Narfeyri ehf

2022

Narfeyri ehf. var stofnað á árinu 1996 af þeim Baldri Þorleifssyni trésmið og Þorkeli Inga Þorkelssyni málara. Félagið er með aðsetur í Stykkishólmi og er með verkstæði á Nesvegi 18. Fyrsta verkefni félagsins var að kaupa og endurbæta fasteignina að Aðalgötu 3 í Stykkishólmi, Narfeyrarhús sem er gamalt timburhús í gamla miðbænum. Eftir sölu félagsins á húsinu, gekk Þorkell Ingi út úr félaginu og frá þeim tíma hefur Baldur verið einn eigandi félagsins og rekið trésmíðafyrirtæki.
Frá upphafi rekstrar hefur áhersla verið lögð á endurgerð gamalla húsa, ásamt því að sinna almennum verkefnum í viðhaldi og nýbyggingum mannvirkja. Félagið hefur komið að endurgerð um 30-40 gamalla húsa, m.a. í Stykkishólmi og í Flatey auk nýbygginga húsa í gömlum stíl. Helstu verkefni félagsins í dag eru í Stykkishólmi og nágrenni.

Starfsfólk
Starfsmannafjöldi hjá fyrirtækinu hefur verið að meðaltali 4-6 á ári. Eins og staðan er á árinu 2020 eru starfsmenn á aldrinum 14-80 ára, með margvíslega reynslu og menntun. Húsasmiðameistari, húsgagnasmiður, húsasmiðir og nemar.

Verkefni
Helstu verkefni félagsins á árinu 2020 hafa verið endurgerð íbúðarhúsnæðis í Arney við Breiðafjörð, breytingar á einbýlishúsi og nýbygging einbýlishúss í Stykkishólmi, endurbætur á atvinnuhúsnæði í Stykkishólmi. Verkefnastaða hefur verið góð og næg verkefni framundan hjá félaginu.

Framtíðin
Ef horft er til framtíðar er áherslan áfram á að vinna að endurgerð gamalla húsa á meðan verkefni eru næg á því sviði.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd