Norðurvík hf. var sofnað 11. maí 1972 í Bröttuhlíð á Húsavík. Aðalhvatamenn að stofnun fyrirtækisins voru Sigtryggur Sigurjónsson, Agnar Harðarson og Aðalsteinn Jónasson. Eigandahópur fyrirtækisins hefur mikið breyst í gegnum árin. Einnig hefur fyrirtækið gengið í gegnum erfiðleikatímabil og það fór í þrot 2011 og þá var stofnað nýtt fyrirtæki með sama nafni og sömu starfsmönnum.
Starfsemin
Markmið fyrirtækisins hefur verið frá upphafi að reka trésmíðaverkstæði og almenn verktakastarfssemi í byggingariðnaði. Fyrirtækið hefur haft með höndum ýmsar stórfram-kvæmdir á Húsavík og víðar. Á trésmíðaverkstæðinu eru smíðaðar innréttinar, einnig höfum við sérhæft okkur í smíði glugga og hurða í gömlum stíl með samþykki Minjastofnunar.
Starfsemi fyrirtækis hefur verið frá 2002 í 840 fm2 húsi að Höfða 3 á Húsavík.
Eigendur
Núverandi eigendur Norðurvíkur ehf. eru sex, allir með jafnan hlut.
Guðmundur Magnússon, Þorvaldur Yngvason, Jónmundur Aðalsteinsson, Sigurjón Sigurðsson,
Sigurður Hreinsson og Þórólfur Aðalsteinsson. Formaður stjórnar og framkvæmdastjóri er Þórólfur Aðalsteinsson.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd