Rafverktakafyrirtækið Rafver hf. var stofnað í maí 1956. Stofnendur voru 6 talsins.
Í upphafi var fyrirtækið til húsa í bílskúr við Holtsgötu í Reykjavík. Það flutti síðan í Einholt árið 1959 en þaðan í eigið nýbyggt húsnæði að Skeifunni 3e árið 1964. Ágúst Einarsson er aðaleigandi og framkvæmdastjóri Rafvers.
Starfsemi
Starfssvið fyrirtækisins allt frá stofnun hefur verið við raflagnir, hvort heldur við nýlagnir eða endurbætur á eldri raflögnum. Rafver er löggiltur rafvertaki. Í dag er Rafver einnig sölu- og umboðsaðili á vélum, verkfærum, hreinsitækjum og hreinsibúnaði.
Verslun með vélar og verkfæri
Árið 1984 urðu kaflaskipti í starfsemi Rafvers er hafin var innflutningur og sala á háþrýstidælum og ýmis konar hreinsivélum frá Kärcher í Þýskalandi. Var af þessu tilefni opnuð verslun í húsnæði Rafvers í Skeifunni 3e-f. Hefur vöruflokkum síðan stöðugt fjölgað og er Rafver í dag með mikið úrval af vélum og verkfærum fyrir iðnað og útgerð. Fyrirtækið hefur lagt áherslu á að bjóða eingöngu upp á vandaðar vörur frá viðurkenndum framleiðendum. I gegnum tíðina hefur vöruvalið orðið sífellt fjölbreyttara.
Starfsfólk
Á fyrstu árum fyrirtækisins voru stofnendur einu starfsmenn fyrirtækið en þegar frá leið fjölgaði starfsmönnum og hafa að meðatali verið á bilinu 11 til 13 þótt flestir hafi þeir orðið 24 þegar mikil verkefni bárust að tímabundið.
Framúrskarandi fyrirtæki
Rafver er aðili að SA og Félagi löggiltra rafvirkja. Það er í hópi framúrskarandi fyrirtækja á lista Creditinfo.
Velta
Velta fyrirtækist hefur aukist jafnt og þétt í gegnum árin og afkoman verið góð. Rafver nýtur þess að margir viðskiptavinir hafa haldið tryggð við fyrirtækið í áraraðir.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd