Nasdaq Iceland – Kauphöllin

  • 2025
    Sjálfbærni og gagnsæi
    [acf_repeater_gallery repeater="company_timeline" gallery="section_images"]

    Á árinu 2025 hélt Kauphöllin áfram að þróa starfsemi sína í takt við breytingar á innlendum og erlendum mörkuðum. Sameining stórra alþjóðlegra fyrirtækja, þar á meðal íslensks tæknifyrirtækis, Marel, við erlenda iðnrisann JBT, hafði áhrif á skráningarumhverfið og styrkti stöðu Kauphallarinnar sem hluta af víðtæku evrópsku kerfi. Alþjóðleg áhersla á sjálfbærni, gagnsæi og nýja nálgun í fjárfestingum hafði áhrif á verkefni ársins, þar sem unnið var að nýjungum, aukinni þjónustu við skráningarfyrirtæki og að hvetja ný félög til skráningar. Á þessum tíma jókst fjölbreytni skráðra félaga enn frekar og markaðsstarfsemi varð virk og framvirk með áherslu á að skapa öflugt viðskiptaumhverfi fyrir framtíðina.

  • 2024
    Aukin breidd

    Árið 2024 reyndist vera mikilvægt í þróun markaðarins. Á því ári komu nokkur ný fyrirtæki inn á markað, meðal annars félag sem fékk tvískráningu eftir upphaflega skráningu í Bandaríkjunum, ásamt íslenskum félögum sem færðu sig á milli markaðsþrepa eftir vöxt og styrkingu í starfsemi sinni. Einnig bættust við félög á vaxtarmarkað sem tilheyrðu nýjum og vaxandi atvinnugreinum. Á sama tíma tók markaðurinn við sér eftir rólegra tímabil fyrr á árinu, og jókst virkni fjárfesta jafnt og þétt. Þetta tímabil einkenndist af aukinni breidd í viðskiptum, nýjum verkefnum, meiri seljanleika og jákvæðara viðhorfi fyrirtækja til skráningar.

  • 2023
    Stöðug framþróun
    [acf_repeater_gallery repeater="company_timeline" gallery="section_images"]

    Á árinu 2023 jókst áhersla á fjármálalæsi og þátttöku almennra fjárfesta, þar sem fleiri einstaklingar færðu sig yfir í virka fjárfestingu á innlendum markaði. Nýskráningar og undirbúningur þeirra voru á dagskrá víða, bæði hjá fyrirtækjum sem stefndu á vaxtarmarkað og þeim sem hugðust flytja sig á aðalmarkað. Kauphöllin vann áfram að því að efla tengsl sín við skráningarfyrirtæki, fjárfesta og eftirlitsaðila, og var markaðsumhverfið í heild sinni talið vera í stöðugri framþróun.

  • 2022
    Samantekt úr Ísland 2020, atvinnuhættir og menning

    Nasdaq Iceland eða Kauphöllin var stofnuð árið 1985 undir nafninu Verðbréfaþing Íslands að frumkvæði Seðlabanka Íslands, til að byggja upp samkeppnishæfan og alþjóðlegan vettvang fyrir fyrirtæki til vaxtar. Í árdaga þess voru eingöngu viðskipti með ríkistryggð skuldabréf, en fyrstu hlutabréfin voru skráð 1991 og fjölgaði nýskráningum síðan hratt. Árið 1999 fékk Verðbréfaþing Íslands leyfi til að starfa sem kauphöll og starfar Kauphöllin í dag undir nafninu Nasdaq Iceland við hlið systurfyrirtækisins Nasdaq verðbréfamiðstöð sem er hluti af Nasdaq CSD SE, alþjóðlegri verðbréfamiðstöð með höfuðstöðvar í Lettlandi. Kauphöllin rekur skipulegan verðbréfamarkað sem er hlutlaus og faglegur vettvangur fyrir skráningu og viðskipti með fjármálagerninga, þar sem jafnræði og aðgengi fjárfesta að upplýsingum er lykilatriði.

    Samstarf
    Árið 2000 varð Kauphöllin aðili að NOREX, samstarfi norrænna kauphalla og gat þar með boðið upp á viðskipta- og eftirlitskerfi til samræmis við kauphallir á Norðurlöndum. Í gegnum tíðina hafa viðskipti verið töluvert meiri með skuldabréf en hlutabréf. Á árunum 2005 til 2007 voru viðskipti þó tiltölulega jöfnum höndum á hlutabréfa- og skuldabréfamarkaði. Árið 2006 rann Kauphöllin saman við OMX, norrænu kauphallarsamstæðuna og 2008 tók bandaríska Nasdaq kauphallarfyrirtækið OMX yfir. Þar með varð íslenska kauphöllin hluti af alþjóðlegu tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í þjónustu fyrir verðbréfamarkaði um allan heim. Með yfirtöku Nasdaq hefur framboð vöru og þjónustu fyrir skráð fyrirtæki og fjárfesta stóraukist, en Nasdaq veitir viðskipta- og kauphallarþjónustu sem og almenna fyrirtækjaþjónustu í sex heimsálfum. Nasdaq býður félögum um allan heim upp á fjölda fjármögnunarkosta, en hér á landi rekur Nasdaq Kauphöllina (Aðalmarkaður hlutabréfa og skuldabréfa, markaður fyrir sjálfbær skuldabréf og First North markaður fyrir vaxtarfyrirtæki) og Nasdaq verðbréfamiðstöð. Skráð fyrirtæki á íslenska markaðnum urðu flest 75 árið 2000 en samrunar og afskráningar urðu til þess að fyrirtækjum fækkaði mikið á árunum eftir. Samhliða jókst markaðsvirði fyrirtækja á markaði, en stærð markaðarins fór úr því að vera um tveir þriðju af vergri landsframleiðslu (VLF) í yfir tvöfalda VLF á árunum 2002-2007. Fyrsta erlenda (færeyskt) fyrirtækið var skráð árið 2005 og urðu þau alls 4 talsins. Engin erlend fyrirtæki eru skráð í Kauphöllinni í dag. Fjöldi skráðra fyrirtækja fór niður í 11 í kjölfar fjármálahrunsins, en í dag eru 23 fyrirtæki skráð á markað, þar af 4 á First North, og er markaðsvirði þeirra rúmlega 40% af (VLF). Framtíðarsýnin er að byggja upp traustan og öflugan markað sem styður við efnahags- og atvinnulíf með yfir 50 fyrirtækjum á markaði að markaðsvirði a.m.k. um 100% af VLF.

    Gjaldeyrishöft sem sett voru á í kjölfar hruns voru afnumin að langmestu leyti í mars 2017 sem nauðsynlegur liður í uppbyggingu efnahagslífsins. Enn standa eftir varúðarreglur vegna vaxtamunaviðskipta og afleiðuviðskipti með íslenskar krónur. Nasdaq Iceland hefur unnið ötullega að endurreisn verðbréfamarkaðarins í samstarfi við viðskiptavini sína. Sem lið í að efla innviði markaðarins var árið 2013 sett á stofn viðurlaganefnd Nasdaq Iceland, sem skipuð er þremur óháðum sérfræðingum, í líkingu við fyrirkomulag sem þekkt er hjá systurkauphöllum Nasdaq á Norðurlöndunum. Hlutverk viðurlaganefndar er að taka til meðferðar og ákvarðar um viss mál vegna brota á reglum eins og skilgreint er í reglum fyrir útgefendur fjármálagerninga í Kauphöllinni

    Úrvalsvísitalan
    Úrvalsvísitalan OMXI15 féll um 95% í fjármálahruninu. Vegna fækkunar fyrirtækja var í byrjun árs 2009 ný úrvalsvísitala sett á laggirnar, OMXI6 sem samanstóð af 6 veltumestu hlutabréfunum á markaðnum. Hlutabréfamarkaðurinn hefur vaxið hægt en örugglega undanfarin áratug og í dag samanstendur Úrvalsvísitalan af 10 veltumestu hlutabréfunum á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland (OMXI10).

    Skuldabréf
    Viðskipti á skuldabréfamarkaði komust fljótt á skrið aftur eftir fjármálahrunið, en viðskipti með ríkisskuldabréf og íbúðabréf vógu þar mest. Viðskipti með sértryggð skuldabréf banka hafa einnig vaxið jafnt og þétt. Markaður með fyrirtækjaskuldabréf önnur en skuldabréf fjármálafyrirtækja hefur hins vegar byggst hægar upp á ný. Sex nýjar skuldabréfavísitölur voru gefnar út árið 2013, sem byggðar eru á óverðtryggðum og verðtryggðum markflokkum ríkistryggðra skuldabréfa sem skráðir eru á markaðnum. Nýju vísitölurnar veita innsýn í verðþróun markflokkanna, sem eru seljanlegustu ríkistryggðu skuldabréfin.

    Markaðurinn
    Mikilvægur hluti þess að efla markaðinn er að gera hann sýnilegri og trúverðugri gagnvart erlendum fjárfestum og komast inn í alþjóðlegar vísitölur. Íslenskur hlutabréfamarkaður komst inn í vaxtarvísitölu („frontier markets“) FTSE í september árið 2019 og þá hefur alþjóðlega vísitölufyrirtækið MSCI ákveðið að taka íslensk hlutabréf inn í vaxtarvísitölu sína í maí 2021.

    Sjálfbær skuldabréf
    Árið 2019 var settur á laggirnar markaður fyrir sjálfbær skuldabréf sem hefur vaxið í takt við auknar áherslur í atvinnulífinu og samfélaginu á samfélagsábyrgð fyrirtækja og opinberra aðila og mælingar á frammistöðu þeirra á ýmsa UFS mælikvarða (umhverfisþættir, félagslegir þættir og stjórnarhættir). Nasdaq gaf út alþjóðlegar leiðbeiningar um UFS mælikvarða árið 2017 sem íslensk fyrirtæki, bæði skráð og óskráð hafa verið ötul við að nota sem viðmið í birtingu UFS upplýsinga. Leiðbeiningarnar voru uppfærðar 2019. Að auki hefur Nasdaq boðið upp á fjölda nýrra vara sem tengjast UFS málefnum, fyrir bæði félög og fjárfesta, sem og reglulega staðið fyrir vitundarvakningu í atvinnulífinu um jafnréttis- og mannréttindamál ásamt ýmsum hagsmunaðilum. Nasdaq á Íslandi (Nasdaq Iceland og Nasdaq verðbréfamiðstöð) leggur áherslu á að vera mikilvægur hlekkur til fjármögnunar fyrir fyrirtæki og opinbera aðila og fyrir fjárfesta að ávaxta fé sitt. Nasdaq vinnur því að því að efla traust á markaði, fjölga nýskráningum og þar með fjárfestingarkostum og stuðla að fleiri valkostum fyrir fjármögnun fyrirtækja, m.a. með því að greiða leið einstaklinga og erlendra fjárfesta að markaðnum.

    Mannauður
    Hjá Nasdaq á Íslandi starfa nú 20 manns, 14 hjá Kauphöllinni og 6 hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð.

  • 2012
    Samantekt úr Ísland 2010, atvinnuhættir og menning
    [acf_repeater_gallery repeater="company_timeline" gallery="section_images"]

Stjórn

Stjórnendur

Nasdaq Iceland – Kauphöllin

Laugavegi 182
105 Reykjavík
5252800

Atvinnugreinar

Upplýsingar

1 / ?

Lesa bókina