Naust marine hf.

2022

Naust Marine er alþjóðlegt tæknifyrirtæki í sjávarútvegi með höfuðstöðvar á Íslandi. Fyrirtækið hóf starfsemi sína árið 1993 og var þá aðallega í þróun og framleiðslu á stjórnbúnaði fyrir togvindur. Frá árinu 2018 hefur fyrirtækið einnig hannað og smíðað vindur og annan þilfarsbúnað undir merkjum Naust Marine.

Starfsemin
Fyrsta söluvara fyrirtækisins var sjálfvirka togvindukerfið ATW (Automatic Trawl Winch control). Kerfið hefur verið í þróun nokkurra stofnenda Naust Marine frá árinu 1979 en fyrirtækið var upphaflega stofnað utan um þróun og framleiðslu þess. ATW kerfið var fyrst sett upp í skipi árið 1984 en í lok árs 2021 hefur það verið sett upp í um það bil 150 skipum.
Ekkert annað fyrirtæki í heiminum hefur framleitt stjórnbúnað fyrir rafdrifnar vindur í jafn mörg skip og Naust Marine.
Auk ATW kerfisins framleiðir fyrirtækið vindur og annan þilfarsbúnað. Aðrar lausnir frá Naust Marine eru meðal annars rafdrifið vírastýri og AutoGen aflstjórnkerfi. Þá veitir Naust Marine ráðgjöf og þjónustu varðandi stjórnun vindukerfa og hönnun þeirra. Fyrirtækið hefur einnig milligöngu um sölu á varahlutum.

Umhverfisvænar lausnir
Stefna Naust Marine er að framleiða og þróa búnað sem stuðlar að umhverfisvænni
uppbyggingu í sjávarútvegi og iðnaði til framtíðar en rafdrifnar vindur hafa verið að taka við
af glussadrifnum vindum í nýsmíðum skipa.

Stjórnendur, starfsfólk og aðsetur
Árið 2019 keyptu Bjarni Þór Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri og Magnús V. Snædal, stjórnar-
formaður meirihluta hlutafjár Naust Marine og eiga þeir nú rúmlega 80% hlut í félaginu. Frá árinu 2009 hafa höfuðstöðvar Naust Marine verið staðsettar í glæsilegu húsnæði fyrirtækisins að Miðhellu 4 í Hafnarfirði. Þar eru skrifstofur, verslun og framleiðsla á stjórnbúnaði fyrirtækisins undir einu þaki. Naust Marine starfrækir dótturfélag í Vigo á Spáni þar sem hönnun og framleiðsla á vindum og öðrum þilfarsbúnaði fer fram. Fyrirtækið rekur einnig söluskrifstofu í Seattle í Bandaríkjunum og stefnir á að opna skrifstofu í Rússlandi 2022.
Starfsmenn Naust Marine eru um 35 talsins, hver og einn með sérfræðiþekkingu á sínu sviði. Á meðal starfsmanna eru tæknifræðingar, sérhæfðir rafvirkjar, forritarar og sjávarútvegsfræðingar.

Viðskiptavinir
Helstu viðskiptavinir fyrirtækisins eru íslenskar og erlendar útgerðir, m.a. stór fyrirtæki í
Rússlandi, Hollandi, Bandaríkjunum, Kína og Japan. Búnaður frá Naust Marine er í allt að
200 skipum um heim allan (lok árs 2021).

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd