Polynorth

2022

Plastframleiðsla á Akureyri
Árið 1960 var fyrirtækið Plasteinangrun hf. stofnað og var það staðsett á Oddeyrartanga. Skömmu síðar keyptu KEA og SÍS sig inn í fyrirtækið og urðu aðalhluthafar en árið 1968 fluttist fyrirtækið í eigið húsnæði að Óseyri 3. Framan af var einangrunarplast í hús eina framleiðslan en árið 1973 hófst framleiðsla á plastpokum undir nafninu AKO-pokinn.
Árið 1981 hófst framleiðsla í stórum stíl á fiskikössum sem brátt urðu ríkjandi í sjávarút-veginum. Einnig voru framleiddar trollkúlur, flotkúlur, netahringir, plasttunnur o.fl. en þegar mest var störfuðu 20-25 starfsmenn hjá fyrirtækinu.

Plastás
Árið 1986 keypti Sjálfsbjörg plastpokagerðina út úr fyrirtækinu og flutti hana í Plastiðjuna Bjarg. Ári síðar keypti fyrirtækið Plastás einangrunarþáttinn og þremur áruð síðar keypti Sæplast fyrirtækið sjálft og þáverandi framleiðslu þess og fluttist til Dalvíkur.
Fyrirtækið Plastás ehf. sem staðsett var á Óseyri 4, framleiddi aðallega einangrunarplast en auk þess ýmsa sérvöru. Árið 2006 var keyptur nýr gufuketill frá Svíþjóð og tók hann við af gufukatli sem var frá árinu 1973. Gufukatlar eru hjartað í plastverksmiðjum og þurfa þeir mikið rafmagn. Þessi ketill frá Svíðþjóð þarf 1 megawatt.

Polynorth ehf
Í apríl 2020 keypti fyrirtækið Oki ehf. fyrirtækið Plastás ehf. og breytti nafninu í Polynorth.
Í apríl 2021 keyptu Hjörleifur Árnason og Hrafn Stefánsson svo fyrirtækið Polynorth ehf af fyrirtækinu Oki ehf. Hrafn er vélfræðingur að mennt og rekur tvær háþróaðar plastverksmiðjur í Noregi sem sinna laxeldi. Hjörleifur er viðskiptafræðingur og matreiðslumaður og hefur verið í fyrirtækjarekstri undanfarin ár. Polynorth hefur fjárfest í vélum til framleiðslu á húskubbum og fer sú starfsemi í gang vorið 2022 og verður fyrirtækið hið eina sinnar tegundar á Íslandi sem verður í þeirri starfsemi ásamt því að sinna ört stækkandi markaði fyrir einangrunarplast.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd