OHS verk var stofnað árið 2016 af Járnsmíði sf. til að sjá um innflutning á vörum fyrir smíði á handriðum og öðrum vörum tengdum iðnaði. Eigandi Járnsmíði sf. er Ómar Óskarsson.
Árið 2019 eignast Ómar Ásbjörn Óskarsson viðskiptafræðingur og Ólafur Ingi Ómarsson, sonur Ómars úr Járnsmiði sf. fyrirtækið að fullu og hefja innfluting á gæða ál- og glerhandriðum frá Tyrklandi. Þeir hafa báðir unnið í járnsmíði frá barnsaldri og þekkja því vel til handriðasmíði. Framkvæmdastjóri OHS verk er Ómar Ásbjörn Óskarsson.
Vörurnar
Vörunum hefur verið mjög vel tekið á Íslandi og eru stærstu verktakar landsins á meðal viðskiptavina. Fyrirtækið hefur vaxið verulega og setur upp mörg hundruð metra af handriði í hverjum mánuði. Fyrirtækið hefur mikla sérfræðiþekkingu í glerhandriðum og hefur sett upp fjöldan allan af flóknum glerhandriðum í heimahúsum.
Velta og framtíðarsýn
Fyrirtækið hefur tvöfaldað veltuna öll starfsárin sín og stefnir á enn frekari vöxt. OHS verk hefur bætt við vöruflokkum eins og viðhaldsfríu pallaefni, sturtuþiljum, svalagöngum og fleiri byggingavörum.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd