Norðurstál ehf. er stálsmiðja sem var stofnuð af Arnari Frey Gunnarssyni, stálsmíðameistara, Guðbjörgu Jónsdóttur eiginkonu hans, sem er menntaður vélstjóri, sjávarútvegsfræðingur og löggiltur verðbréfamiðlari og Arnari Þór Hansen, stálsmiði í júlí 2013.
Í ársbyrjun 2017 keyptu svo Arnar Freyr og Guðbjörg hlut Arnars Hansen úr fyrirtækinu.
Starfsfólk
Til að byrja með voru aðeins eigendur fyrirtækisins að vinna hjá Norðurstáli og að mestu í verkefnum tengdum matvælaiðnaði og þá sérstaklega mjólkuriðnaði. En fljótlega fór að bætast við hópinn og í maí 2020 eru að jafnaði milli 5-6 starfsmenn sem sinna afar fjölbreyttum verkefnum á ýmsum sviðum málmsmíðinnar. Hjá Norðurstáli starfa stálsmiðir og stálsmíðanemar ásamt eiganda sem er stálsmíðameistari.
Starfsemin og sérstaða
Meginstarfsemi hjá fyrirtækinu eru nýsmíði úr málmi, ýmiskonar viðhald og málmsuða. Norðurstál er vel tækjum búið og getur tekist á við fjölbreytt verkefni. Verkefnin eru allt frá smáverkefnum til bygginga stóriðja, málmsuðu hitaveitulagna, nýsmíði stiga og handriða, viðgerðir á ýmiskonar vinnuvélum, nýsmíði og viðhald fyrir sjávarútveginn og ýmsa matvælaframleiðslu bæði hér á Íslandi og erlendis. En sérstaða fyrirtækisinns allt frá upphafi eru fyrst og fremst röralagnir og suðuvinna á þeim; gufu, kæli, hitaveitu ásamt lagnavinnu við ýmiskonar matvælaframleiðslu.
Aðsetur og verkefni
Norðurstál hefur aðsetur að Goðanesi 4 á Akureyri en í raun fer starfsemin mikið fram utan verkstæðisins. Flest verkefnin eru á Akureyrarsvæðinu en einnig hafa starfsmenn farið víða um landið og sum verkefnin verið á erlendri grundu sem undirverktakar og þá helst við uppsetningu á fiskvinnslum með íslensku hugviti.
Framtíðarsýn
Norðurstál er stöndugt fyrirtæki sem býr yfir reynslumiklum mannauði. Verkefnastaðan hefur allt frá upphafi verið góð og ekki útlit fyrir annað en að svo verði áfram.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd