Origo er upplýsingatæknifyrirtæki með djúpar rætur í íslensku samfélagi og má rekja forsögu þess allt til ársins 1899. Origo varð til árið 2018 við samruna Nýherja, TM Software og Applicon.
Starfsemi og dótturfélög
Meginstarfsemi félagsins fer fram á Íslandi en starfsstöðvar Origo og dótturfélaga eru einnig í Svíþjóð, Serbíu og Póllandi.
Í dag eru viðskiptavinir Origo samstæðunnar rúmlega 30.000, hérlendis og erlendis.
Origo býður upp á öflugt lausnaframboð fyrir lítil, meðalstór og stór fyrirtæki. Allt frá búnaði, stafrænni umbreytingu, kerfisrekstri og þjónustu að upplýsingaöryggi, ERP og BI, ásamt stafrænum heimi. Ennfremur býður Origo upp á sérhæfðara lausnaframboð fyrir banka, mannauðsdeildir, ferðaiðnaðinn, orkugeirann og heilbrigðisstofnanir.
Hlutverk
Origo er þjónustufyrirtæki og býður upp á heildarlausnir á sviði upplýsingatækni. Hlutverk félagsins er að aðstoða viðskiptavini sína til þess að ná enn betri árangri í sínum rekstri með aðstoð upplýsingatækni, sérfræðiþekkingu starfsfólks og lipurri þjónustu.
Segja má að félagið skiptist í þrjú meginsvið sem veita þjónustu á mismunandi sviðum. Hvort sem um ræðir þróun og sölu á hugbúnaði, tæknibúnað og ráðgjöf eða aðra tengda þjónustu.
Hugbúnaður
Origo býður upp á mikið úrval af hugbúnaðarlausnum, bæði af eigin og endurseldum hugbúnaði, þ.m.t. fyrir heilbrigðis-, fjármála- og ferðaþjónustugeirann.
Notendabúnaður
Origo býður upp á búnað frá þekktum framleiðendum eins og Lenovo, Sony, Bose og Canon í gegnum verslun, netverslun, heildsölu og söluráðgjöf. Einnig er boðið upp á þjónustu tengda búnaði þ.m.t. á verkstæði.
Rekstrarþjónusta
Origo sinnir ýmissi tölvutengdri þjónustu og ráðgjöf fyrir viðskiptavini. Má þar helst nefna skýja-, sjálfvirkni- og öryggisþjónustu.
Hlutafé
Í árslok 2021 skiptist hlutafé Origo á 770 hluthafa en í ársbyrjum voru þeir 536. Félagið var fyrst skráð á markað Kauphalllar Íslands árið 1995 og er hlutaféð í einum flokki. Í árslok 2021 nam skráð hlutafé þess 435 milljónum króna en félagið átti eigin hluti að nafnverði 0,1 millj. kr.
Notendabúnaður er tekjuhæsta sviðið, því næst hugbúnaður og svo rekstrarþjónusta. Um 15% tekna koma frá viðskiptavinum utan Íslands. Ríflega 5% tekjuvöxtur hefur verið að meðaltali frá árinu 2018 og er stefnt að því að stuðla að áframhaldandi vexti félagsins með áherslu á að fjárfesta í framtíðarvexti. Vöxtur var í öllum starfsþáttum félagsins en hann var mestur í notendabúnaði og tengdri þjónustu.
Mannauður
Í mannauðsmálum er lögð áhersla á fyrsta flokks starfsumhverfi sem ýtir undir vellíðan og nýsköpun starfsfólks. Starfsfólki er boðið frábært tækniumhverfi, þar sem það fær tækifæri til að vinna með nýja tækni í bland við rótgróna. Vinnustaðurinn, starfsumhverfið, tækin og tólin sem starfsfólk nýtir í starfi eru í stöðugri þróun og þannig er ýtt undir stöðugar umbætur.
Mikill metnaður er lagður í gott vinnuumhverfi sem tryggir að aðbúnaður og hollustuhættir á vinnustaðnum séu eins og best verði á kosið. Með því að efla vitund um mikilvægi heilbrigðs lífs, ýta undir jafnvægi vinnu og einkalífs og styrkja alhliða heilsueflingu starfsfólks stuðlar Origo að bættri heilsu og öryggi starfsfólks.
Markmið hefur verið sett á að auka fjölbreytileika meðal starfsfólks og fjölga ráðningum ungra og upprennandi einstaklinga til móts við þá miklu reynslu sem starfsmenn búa yfir. Einnig er unnið að því markmiði að auka hlut kvenna í tækni og að 50% nýráðninga séu konur. Árið 2021 voru 585 starfsmenn hjá Origo.
Stjórnendur
Um mitt ár 2020 lét Finnur Oddsson af störfum sem forstjóri en hann hafði sinnt því starfi frá árinu 2013. Við starfinu tók Jón Björnsson, hann hefur víðtæka reynslu af fyrirtækjarekstri og umbreytingarverkefnum bæði á Íslandi og í Skandinavíu. Jón hefur meðal annars gegnt forstjórastarfi Festi og Krónunnar, Högum og Magasin du Nord. Stjórn Origo samanstendur af fimm stjórnarmönnum sem kjörnir eru árlega á aðalfundi. Árið 2022 sitja Ari Daníelsson, Ari Kristinn Jónsson, Auður Björk Guðmundsdóttir, Hjalti Þórarinsson sem er stjórnarformaður og varaformaður stjórnar er Hildur Dungal. Í framkvæmdastjórn félagsins sitja Dröfn Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Mannauðssviðs, Gunnar Már Petersen framkvæmdastjóri Fjármála, Gunnar Zoëga framkvæmdastjóri Notendalausnasviðs, Hákon Sigurhansson framkvæmdastjóri Hugbúnaðarlausnasviðs, Ingimar G. Bjarnason framkvæmdastjóri Viðskiptalausnasviðs og Örn Þór Alfreðsson framkvæmdastjóri Þjónustulausnasviðs.
Sjálfbærni
Upplýsingatækni verður í stóru hlutverki þegar kemur að því að leysa vandamál í umhverfismálum. Nýsköpun, hugvitsamlegar tæknilausnir og hagnýting gervigreindar eru þar mjög mikilvægir þættir. Origo ætlar því að ganga á undan með góðu fordæmi í sjálfbærnimálum og veita skýrar og áreiðanlegar upplýsingar um árangur félagsins. Félagið leitast við að virkja hagaðila sína til góðra verka og hvetja þá til dáða. Sjálfbærnistefna félagsins er þrískipt en hún tekur á umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum. Markmið stefnunar er að draga úr neikvæðum áhrifum starfseminnar á samfélagið og efla þau jákvæðu. Origo er stór kaupandi búnaðar og þjónustu og getur því haft áhrif bæði í eigin starfsemi sem og í samstarfi við birgja og samstarfsaðila. Origo hefur sett sér metnaðarfull markmið í umhverfismálum og ætlar m.a að draga úr myndun úrgangs og ná endurvinnsluhlutfalli í 90% fram til ársins 2030, ásamt því að draga úr gróðurhúsalofttegundum um 40% til ársins 2030.
Einnig er lögð áhersla á að þær lausnir, þjónusta og búnaður sem fyrirtækið býður uppá styðji við stefnuna. Þau svið sem fyrirtækið getur sérstaklega haft áhrif á þegar kemur að sjálfbærni eru nýsköpun, netöryggi og heilbrigðislausnir.
Framtíðarsýn
Markmið fyrirtækisins er að nýta styrk hverrar vöru til að vaxa en nýta samhliða því einnig samlegðaráhrif í kostnaði og mögulegri tekjuaukningu. Einnig verður hægt að nálgast viðskiptavini með sterkara og heildrænna vöruframboð en áður.
Framtíðarsýn Origo byggir á kjörorðunum „Betri tækni bætir lífið” og til að takast það vinnur starfsfólk eftir gildunum: Vinnum traust, þróum áfram og breytum leiknum.
Megináherslur
Origo leggur ríka áherslu á að tryggja upplifun og árangur viðskiptavina og vera fremst í þeim lausnum sem boðið er upp á. Stöðugar mælingar og eftirfylgni á tölulegri frammistöðu verða mikilvæg samtaka því að sinna framþróun starfsfólks og tækniumhverfis.
Gildi Origo
Vinnum traust
Origo byggir á hugviti, reynslu og sér-þekkingu starfsfólks. Þessi djúpa tækni-
þekking ásamt því að hlusta og skapa virði fyrir viðskiptavininn gerir það að verkum að við ávinnum okkur traust og gerum okkur gildandi í samfélaginu.
Þróum áfram
Góðar lausnir þarf stöðugt að þróa áfram til að þær séu fremstar á markaðnum og uppfylli þarfir viðskiptavina. Tæknin er hröð og til þess að hún verði sífellt betri þarf stöðugt að vera að þróa hana áfram – hratt en örugglega.
Breytum leiknum
Við trúum að betri tækni breyti leiknum og skapi um leið virði fyrir viðskiptavininn. Við viljum að tæknin skipti sköpum og geri viðskiptavinum okkar kleift að skara fram úr.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd