Rafeining ehf

2022

Fyrirtækið Rafeining ehf. var stofnað í Hafnarfirði árið 1988. Stofnendur og eigendur eru Friðrik Garðarsson rafvirkjameistari og Ásthildur Flygenring. Fyrirtækið er í dag til húsa að Flatahrauni 5b í Hafnarfirði. Starfsmenn Rafeiningar ehf. eru fimm í dag, þar af fjórir rafvirkjamenntaðir og með viðbótarmenntun og sérþekkingu á þeim sviðum sem lýst er hér að neðan.

Sagan
Í upphafi sinnti fyrirtækið almennum verkefnum, en á þeim liðlega 30 árum sem fyrirtækið hefur starfað hefur það markvisst byggt upp sérþekkingu á sviði iðnaðar- og skiparafmagns, framleiðslu á stýritöflum og stjórnbúnaði fyrir veitufyrirtæki ásamt sérþekkingu vegna viðgerða og viðhalds á tækjabúnaði, s.s. rafsuðuvélum, hraðabreytum og ýmsum hliðstæðum búnaði.
Þar til viðbótar hefur innflutningur og sala á sérhæfðum lýsingarbúnaði fyrir landbúnað, garðyrkju og margskonar iðnaðarfyrirtæki verið vaxandi þáttur í starfsemi fyrirtækisins.
Vegna þessarar sérhæfingar hefur fyrirtækið byggt upp samstarf og viðskiptasambönd við fjölda aðila sem leggja til sérhæfðan tækjabúnað og þekkingu sem tryggir nauðsynlegan sveigjanleika til að veita viðskiptavinum þær heildarlausnir sem þörf er á hverju sinni.

Í dag skiptist starfsemi Rafeiningar ehf. í neðangreinda meginþætti:
Þjónusta við veitufyrirtæki vegna reksturs veitukerfa (vatnsveitur og fráveitur)
Helstu viðfangsefni á þessu sviði eru framleiðsla á stýritöflum og uppsetning stýribúnaðar vegna reksturs dælustöðva. Meginþættir og lausnir felast í framleiðslu og uppsetningu á afltöflum allt að 2000A, stýri- og eftirlitsbúnaði vegna reksturs og stýringar dælistöðva og til vöktunar og samhæfingar á virkni
Helstu viðskiptavinir: Hafnarfjarðarbær, Hlaðbær Colas, Hringrás, Klettur, sala og þjónusta, Málmsteypa Þorgríms, Landspítalinn o.fl.
Helstu samstarfsaðilar: Danfoss, Eltech, Optech.

Þjónusta við skipaflotann
Rafeining hefur um langt skeið þjónustað stór útgerðarfyritæki vegna uppsetningar á stýribúnaði í skipum, viðhalds og endurnýjunar á raflögnum og stýribúnaði vegna frystingar.
Helstu viðskiptavinir: Samherji – DFFU (Deutsche Fischfang Union), Polar Nanoq o.fl.

Viðgerðir og viðhald á sérhæfðum tækjabúnaði
Viðgerðir viðhald og þjónusta vegna rafsuðuvéla, rafmóturum, hraðabreytum og sérhæfðum stýribúnaði.
Helstu viðskiptavinir: Framtak vélsmiðja, G. Skúlason, framhaldsskólar, Hamar, Þ&E o.fl.
Helstu samstarfsaðilar: System Electrics, GasTec, Sindri og Landvélar.
Innflutningur, sala og uppsetning á sérhæfðum lýsingarbúnaði fyrir landbúnað og garðyrkju
Rafeining ehf. hefur á undanförnum árum futt inn og sett upp sérhæfðan lýsingarbúnað fyrir landbúnað, s.s. í fjósum og gróðurhúsum. Að auki hefur fyrritækið þjónustað björgunarsveitir og löggæslu vegna sérhæfðs ljósabúnaðar fyrir lit og björgun.
Helstu viðskiptavinir: Bændur og garðyrkjustöðvar, björgunarsveitir og löggæsla og iðnfyrirtæki
Helstu samstarfsaðilar: Agrilight, Keraf, Night Searcher.

Framtíðarsýn
Eigendur Rafeiningar ehf. eru sannfærðir um að rekstrar- og viðskiptamódel fyrirtækisins
sl. 30 ár hafi verið farsælt og eru staðráðnir í að byggja rekstur og starfsemi komandi ára á sama grunni. Ekki verður horft til mikils vaxtar, en áhersla lögð á að viðhalda núverandi styrk sem felst í fámennum hópi sem hefur reynslu, þekkingu og yfirsýn yfir þau sérhæfðu verkefni og lausnir sem fyrirtækið býður sínum viðskiptavinum. Sveigjanleiki, skilningur á
þörfum viðskiptavinarins, góð yfirsýn og persónuleg samskipti skipta fyrirækið meiru en aukin umsvif.
Vefsíða: www.rafeining.is

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd