Rafverk Alberts Guðmundssonar ehf

2022

Albert Guðmundsson stofnaði Rafverk Alberts Guðmundssonar ehf. árið 2004. Hjá fyrirtækinu eru fimm starfsmenn. Það eru fjórir rafvirkjar og einn sem sér um bókhald o.fl. á skrifstofu.

Meginhlutverk og markmið
Meginhlutverk Rafverks AG er að sinna rafverktakastarfsemi. Fyrirtækið er drifið áfram með það að markmiði að bjóða uppá traustar og hagkvæmar heildarlausnir í öllu því sem lýtur að raf- og raftæknibúnaði til fyrirtækja, stofnana og einstaklinga.

Helstu verkefni
Verkefni Rafverks Alberts Guðmundssonar hafa verið fjölbreytt og krefjandi. Rafverk AG sá um raflagnir í Leikskólanum Eyrarskjóli á Ísafirði ásamt því að sjá um allt sem viðkemur viðhaldi og viðgerðum hjá Örnu Mjólkurstöðinni og í skipum, bátum og nýlögnum hjá stæðsta frystihúsinu á Vestfjörðum Jakobi Valgeiri fiskverkun. Einnig sér fyrirtækið um að sinna bæði einkaaðilum og íbúum Bolungarvíkur með allt er viðkemur rafmagni.

Jákvæður og góður vinnuandi
Lífsgleði og góður vinnuandi hefur ávallt einkennt starfssemina hjá Rafverk AG. Fyrirtækið hefur sett niður skýra stefnumótun til framtíðar. Þar segir m.a. að fyrirtækið kappkosti að viðhalda metnaði sínum og muni ávallt leitast við að vera leiðandi á sínu sviði.

Framtíðarsýn
Af þessu má ráða að framtíðin er björt hjá Rafverk AG þar sem áfram verður stuðlað að eflingu og vexti fyrirtækisins á allan hátt.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd