PK Verk ehf. var stofnað árið 2001 en starfsemin á rætur sínar að rekja allt til ársins 1973 þegar Kristján E. Kristjánsson byrjaði að vinna fyrir Hitaveitu Reykjavíkur í eigin nafni sem þjónustuverktaki í lagningu heimtauga í hús. Síðan þá hefur fyrirtækið vaxið jafnt og þétt. Því má segja að fyrirtækið sé 48 ára gamalt og hefur verið undir stjórn Kristjáns frá stofnun til ársins 2010, en þá tók Pétur Kristjánsson við sem framkvæmdarstjóri. Stjórn skipa; Kristján E. Kristjánsson stjórnarformaður og Pétur Kristjánsson stjórnarmaður. Fyrirtækið hefur aðsetur í Drangahrauni 7 í Hafnarfirði sem hýsir skrifstofu, bíla, tækja- og járnsmíðaverkstæði. Verkefni félagsins eru fjölbreytt fyrir sveitafélög, veitustofnanir, Vegagerðina, húsfélög og einkaaðila. Einnig byggjum við íbúðir til sölu á almennum fasteignamarkaði, en félagið hefur byggt og selt 31 íbúð á undanförnum árum. Félagið er nú með í byggingu og/eða undirbúningi um 50 íbúðir.
Starfsemin
Árið 2020 hefur verið viðburðaríkt ár hjá PK Verk ehf. þar sem skrifað var undir stærsta verksamning í sögu félagsins við Vegagerðina, Garðabæ og veitustofnanir um lagfæringar á Hafnarfjarðarvegi við Garðabæ ásamt smíði og niðursetningu á undirgöngum. Á sama tíma var félagið með í byggingu 28 íbúðir í Urriðaholti í Garðabæ ásamt öðrum 20 íbúðum í þróun og undirbúningi. Því má segja að verkefnastaða félagsins sé góð og framtíðin björt.
Starfsmenn eru á öllum aldri eða frá 25 til 70 ára en sú aldursdreifing er fyrirtækinu holl þar sem þeir eldri miðla upplýsingum til þeirra sem yngri eru og alltaf fundnar lausnir á þeim vandamálum sem koma upp hverju sinni. Mottóið er að það séu „bara til lausnir en ekki vandamál“. Fjöldi starfsmanna hjá fyrirtækinu fer eftir umfangi og fjölda verkefna hverju sinni. Fjöldi starfsmanna hjá félaginu er u.þ.b. 20 manns ásamt undirverktökum. Starfsmenn og stjórnendur hafa mikla reynslu, haldbæra og góða menntun sem nýtist í starfi, en félagið lítur á starfsmenn sem sinn mesta auð en án þeirra gerist ekki neitt. Þar á eftir kemur góður tækjakostur og aðbúnaður starfsmanna sem er í stanslausri þróun. Gæðamál hafa verið ofarlega á baugi á síðasta ári en félagið tók upp nýjan verkefnavef sem heldur utan um öll verkefni sem eru í gangi hverju sinni. Markmiðið með notkun verkefnavefs er að nýta bestu tækni og aðferðir við stjórnun byggingarframkvæmda. Verkefnavefurinn stuðlar að lágmarks pappírsnotkun, eykur hagræði og bætir stjórnun verkefna. Kerfið heldur utan um allt verkefnið á einum stað. Má þar nefna teikningar, verklýsingar, úttektarskýrslur, myndir, dagskýrslur, orðsendingar, samskipti o.fl. Framkvæmdarstjóri tekur virkan þátt í öllu sem er að gerast í fyrirtækinu og í góðum samskiptum við millistjórnendur. Fyrirtækið hefur skapað sér sess á útboðsmarkaði í fjölbreyttum verkefnum sem eru boðin út, oftast í opinberum útboðum. Mikið er lagt upp úr vönduðum vinnubrögðum og góðum samskiptum við alla þá sem koma að verkefnum fyrirtækisins.
Starfsmenn og stjórnendur PK Verks líta björtum augum til framtíðar og telja mikil sóknarfæri fyrir fyrirtækið á komandi árum. Umhverfismál verða ofarlega á baugi þar sem stefna okkar er að draga út losun gróðurhúsalofttegunda með breyttum orkugjöfum bíla og tækja, flokkun á úrgangi byggingarframkvæmda og að endurnýta auðlindir sem annars færu í förgun, með nýsköpun.
Tækjakostur
Tækjakostur er góður en félagið á og rekur fjölda tækja sem notuð eru til mannvirkjagerðar, s.s vörubíla, gröfur, hjólaskóflur, malbikunarvél, valtara, skotbómulyftara og krana svo eitthvað sé nefnt.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd