Rafey ehf. var stofnað 1989 á Egilsstöðum og er nú með aðsetur í 1.100 fm húsnæði að Miðási 11 á Egilsstöðum og þjónustar fyrirtæki og einstaklinga á Mið-Austurlandi.
Starfsemin
Þjónusta Rafeyjar spannar flesta þætti rafmagns, frá virkjunum, afldreifingu, stýrikerfi, öryggiskerfi og fjarskipti, auk þess að reka rafvélaverkstæði, rafeindaverkstæði og að annast heimilistækjaviðgerðir. Rafey rekur einnig vel búið verkstæði fyrir stór og smá farartæki.
Eigendur og starfsfólk
Eigendur Rafeyjar ehf. eru Hrafnkell Guðjónsson rafverktaki og Máni Sigfússon rafvélavirki.
Hjá Rafey starfar um 20 manna öflugur hópur þar sem eru rafvirkjar, rafeindavirkjar, bifvéla-virkjar, iðnfræðingur, tæknifræðingur og sérþjálfað aðstoðarfólk.
Gæðakerfi Rafeyjar er vottað af Samtökum iðnaðarins
Þjónustan
Rafey kappkostar að veita fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum á Austurlandi gæða- þjónustu við nýframkvæmdir, rekstur og viðhald.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd