Myllan ehf. er leiðandi fyrirtæki í jarðvegsframkvæmdum af öllu tagi með aðaláherslu á efnisvinnslu og sprengingar. Myllan hefur á að skipa öflugum tækjakosti og reynslumiklu starfsfólki með þekkingju sem nýtist fyrirtækinu og verkkaupum þess.
Sagan
Myllan ehf. var stofnuð af Unnari Elissyni og Agnari Eiríkssyni árið 1994 við samruna Vélaleigu Unnars Elissonar sem Unnar hafði rekið frá árinu 1976 og Myllunnar sf. sem þeir félagarnir höfðu rekið saman frá 1986. Árið 2000 komu þeir Kristján Már Magnússon og Viðar Hauksson inn sem meðeigendur og voru því 4 eigendur fram til ársins 2017 er Agnar Eiríksson var keyptur út og eignarhlutir jafnaðir og eiga Unnar, Kristján og Viðar fyrirtækið að jöfnum hluta í dag. Höfuðstöðvar félagsins eru að Miðási 12 Egilsstöðum og hefur verið frá stofnun þess. Verkefnin og markaður félagsins er í raun landð allt þar sem Myllan hefur í gegnum tíðina boðið í verk og unnið verkefni víðsvegar um landið. Má þar nefna vegagerð í Ísafjarðardjúpi, mölun á Vesturlandi og Vestfjörðum plæing á Suðausturlandi og margskonar verk á Austurlandi sem er helsta markaðssvæði félagsins.
Framkvæmdastjóri: Kristján Már Magnússon.
Stjórn: Viðar Hauksson stjórnarformaður, Unnar Elisson stjórnarmaður og Kristján Már Magnússon stjórnarmaður.
Starfsmenn og tækjakostur
Myllan hefur í gegnum tíðina verið skipað einstöku starfsfólki með mikla reynslu og þekkingu á þeim verkefnum sem fyrirtækið tekur að sér. Myllan kappkostar að veita starfsfólki sínu góða vinnuaðstöðu og stuðla að símenntun starfsmanna til að gera þá hæfari í að takast á við fjölbreytt og spennandi verkefni fyrirtækisins. Hjá fyrirtækinu í dag starfa 10-15 starfsmenn, fer eftir verkefnastöðu og flestir eru starfsmenn yfir sumartímann þegar mest er umleikis. Kristján Már framkvæmdastjóri er einnig stjórnandi yfir efnisvinnslu en Viðar Hauksson er stjórnandi jarðvinnustarfsemi fyrirtækisins, svo hefur Unnar Elisson verið stjórnandi á verkstæði sem Myllan rekur að Miðási 12, Egilsstöðum, aðalega til viðhalds á eigin tækjum. Myllan kappkostar að bjóða nýleg, hagkvæm, góð og umhverfisvæn tæki í þau verkefni sem fyrirtækið tekur að sér og eru efnisvinnslutækin sérlega öflug en þau samanstanda af: stórum forbrjótum, kónbrjótum, hörpum, þvöttahörpum og fleiru. Myllan er í fremstu röð á landinu hvað efnisvinnslu varðar. Einnig eru gröfur, jarðýtur hjólaskóflur, námubifreiðar og bílar svo eitthvað sé nefnt af því sem Myllan getur boðið fram í þau verkefni sem framundan eru.
Helstu verk og framtíðin
Verkefni Myllunnar hafa verið mjög fjölbreytt allt frá smáum verkum upp í mjög stór verkefni á íslenskan mælikvarða, má þar nefna vegagerð fyrir Vegagerðina vítt og breitt um landið, plæingar á lögnum, stíflumannvirki og virkjanagerð og ofanflóðavörnum. Myllan hefur einnig komið að jarðgangnagerð og svo efnisvinnslu af öllu tagi fyrir hina ýmsu verkkaupa.
Myllan hyggst halda áfram að bjóða í verk og skaffa sýnum verkaupum góða þjónustu á hagstæðu verði um komandi ár og einnig tæki sem standast ýtrustu kröfur hvað varðar gæði og tæknibúnað og framúrskarandi mannskap.
Myllan hefur verið á lista Creditinfo fyrir framúrskarandi fyrirtæki árin 2015-2020 og hafa stjórnendur félagsins það að markmiði að svo verði áfram.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd