Raftaug hf.

2022

Fyrirtækið Raftaug ehf. var stofnað í febrúar 1994 af Sölva Ragnarssyni rafvirkjameistara og er hann enn þann dag í dag eini eigandi fyrirtækisins.

Starfsemin
Fyrirtækið er með aðsetur í Hveragerði og þjónustar fyrirtæki, stofnanir og svo ekki síður íbúa staðarins og nærsveitir. Helstu fyrirtækin sem Raftaug hefur þjónustað í gegnum árin eru t.d. Heilsustofnun NLFÍ, Garðyrkjuskóli Ríkisins, Ölfusborgir og stofnanir Hveragerðisbæjar svo eitthvað sé nefnt.

Mannauður
Fyrstu árin var Sölvi eini starfsmaðurinn en nýtti sér þjónustu undirverktaka ef vantaði aðstoð við hin ýmsu verkefni. Fljótlega bættist annar starfsmaður við, Magnús Grétar sonur Sölva og starfar hann enn hjá fyrirtækinu. Í dag eru 6 starfsmenn hjá fyrirtækinu, að Sölva meðtöldum, og alltaf næg atvinna.

Verkefnin og sérstaða
Verkefnin sem fyrirtækið hefur fengist við í gegnum tíðina eru fjölbreytt en Raftaug hefur sérhæft sig í stýrikerfum og lögnum í gróðurhús en einnig mikið í fiskeldi. Fyrirtækið hefur einnig hannað og smíðað stýringar fyrir heita potta sem gengur undir nafninu Sölvastýring.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd