PingPong

2022

PingPong ehf. er staðsett í rúmgóðu húsnæði að Síðumúla 35 (bakatil) í Reykjavik. Fyrirrækið flutti sumarið 2022 í rúmgott húsnæði þar sem öll vörulínan er aðgengilegri og sýnilegri en áður var. PingPong ehf. var stofnað 1999 en áður var það starfrækt sem einstaklingsfyrirtæki frá 1980 í nafni eiganda Sigurðar Vals Sverrissonar en var breytt í S.V. Sverrisson heildverslun. Fyrsta vörumerkið sem var flutt inn var Butterfly borðtennisvörur frá Japan, risa í þeirri vörulínu. Ýmislegt var prófað á fyrstu árunum, meðal annars íþróttafatnaður frá Svíþjóð, frjálsíþóttaáhöld og búnaður fyrir íþróttavelli og íþróttahús. Á þeim tíma var aðal áherslan á að selja smávöruna í heildsölu og þær seldar í íþróttavörurverslanir, STIGA borðtennisvörumekið frá Svíþóð bættist við um 1989. Eftir 1990 var farið að leggja áherslu á að þjónusta félagsmiðstöðvar og vera með vörur fyrir þær. Þá var bætt við biljarðvörum, fótboltaspilum, þythokkíborðum og þvi sem fylgir þvi. Árið 1999 var stofnað fyrirtækið F&F kort sem sérhæfði sig í prentun á plastkortum, auðkenniskortum og þjónustu við félagssamtök og stofnanir. Fyriritækið var í framhaldi sameinað S.V. Sverrisson heildverslun. Stofnuð var heimasíða sem nefnd var pingpong.is, þar sem allar auglýsingar og umfjallanir snerust um þessa heimasíðu, var ákveðið að leggja niður nafnið F&F kort og breyta rekstrarnafninu í PingPong ehf. Þá var bætt við vörulínuna allt fyrir pílukast, sem var lukkuspor fyrir fyrirtækið.

Vöruúrval
Í dag býður félagið uppá mikla fjölbreytni frá hinum ýmsu merkjum, í borðtennis, Butterfly, STIGA, DHS og JOOLA. Í billjarð, RIley, Buffalo og SAM billares, fótboltaspil frá Garlando og FAS. Í pílukasti, Bull´s, Unicorn, Mckicks og Shot. Þythokkíborð frá sumum af áðunefndum merkjum. Einnig er boðið upp vörur fyrir póker, bridge og skák. Mörg af þessum fyrirtækjum bjóða upp á fjölbreytta vörulínu, ýmislegt smádót, körfuboltaspjöld og fótboltamörk.

Framtíðarsýn
Með tilkomu nýja húsnæðisins stefnir fyrirtækið á að þjónusta viðskiptavini sína enn betur, en fyrirtækið hefur verið í stöðugum vexti síðastliðin ár. Við stefum á að halda 15 til 20% vexti í fyrirtækinu árlega.

Styrkur
Styrkur fyrirtækisins liggur ekki síst í að fyrirtækið býður upp á frábær vörumerki sem eru þekkt fyrir góð gæði og sterka stöðu á alþjóðamarkaði.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd