Varahlutaverslunin Ósal hefur verið starfandi frá árinu 1978 og hefur sérhæft sig í varahlutaþjónustu fyrir vörubíla og tengivagna frá stofnun. Stofnandi Ósal ehf. er Óskar Alfreðsson frá Útkoti á Kjalarnesi, og af honum er nafnið dregið eða tveir fyrstu stafirnir í nafni og föðurnafni. Óskar stofnar fyrirtækið vegna þess að á þeim tíma var engin varahlutaþjónusta fyrir tengivagna. Sérhæfði hann sig fyrst og fremst í tengivögnum til að byrja með en vörubílarnir fylgdu fast á eftir.
Aðsetur
Ósal hefur frá upphafi verið staðsett á Tangarhöfða 4, 110 Reykjavík. Fyrstu árin var verslunin staðsett í kjallara byggingarinnar eða til ársins 1999 þegar aðalhluti hússins var tilbúin til notkunar þá fluttist verslunin upp í rýmra húsnæði sem rúmaði þar að auki skrifstofur, lager, snyrtingu og kaffistofu. Kjallaranum var breytt í lager fyrir stærri og þyngri varahluti.
Starfsemin
Frá stofnun hefur Ósal verið með þekkt vörumerki frá þýskum framleiðendum eins og vagnöxla frá BPW og dráttarstóla og aðrar vörur frá Jost og dráttarkróka frá Rockinger. Eignig loftloka frá Wabco-Knorr og Haldex. Vörubíla- og vagnafjaðrir frá Schomacker seldust hér áður en loftpúðar frá Continental hafa yfirtekið þann vöruflokk að mestu.
Eigendur
Varahlutaverslunin Ósal hefur vaxið jafnt og þétt frá stofnun, enn árið 2006 fannst Óskari Alfreðssyni nóg komið og lét af störfum. Seldi hann fyrirtækið starfsmönnum Ósal, og núverandi eigendur af Ósal ehf. eru Gaukur Pétursson og Þórður Gunnarsson.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd