Pálmatré ehf. var stofnað af Pálma Pálssyni árið 2000 en er í dag í eigu hans og eiginkonu hans Hildigunnar Skúladóttur. Pálmi sinnir starfi framkvæmdastjóra og stýrir því dag-legum rekstri fyrirtækisins ásamt flokkstjórum. Hildigunnur gegnir starfi fjármálastjóra fyrirtækisins ásamt fleiru sem til fellur hverju sinni. Sjálfstæð starfsemi hófst vorið 1998 og í kjölfarið var fyrirtækið stofnað, hefur því byggst upp mikil reynsla og þekking í verklegum framkvæmdum í gegnum tíðina og fyrirtækið þróast og þroskast með.
Fyrstu verkefnin snérust að mestu að ýmsu viðhaldi og smærri verkum eins og við-byggingum og breytingum, ásamt byggingu nokkurra einbýlishúsa, en þá voru starfsmenn einn til tveir ásamt Pálma. Með vaxandi reynslu, áræðni og tækjakosti stækkuðu verkin og starfsmönnum fjölgaði og eru nú ríflega 20 manns og fer fjölgandi.
Við höfum starfað á almennum útboðsmarkaði og byggt meðal annars skólabyggingar, íþróttamannvirki, meðferðarheimili og tekið að okkur ýmis viðhalds- og breytingaverk-efni í útboðum. Ásamt þessu sinnt eigin verkefnum í íbúðaframleiðslu í einbýlishúsum, raðhúsum og fjölbýlishúsum. Bændum og búaliði höfum við haft sérstaklega gaman að að sinna og byggt á bæjum fjósbyggingar, hænsnahús, svínahús, vélaskemmur og reiðhöll, ýmist uppsteypt hús, stálgrindarhús eða límtréshús. Um þessar mundir er okkar aðal starfsemi fólgin í nýbyggingum og framleiðslu íbúða en síðustu árin hafa stærstu verkefni á því sviði verið á Selfossi og í uppsveitum Árnessýslu. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á þessum svæðum og sífellt fleiri virðast sækja í það að búa í hæfilegri fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.
Mannauður
Í dag hefur fyrirtækið á að skipa öflugum hópi starfsmanna sem býr yfir víðtækri reynslu á sviði bygginga og mannvirkjagerðar sem bera uppi hróður fyrirtækisins. Við leggjum mikið upp úr léttum og góðum anda á vinnustaðnum og teljum það eitt af okkar sterkustu vopnum í átt að aukinni framleiðni og framvindu verka. Höfum við því verið dugleg við að efla samstöðu starfsmanna og maka þeirra með skemmtunum og ferðalögum innanlands og utan. Má til dæmis nefna að Pálmatré hefur boðið starfsmönnum í 4-5 daga utanlandsferðir 9-10 sinnum, er þá um að ræða árshátíðarferðir og ferðir á bygginga- og vélasýningar.
Gæðamál og framtíðin
Gæðamálin eru í sífelldri endurskoðun hjá okkur en megin markmið okkar er að skila af okkur vandaðri vöru, stunda heiðarleg viðskipti og tryggja þannig ánægju okkar viðskiptavina.
Á síðustu árum hafa kröfur aukist um innra gæðaeftirlit til að auka skilvirkni fyrirtækja og meiri gæði á vinnu og vöru. Pálmatré hefur sinnt innra gæðaeftirliti um árabil sem hefur þróast samhliða vexti fyrirtækisins.
Pálmatré er orðið rótgróið fyrirtæki sem staðið hefur af sér efnahagskreppu og samdrætti í byggingageiranum. Fjárhagstaðan er góð, reksturinn hefur almennt gengið vel og mikið er af verkefnum framundan. Við horfum því björtum augum til framtíðar.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd