PricewaterhouseCoopers ehf. á sér langa sögu á Íslandi. Upphaf fyrirtækisins má rekja til ársins 1924 þegar danski endurskoðandinn Níels Manscher sem starfað hafði hér á landi frá 1921 á vegum danskrar endurskoðunarskrifstofu keypti þann rekstur ásamt Birni E. Árnasyni. Fyrstu árin starfaði fyrirtækið undir nafninu Endurskoðunarskrifstofa N. Mansher & Björns E. Árnasonar, en hefur síðar borið mismunandi nöfn. Frá árinu 1998 hefur nafnið hins vegar verið PricewaterhouseCoopers ehf., eða PwC.
Eigendur og stjórnendur
PwC á Íslandi er í eigu 15 einstaklinga sem allir starfa hjá félaginu. Þeir eru endurskoðendurnir; Arna G. Tryggvadóttir, Atli Þ. Jóhannsson, Bryndís B. Guðjónsdóttir, Jón H. Sigurðsson, Kristinn F. Kristinsson, Ljósbrá Baldursdóttir, Magnús M. Vignisson, Ólafur Gestsson, Rúnar Bjarnason, Sara H.H. Arnbjörnsdóttir, Sighvatur Halldórsson, Vignir R. Gíslason, lögfræðingarnir; Friðgeir Sigurðsson, Jón I. Ingibergsson og viðskiptafræðingurinn Sigurður Ó. Sigurðarson.
Stjórn félagsins skipa; Vignir Rafn Gíslason, stjórnarformaður, Bryndís Guðjónsdóttir og Rúnar Bjarnason, meðstjórnendur og varamaðurinn Ljósbrá Baldursdóttir.
Helstu stjórnendur eru: Friðgeir Sigurðsson, forstjóri, Ljósbrá Baldursdóttir, sviðsstjóri endurskoðunarsviðs, Jón I. Ingibergsson, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs, Sigurður Ó. Sigurðarson, sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar, Vilborg Jónsdóttir, sviðsstjóri bókhalds & launa, Rúnar Bjarnason, forstöðumaður starfsstöðva á Norðurlandi, Ólafur Gestsson, forstöðumaður starfsstöðva á Suðurlandi, Sigurbjörg Halldórsdóttir, fjármálastjóri, Fannar Guðmundsson, forstöðumaður upplýsingatæknisviðs, Katrín Ingibergsdóttir, mannauðsstjóri, Bryndís B. Guðjónsdóttir, áhættustjóri og Arna G. Tryggvadóttir, fræðslustjóri.
Aðsetur
PwC rekur skrifstofur á sjö stöðum á landinu; í Reykjavík, Akureyri, Húsavík, Vestmannaeyjum, Hvolsvelli, Árborg og Reykjanesbæ. Aðalskrifstofan er að Skógarhlíð 12 í Reykjavík.
Skipulag, gerð og sérstaða
PwC á Íslandi er að fullu í eigu Íslendinga sem starfa hjá því. Félagið er um leið fullgildur aðili að samstarfi PwC fyrirtækja sem starfa í 154 löndum þar sem starfa rúmlega 280 þúsund manns. Þátttöku í slíku fyrirtækjasamstarfi fylgja margvíslegar skuldbindingar sem fyrst og fremst snúa að því að tryggja ábyrga stjórnun, gæði vinnubragða og óhæði. Þátttökunni fylgja líka margvíslegir kostir, s.s. aðgangur að þekkingu, aðferðafræði og lausnum. Á litlum markaði eins og þeim íslenska getur verið kostur að geta kallað til erlenda sérfræðinga í tilfallandi verkefni. Þá hafa starfsmenn PwC á Íslandi starfað í verkefnum hjá samstarfyrirtækjum PwC erlendis og viðað að sér mikilvægri reynslu. Starfsemi PwC er skipt upp í fjögur megin svið; endurskoðunarsvið, skatta- og lögfræðisvið, fyrirtækjaráðgjöf og bókhald & laun. Innan þessara sviða er síðan boðið upp á mjög fjölbreytta þjónustu, s.s. endurskoðun, reikningsskilaþjónustu, innri endurskoðun og áhættuþjónustu, netöryggisráðgjöf, verðmöt, kostgæfniathuganir, aðstoð við kaup, sölu eða sameiningar fyrirtækja, ráðgjöf á sviði skatta- og fyrirtækjalögfræði, markaðslaunakannanir, ráðgjöf varðandi jafnlaunavottanir, o.fl.
Viðskiptavinir
PwC þjónustar mikinn fjölda viðskiptavina bæði einstaklinga og fyrirtæki, þó megináhersla sé lögð á þjónustu við fyrirtæki. Viðskiptavinirnir eru bæði innlendir sem erlendir, opinberar stofnanir, sveitarfélög, almannaheillafélög, lífeyrissjóðir og einkafyrirtæki. Lögð er áhersla á að aðlaga þjónustuna að þörfum hvers og eins og í sífellt auknum mæli er leitast við að manna verkefni með starfsfólki frá hinum ýmsu sviðum PwC allt eftir því sem verkefnið krefst hverju sinni.
Vinnulag – áhersla á gæði
PwC leggur ríka áherslu á gæði í öllum verkefnum sem fyrirækið tekur að sér. Þá er mikil áhersla lögð á að tryggt sé óhæði, bæði gagnvart verkefnum og viðskiptavinum. Íslensk löggjöf gerir ríkar kröfur til endurskoðundarfyrirtækja til að tryggja óhæði og gæði í vinnubrögðum en í tilviki PwC eru ekki síður gerðar ríkar kröfur hvað þetta varðar af því regluverki sem PwC fyrirtæki á heimsvísu hafa komið sér saman um. Þáttur í því er regluleg úttekt á gæðum vinnubragða og gæðastjórnunarkerfis fyrirtækisins. Bætist það við úttektir innlendra aðila, s.s. Endurskoðendaráðs. PwC hefur á liðnum árum lagt áherslu á innleiðingu á nýjum stafrænum lausnum og stöðluðum vinnubrögðum til að svara breytilegum þörfum viðskiptavina fyrirtækisins. Um leið hefur sjónum verið beint að nýjum þáttum sem búast má við að verði vaxandi í þjónustu fyrirtækisins, s.s. á sviði mannauðsmála, samfélagslegrar ábyrgðar og sjálfbærni.
Mannauður, endurmenntun og starfsmannastefna
Á árinu 2020 nam meðal starfsmannafjöldi 115 og stöðugildi voru 105. Skipting milli Reykjavíkur og landsbyggðarskrifstofa er þannig að u.þ.b. tveir þriðju starfa á skrifstofunni í Reykjavík og þriðjungur á skrifstofunum á landsbyggðinni. Langflestir starfsmanna tilheyra rekstri endurskoðunarsviðs annað hvort á Reykjavíkurskrifstofunni eða landsbyggðarskrifstofunum og má ætla að c.a. 60% starfsmanna tilheyri þeim hluta. Næst stærsti hlutinn með u.þ.b. 15% starfsmanna tilheyrir bókhaldi & launum en þar á eftir koma fyrirtækjaráðgjöf og skatta- og lögfræðisvið. Starfsmenn sem tilheyra rekstrar- og stoðsviðum eru síðan u.þ.b. 10% af heildarstarfsmannafjöldanum.Þar sem þjónusta fyrirtækisins tengist að mestu endurskoðun, reikningsskila-, bókhalds- og annarri fyrirtækjaþjónusta þá eru mjög margir starfsmenn fyrirtækisins með mismunandi viðskiptamenntun og sérnám á sviði endurskoðunar eða fjármála. Meðal starfsmanna eru hins vegar líka lögfræðingar, hagfræðingar, tölvunarfræðingar og fólk með margvíslega aðra menntun.
PwC er í raun fyrst og fremst mannauðsfyrirtæki sem leggur mikið upp úr sí- og endurmenntun starfsmanna. Um leið leggur fyrirtækið metnað sinn í að efla starfsánægju og skapa vinnuumhverfi sem er eftirsóknarvert svo fyrirtækinu haldist á öllu því góða fólki sem hjá því starfar. Starfsmönnum standa til boða fjöldi námskeiða á hverju ári sem mörg hver eru sérsniðin að því fagsviði sem þeir starfa á en önnur eru almenns eðlis, s.s. á sviði öryggis- eða siðamála, áhættustjórnunar eða heilsuvernd. Mörg af þessum námskeiðum eru rafræn og mjög mörg eru skyldunámskeið fyrir alla starfsmenn, bæði þá fagleg námskeið og á sviði óhæðis- og siðareglna. Mjög almenn þátttaka starfsmanna er á þessum námskeiðum. Fyrirtækið hefur sett sér starfsmannastefnu og jafnréttisstefnu og markvisst unnið að því að jafna stöðu kynja og vinna gegn hvers kyns mismunun eða misrétti. Enn sem komið er hallar á konur í hópi eigenda en í hópi helstu stjórnenda eru kynjahlutföll jöfn.
Starfmannafélag og félagslíf
Hjá PwC er er mjög virkt starfsmannafélag sem stendur fyrir fjölda viðburða ár hvert og ber þar hæst árlega árshátíð sem er haldin á víxl í Reykjavík, úti á landi og erlendis. Þá á starfsmannafélagið í miklu og nánu samstarfi við stjórnendur félagsins um hvað eina sem stuðlað getur að bættum anda í fyrirtækinu og vellíðan starfsmanna. Undir það fellur t.d. þáttaka í marvíslegum heilsuræktarátökum, fyrirlestrahald o.fl.
Nútíð og framtíð – Velta og hagnaður
Velta PwC hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu árum og afkoma fyrirtækisins batnað. Ef horft er yfir lengra tímabil þá voru fyrstu árin eftir efnahagshrunið 2008 nokkuð góð í rekstri fyrirtækisins þar sem margvísleg verkefni tengd rannsóknum og uppgjörsmálum rötuðu á borð PwC. Árin 2011-2013 voru síðan erfiðari en eftir það hefur fyrirtækinu jafnt og þétt vaxið ásmeginn, velta að aukast, hagnaður stöðugur og starfsmannafjöldi aukist. Forsvarsmenn fyrirtækisins horfa enda bjartsýnir til framtíðar.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd