Rafskaut ehf. var stofnað 1. apríl 1997 á Ísafirði og var tilgangur félagsins almenn rafverktaka og þjónusta við útgerðir, vinnslur, húsarafmagn, bílarafmagn og almennt bátarafmagn. Upphaflegu stofnendur voru þeir Örn Smári Gíslason og Magnús Valsson en áður en reksturinn hófst þá bættust við þeir Einar Ágúst Yngvason og Áki Sigurðsson.
Rafskaut ehf. leigði húsnæði að Suðurtanga 7 af Skipasmíðastöðini fyrstu mánuðina en í maí 1998 tókust samningar um að Rafskaut ehf. keypti eignina ásamt því að lóðin var stækkuð. Fyrirtækið hefur allar götur síðan verið með starfsemi sína á þeim stað þar til í desember 2020 að ákveðið var að fara í annað húsnæði og hefur eignin því verið seld, mun Rafskaut ehf. færa sig í nýtt húsnæði að Æðartanga 12 seinna á árinu 2021.
Eigendur Rafskauts í dag eru fjórir. Helstu stjórnendur eru Einar Ágúst Yngvason framkvæmdastjóri, Magnús Valsson stjórnarformaður og Örn Smári Gíslason rafvéla-virkjameistari og eigandi. Örn Smári Gíslason hefur lengst af verið framkvæmdastjóri félagsins en lét af þeim störfum 18. júlí 2019 og tók þá Einar Ágúst Yngvason við.
Starfsfólk
Starfsmenn hafa að jafnaði verið um 8 manns en töluvert fleiri í stórum verkum. Hjá fyrirtækinu starfa rafvélavirkjar, rafiðnfræðingar, rafeindavirkjar, rafvirkjar og vélstjórar ásamt nemum í faginu. Rafskaut á líka eignarhlut í Fánasmiðjuni ehf. og Plastorku ehf. og er Örn Smári Gíslason framkvæmdastjóri í þeirra beggja.
Verkefni
Almennar raflagnir. Starfsmenn Rafskauts hafa frá upphafi unnið við ýmiss konar raflagna-vinnu svo sem almennar raflagnir.
Jarðgöng
Rafskaut hefur starfað við fern jarðgöng á landinu og ein í Noregi. Sá alfarið um raflagnir í Bolungarvíkurgöngum og Dýrafjarðargöngum. Sá um raflagnir í Bakkagöngum ásamt Víkurraf og sá um endurnýjun raflagna og uppsetningu stjórnkerfa í Vestfjarðagöngum (B&B göngum). Starfaði einnig fyrir íslenska verktaka í Noregi.
Vatnsaflsvirkjanir
Rafskaut hefur komið að uppsetningu nokkurra smávirkjana ásamt endurnýjun virkjana hjá OV og er ábyrgt fyrir tveimur virkjunum.
Skip og bátar
Rafskaut hefur séð um hönnun og uppsetningu rafkerfa í stórum og smáum nýsmíða-verkefnum ásamt almennum viðgerðum í eldri skipum og bátum.
Fisk- og rækjuverksmiðjur
Rafskaut hefur hannað og séð um uppsetningu ýmissa stýrikerfa og karakvolfurum í fisk- og rækjuiðnaðinum, ásamt því að sinna viðhaldi og nýlögnum.
Fiskeldi
Rafskaut sér um almenna þjónustu við fiskeldi á svæðinu og útbúið m.a. fóðurstýringar fyrir eldiskvíar.
Nýbyggingar og viðhald
Rafskaut sér um að teikna, hanna og leggja raflagnir í nýbyggingar ásamt almennu viðhaldi og breytingum raflagna.
Bílar og vinnuvélar
Rafskaut tekur að sér ýmsar viðgerðir á rafkerfum bíla og vinnuvéla svo sem startara, altenatora o.fl.
Tækjaleiga
Rafskaut leigir út tæki svo sem vinnulyftu og körfulyftu.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd