Raflagnaþjónusta Selfoss ehf

2022

Fyrirtækið var stofnað í nóvember 2004 og þá staðsett að Gagnheiði 5 á Selfossi.
Stofnendur fyritækisins eru þeir Jón Stefán Þórðarson og Sveinn Elíasson. Nafninu var svo breytt árið 2009 í Rafhús sem enn er í eigu þeirra félaga ásamt Raflagnaþjónustunni sem fékk nýja kennitölu árið 2009.

Starfsemin
Í gegnum tíðina hefur starfsemin verið með svipuðu móti en þó aukist jafnt og þétt. Aðfanga er aflað frá íslenskum heildsöluaðilum. Vöruúrvalið felst í alls konar efni til raflagna auk ljósa í úrvali ásamt tölvustýringum og hraðastýringum. Þó alltaf ríki samkeppni á markaðnum hefur Raflagnaþjónustan átt sína föstu viðskiptavini, jafnvel allt frá stofnun.
Í upphafi voru þrír starfsmenn hjá fyritækinu en hefur fjölgað jafnt og þétt og eru nú 10, þar með talinn verktaki og fjórir lærlingar. Raflagnaþjónsta Selfoss er enn til húsa að Gagnheiði 5.

Verkefni og framtíðarsýn
Verkefnastaðan er góð og bjart framundan hvað það varðar. Velta hefur aukist í takt við aukinn fjölda starfsmanna.

Framúrskarandi fyrirtæki
Raflagnaþjónustan er aðili að Félagi rafiðnaðarmanna á Suðurlandi sem og að Samtökum iðnaðarins og verið í hópi framúrskarandi fyritækja á lista Creditinfo.
Farið hefur verið eftir reglum sóttvarnayfirvalda á hverjum tíma og á tímabili þurfti að skipta starfsfólki í smærri hópa til að draga úr smithættu.

Samfélagsmál
Starfsemin auglýsir sig að mestu leyti sjálf en við styrkjum íþróttafélög í byggðarlaginu með auglýsingaskiltum á völlum þeirra auk þess að styðja við bakið á ýmsum samtökum og félögum fjárhagslega, td. nokkra torfærubíla og þar á meðal Íslandsmeistarann í götubílaflokki og í rallycross. Slíkir styrkir bæta ímynd okkar fyrirtækis og fjölga viðskiptavinum.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd