Norlandia ehf

  • 2022
    Samantekt úr Ísland 2020, atvinnuhættir og menning
    [acf_repeater_gallery repeater="company_timeline" gallery="section_images"]

    Norlandia ehf. var stofnað árið 1994 sem útflutningsfyrirtæki á þurrkuðum saltfiski til Brasilíu. Árið 2002 hóf fyrirtækið að þurrka sjávarafurðir á Nígeríumarkað og hefur sú starfsemi vaxið jafnt og þétt síðan.

    Eigendur og stjórnendur
    Norlandia ehf. er fjölskyldufyrirtæki. Eigendur eru Sæunn Axelsdóttir, Ásgeir Logi Ásgeirsson, Axel Pétur Ásgeirsson, S. Frímann Ásgeirsson og Kristján Ragnar Ásgeirsson.
    Ásgeir Logi Ásgeirsson er framkvæmdastjóri, Kristján Ragnar Ásgeirsson er fjármálastjóri.
    Stjórnina skipa Kristján Ragnar, formaður, Ásgeir Logi og Axel Pétur.

    Starfsemin
    Norlandia ehf. fékkst upphaflega við þurrkun og útflutning á saltfiski, en smá saman hefur dregið úr þeirri starfsemi en þurrkun á fiskhausum, afskurði og beinum fyrir Nígeríumarkað er orðin megin stoðin í framleiðslu fyrirtækisins.
    Inniþurrkun er þróun frá gömlu útiþurrkuninni, þegar hausar voru hengdir út á hjalla þann hluta árs er flugan olli ekki vandræðum. Við inniþurrkun er notast við rafmagn og heitt vatn til að þurrka afurðirnar í þar til gerðum klefum og er nú hægt að þurrka allt árið um kring. Hefur þessi aðferð breiðst út á Íslandi síðustu áratugina og eru nú fluttar út inniþurrkaðar afurðir á Nígeríumarkað fyrir 10-15 milljarða króna á ári hverju.

    Mannauður og aðsetur
    Hjá Norlandia starfa að jafnaði 10 manns. Starfsemin er til húsa að Múlavegi 3a í Ólafsfirði, húsi sem þjónað hefur ýmiskonar framleiðslu frá því að það var byggt, fyrst sem niðurlagningar-verksmiðja, þá sem hraðfrystihús, saltfiskvinnsla, fiskimjölsverksmiðja og loks fiskþurrkun.

    Brasilía
    Tengslin við Brasilíu hafa ekki verið rofin og flytur fyrirtækið enn út afurðir þangað af og til.
    Fyrirtækið fór ekki varhluta af þeirri óvissu sem fylgdi COVID-19 heimsfaraldrinum árið 2020. Hafði faraldurinn áhrif á afurðaverð og flutningskostnað svo eitthvað sé nefnt. Ekki komu upp veikindi tengd faraldrinum á árinu.

Stjórn

Stjórnendur

Norlandia ehf

Múlavegi 3a
625 Ólafsfirði
4662787

Atvinnugreinar

Upplýsingar

1 / ?

Lesa bókina