Það var árið 2005 að fyrirtækið Bitter ehf. en það er eigandi Parka ehf. var stofnað. Eigendur eru Júlíus G. Hafsteinsson, Gústaf B. Ólafsson, Hallgeir S. Pálmason og Smári V. Grétarsson.
Aðalstarfsstöð Parka hefur verið á Dalvegi í Kópavogi frá árinu 2003, fyrst að Dalvegi 18 en árið 2006 flutti fyrirtækið í nýtt og glæsilegt húsnæði að Dalvegi 10-14 í Kópavogi.
Eigendur fyrirtækisins sem allir vinna þar höfðu sterkan og góðan bakgrunn að fenginni reynslu víða af markaðnum.
Vörur
Viðskiptavinir Parka koma alls staðar að, jafnt einstaklingar sem verktakar, fyrirtæki og stofnanir.
Verslun fyrirtækisins hlaut nafnið Parki sem flestir landsmenn kannast orðið við í kjölfar markvissrar markaðsetningar. Frá upphafi hefur verið verslað með innflutt gólfefni og hurðir en ýmsir vöruflokkar hafa bæst við í tímans rás.
Helstu vöruflokkar sem fást hjá Parka:
Gólfefni: Flísar-harðparket-viðarparket-stigahúsateppi-mottur og vinylgólfefni
Annað: Kerfisloft, dúkaloft, hurðir, veggfóður og innréttingar.
Fylgihlutir: Allt sem þarf til frágangs og uppsetningar, viðhalds og þrifa í öllum vöruflokkum okkar.
Parki vinnur náið með fjölda framúrskarandi birgja og með þekkt gæðavörumerki. Við flytjum inn allar okkar vörur sjálfir að undanskildum þeim sem keyptar eru af íslenskum framleiðendum. Parki ehf. hefur staðið í mikilli samkeppni á markaðnum frá upphafi en náð að auka markaðshlutdeild sína hægt og bítandi og má nú teljast eitt stærsta fyrirtæki sinnar tegundar hérlendis.
Mannauður
Í byrjun starfseminnar voru starfsmenn alls 4 en eru nú orðnir rúmlega 30. Starfsfólk Parka býr að umfangsmikilli þekkingu og reynslu á þeim vörum sem til boða standa. Viðskiptavinir geta verið öruggir um að fá vandaða og faglega ráðgjöf um allt er lítur að innréttingum híbýla, jafnt heimila sem verslana, skrifstofuhúsnæðis og annars konar húsnæði. Við höfum ráð undir rifi hverju.
Leiðarljós og stefnan í rekstri Parka ehf.
Að bjóða upp á framúrskarandi vörur og þjónustu á sviði innréttinga húsnæðis á sanngjörnu verði. Bitter ehf. á aðild að samtökum verslunar og þjónustu SVÞ og sat framkvæmdastjóri Bitter ehf. Gústaf B. Ólafsson í stórn SVÞ kjörtímabilin 2017-2018 og 2018-2019.
Bitter hefur verið í hópi Framúrskarandi fyrirtækja í vali Creditinfo fyrst 2012 og síðan aftur 2018 og 2019, jafnframt hefur fyrirtækið verið í hópi Fyrirmyndafyrirtækja í vali Keldunnar og Viðskiptablaðsins nú síðast 2018 og 2019.
COVID-19
Kórónaveirfaraldurinn hefur óneitanlega sett strik í reikninginn hjá Parka ehf. Reglur almannavarna vegna COVID-19 hafa haft áhrif hjá okkur á þann veg að endurskipuleggja þurfti starfsframlag og viðveru starfsmanna.
Velta og stjórnendur
Velta Parka hefur vaxið stöðugt frá upphafi og fyrirtækið skilað hagnaði.
Stjórnendur Bitter ehf. stjórnarformaður Júlíus G. Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Gústaf B. Ólafsson.
Meðal fyrirtækja sem Bitter ehf. hefur keypt og sameinað Parka síðastliðin ár eru: JP-innréttingar, Persía, Teppabúðin og Litaver.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd