Steypa þekju við fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar Elmarsz, Kristinn Örn, Ingibjörg, Skúli og Arnar.
Eigendur Nestaks ehf. Frá vinstri: Brynjar Örn Rúnarsson, Eiríkur Simonsen, Skúli Vilhjálmsson, Ingibjörg Bjarnadóttir, stjórnarformaður, Björgvin Mar Eyþórsson, stjórnarmaður, Arndís Hjartardóttir, Vilhjálmur Skúlason, framkvæmdarstjóri.
Skúli Vilhjálmsson, Eiríkur Simonsen og Brynjar Örn Rúnarsson.
Verið að klæða gistihús á Mjóeyri við Eskifjörð í mars 2019.
Byggingafélagið Nestak var stofnað í Neskaupstað hinn 17. ágúst árið 1988. Stofnendur voru fimm húsasmiðir: Árni Guðjónsson, Einar Þorvaldsson, Jóhann G. Stephensen, Róbert Jörgensen og Vilhjálmur Skúlason. Tilgangur félagsins var að sinna verktakastarfsemi, húsbyggingum og annarri skyldri starfsemi. Núverandi eigendur Nestaks eru sjö talsins: Vilhjálmur Skúlason, Björgvin Mar Eyþórsson, Eiríkur Simonsen, Skúli Vilhjálmsson, Brynjar Örn Rúnarsson, Ingibjörg Bjarnadóttir og Arndís Hjartardóttir. Vilhjálmur Skúlason er framkvæmdastjóri fyrirtækisins en með honum sitja í stjórn Ingibjörg Bjarnadóttir formaður og Björgvin Mar Eyþórsson meðstjórnandi.
Verkefni
Frá stofnun hefur félagið fengist við fjölbreytt verkefni í Fjarðabyggð og víðar á Austurlandi en flest verkefnin hafa þó verið í Neskaupstað. Á meðal verkefna má nefna byggingu íbúðarhúsa og byggingu atvinnuhúsnæðis ásamt fjölþættum viðhaldsverkefnum. Þá hefur Nestak sinnt margvíslegum verkefnum sem tengjast hafnarmannvirkjum og eins hefur fyrirtækið í samvinnu við aðra framleitt steyptar flotbryggjur um árabil. Á meðal viðamikilla verkefna má nefna byggingu heimavistar og verknámshúss fyrir Verkmenntaskóla Austurlands, stækkun fiskimjölsverksmiðju og byggngu frystigeymslu fyrir Síldarvinnsluna, framkvæmdir við hafnir Fjarðabyggðar og byggingu 2.200 fermetra netaverkstæðis í Neskaupstað fyrir Hampiðjuna.
Allt frá upphafi hefur Nestak lagt áherslu á gott samstarf við fyrirtæki á starfssvæðinu og alloft hefur verið efnt til samstarfs þeirra um viðamikil verkefni. Þá hefur fyrirtækið ávallt kappkostað að eiga í góðum og nánum samkiptum við viðskiptavini sína.
Aðsetur
Nestak hefur sífellt lagt áherslu á að bæta aðstöðu sína og vélakost. Komið hefur verið upp góðri verkstæðisaðstöðu og eins hefur fyrirtækið fest kaup á húsnæði fyrir lager og til geymslu á tækjum og búnaði. Bætt tækjaeign hefur haft það í för með sér að fyrirtækið getur tekið að sér fjölþættari og flóknari verkefni en áður á samkeppnishæfum verðum. Skrifstofa og verkstæði eru til húsa að Borgarnausti 6 í Neskaupstað og lagerhúsnæðið og tækjageymslan er við Strandgötu.
Verkefnastaða og mannauður
Verkefnastaða fyrirtækisins á undanförnum árum hefur verið mjög góð og bendir allt til þess að svo muni verða áfram. Fjöldi starfsmanna undanfarin ár hefur verið á bilinu 12 til 14, en yfir sumartímann hafa þeir gjarnan verið 18 til 20. Flestir starfsmennirnir hafa verið menntaðir húsasmiðir en að auki hafa oftast 2 til 4 húsasmíðanemar verið á starfsmannaskrá. Nemarnir hafa verið nemendur í Verkmenntaskóla Austurlands.
Síðustu ár hefur Nestak verið á meðal þeirra fyrirtækja sem eru framúrskarandi samkvæmt þeim kröfum sem Creditinfo gerir.
Nestak
Atvinnugreinar
Upplýsingar
Lesa bókina