 8, Egilsstöðum. Þar er starfsmannaaðstaða, lager, smíða- verkstæði og einingaverksmiðja. Skrifstofur verða við Fagradalsbraut 9, Egilsstöðum.
Í lok árs 2020 festi MVA ehf kaup á einingaverkmsiðju og flutti starfsemin þangað 1. mars. Þetta eykur fjölbreytileika á þeim verkum sem MVA ehf getur boðið í og einnig hvaða verkefnum þeir geta sinnt. Starfmannafjöldi mun aukast hjá fyrirtækinu við þetta.
Stjórnendur
MVA ehf. er einkahlutafélag með 4 hluthöfum. Framkvæmdarstjóri er Stefán Þór Vignisson. Aðrir eigendur eru Tómas Bragi Friðjónsson, Hrafnkell Elísson og Jón Arnórsson. Stjórnarformaður er Sesselja Ásta Eysteinsdóttir.
www.mva.is
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd