Í upphafi hét félagið Túnþökusala Kristins en þá voru eigendur Kristinn Elvar Gunnarsson, Gunnar Helgi Gunnarsson og Valtýr Smári Gunnarsson. Árið 2015 er Kristinn keyptur út úr fyrirtækinu af fjórum núverandi eigendum.
Til að byrja með voru helstu verkefni fyrirtækisins almenn jarðvinna og túnþökusala. Umsvif fyrirtækisins hafa verið breytileg í gegnum árin en hafa aukist síðustu ár. Frá því núverandi eigendur keyptu fyrirtækið hefur rekstur og umfang vaxið sirka tífallt.
Eigandi fyrirtækisins er Byrgishnjúkur ehf. og eru eigendur af því félagi:
Gunnar Helgi Gunnarsson stjórnarformaður, Hrafn Sigurðsson stjórnarmaður,
Karl Magnússon stjórnarmaður og Valtýr Smári Gunnarsson stjórnarmaður.
Sigurlína Hrönn Halldórsdóttir er skrifstofustjóri og gjaldkeri.
Vinnulag og framleiðsluferli
Verkefni fyrirtækisins eru mjög fjölbreytileg, allt frá verkefnum fyrir einstaklinga líkt og endurgerð lóða upp í snjómokstur á þjóðveginum, vinnu við gatnagerð og veituframkvæmdir svo dæmi séu tekin. Fyrirtækið sinnir því jafnt stórum sem smáum verkum. Helsta breytingin er sú að verkefnin hafa stækkað ár frá ári samhliða fyrirtækinu. Verkefnin hafa í gegnum árið einnig orðið mun fjölbreyttari. Í upphafi átti fyrirtækið einn vörubíl, eina gröfu og eina litla þökuskurðarvél. Fyrirtækið hefur nú bætt mikið við bíla- og tækjaflota sinn. Í dag á fyrirtækið hátt í 50 bíla og tæki.
Skipulag og sérstaða
Fyrirtækið býður upp á heildarlausnir í jarðvinnu vegna húsbygginga og aðrar framkvæmdir, allt frá jarðvegsskiptum til lokafrágangs svæða. Sérstaða fyrirtækisins er helst í þökusölu en fyrirtækið er það eina sem sker og selur þökur í Eyjafirði. Starfsemi fyrirtækisins yfir vetratíman er að mestu fólgin í snjómokstri bæði á þjóðvegum og innanbæjar. Yfir sumartímann eru í bland stór og smá jarðvinnuverkefni. Staða fyrirtækisins er góð framtíðarhorfur bjartar.
Framtíðarsýn
Framtíðarsýn okkar er að efla og bæta tækjakost fyrirtækisins með tilliti til öryggis, gæða og umhverfisverndar. Ásamt því að auka gæði þjónustunnar sem við veitum.
Aðsetur
Aðsetur fyrirtækisins er í Draupnisgötu 6 á Akureyri þar sem fyrirtækið rekur verkstæði en hluti af starfsemi fyrirtækisins er í Nesi í Fnjóskadal, en þar eru Nesbræður einnig með verkstæði.
Velta og hagnaður
Umsvif Nesbræðra hafa aukist mikið seinustu ár en frá 2015 hefur velta fyrirtækisins tvöfaldast ár frá ári.
Mannauður og starfsmannafjöldi
Hjá Nesbræðrum vinna 20 manns, fleiri yfir sumartímann sem er háannatími hjá fyrirtækinu. Menntun starfsmanna er mjög mismunandi en flestir starfsmenn eiga það sameiginlegt að vera með meirapróf og vinnuvélaréttindi.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd