Oddur Pétursson – Body Shop

2022

Oddur Pétursson ehf. var stofnað árið 1991 af systkinunum Oddi og Ragnhildi ásamt fyrrverandi eiginkonu Odds. Áður hafði Oddur rekið verslanir bæði á Laugavegi og í Kringlunni og í innkaupaferðum sínum til London tók hann eftir verslunum The Body Shop. Vakti þessi verslun áhuga hans, kannski aðallega vegna umhverfisstefnu þeirra sem samræmdist hugmyndum hans. Þetta er alþjóðleg keðja snyrtivöruverslana sem selur umhverfisvænar snyrti-, farða-, hár- og dekurvörur. En mikil áhersla er lögð á að vörur Body Shop séu náttúrulegar og umhverfisvænar.

Body Shop
Það eru reknar meira en 3.000 Body Shop verslanir í 69 þjóðlöndum en saga Body Shop hófst árið 1976. Þegar stofnandi merksins hóf að útbúa eigin vörutegundir út frá þeirri hugmynd að viðskipti gætu verið afl til þess að breyta heiminum og starfar Body Shop enn í þeim anda.

Verkefni
Árið 1987 var Body Shop fyrst í snyrtivöruiðnaðinum til þess að koma af stað verkefni sem var nefnt Trade not aid, betur þekkt í dag sem Fair trade. Í dag eru birgjar Body Shop staðsettir í rúmlega 23 löndum um heim allan og með aðferðum sem hafa verið þróaðar í gegnum kynslóðirnar þá afla þeir framúrskarandi innihaldsefna sem eru nýtt í framleiðsluna. Allar vörur sem framleiddar eru eru ekki prófaðar á dýrum, en Body Shop hefur í áraraðir barist gegn rannsóknum á dýrum í snyrtivöruiðnaðinum meðal annars með því að safna undirskriftum um heim allan og afhenda Alsherjarþingi Sameinuðu þjóðunum.

Samfélagsmál
Oddur Pétursson og The Body Shop styrkir og styður við ýmis samfélagsverkefni og axlar þannig samfélagslega ábyrgð. Body Shop keðjan hefur skuldbundið sig til að styðja samfélags- og umhverfismálefni og nýtur góðs af fjölda staðsetninga verslana sinna um heim allan til að vekja athygli á og tala fyrir langtímabreytingum á mörgum málum, þar á meðal mansali, heimilisofbeldi, loftslagsbreytingum og eyðingu skóganna.

Fyrirmyndarfyrirtæki
Oddur Pétursson hefur verið fyrirmyndarfyrirtæki 11 ár í röð 2011-2021.

Verslanir
Fyrsta verslun The Body Shop á Íslandi var opnuð í Kringlunni árið 1991 og eru í dag reknar tvær verslanir á höfuðborgarsvæðinu og ein á Akureyri ásamt vefverslun.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd